Innlent

Jón forstjóri Landbúnaðarstofnunar

Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa Jón Gíslason í starf forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára, frá og með 1. ágúst næstkomandi. Jón útskrifaðist með mastersgráðu í efnafræði og líffræði frá Háskólanum í Osló árið 1978. Ári síðar útskrifaðist hann sem næringarlífeðlisfræðingur og úr sérfræðinámi í næringarfræði frá sama skóla. Jón hefur víðtæka reynslu en hann starfaði sem forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins í sjö ár. Frá árinu 2000 hefur hann svo starfað hjá eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Tuttugu og þrír sóttu um embættið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×