Bush velur íhaldsmann í Hæstarétt 20. júlí 2005 00:01 George W. Bush Bandaríkjaforseti útnefndi á þriðjudag John G. Roberts í embætti hæstaréttardómara, en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem nýr maður er skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar fögnuðu valinu á Roberts en demókratar eru lítt hrifnir, enda hefur Roberts skapað sér orðstír fyrir að vera mjög íhaldssamur. Staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, útnefningu Roberts verður hann eftirmaður Söndru Day O'Connor og mun ráða yfir oddaatkvæði í dómstól sem er klofinn milli tveggja fylkinga; annarrar frjálslyndrar og hinnar íhaldssamrar. Bush bauð Roberts starfið símleiðis í hádeginu á þriðjudag og tilkynnti síðan þjóðinni um ákvörðun sína í sjónvarpsávarpi um kvöldið. Bush sagði að Roberts myndi "framfylgja stjórnarskránni í þaula lagalega en ekki gerast löggjafi úr dómarasætinu". Roberts, sem er fimmtugur að aldri, er dómari í áfrýjunardómstól District of Columbia en var áður lögmaður og flutti sem slíkur alls 39 mál fyrir Hæstarétti. Næsta skref í útnefningarferlinu eru vitnaleiðslur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, en þær munu væntanlega hefjast öðru hvoru megin mánaðamótanna ágúst-september. Talsmenn demókrata á þingi boðuðu að í staðfestingaryfirheyrslunum myndu þeir fara vel ofan í saumana á ferli Roberts. Engu að síður er þess vænst að áform Bush gangi eftir um að greidd verði atkvæði í þinginu um staðfestingu Roberts í embætti tímanlega fyrir 3. október næstkomandi, en þá hefst nýtt starfsmisseri dómstólsins. Allt frá því Bush tók fyrst við forsetaembættinu fyrir fjórum og hálfu ári hafa ráðgjafar hans beðið eftir tækifæri til að skipa nýjan dómara í Hæstarétt. Tækifærið gafst fyrst er O'Connor tilkynnti 1. júlí síðastliðinn að hún hygðist fara á eftirlaun. Þá blandaði forsetinn sér persónulega í málið og setti saman lista yfir ellefu manns sem til greina kæmu í embættið. Bush hitti Roberts á föstudag og komst sem sagt í gær að þeirri niðurstöðu að hann væri rétti maðurinn í starfið. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti útnefndi á þriðjudag John G. Roberts í embætti hæstaréttardómara, en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem nýr maður er skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar fögnuðu valinu á Roberts en demókratar eru lítt hrifnir, enda hefur Roberts skapað sér orðstír fyrir að vera mjög íhaldssamur. Staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, útnefningu Roberts verður hann eftirmaður Söndru Day O'Connor og mun ráða yfir oddaatkvæði í dómstól sem er klofinn milli tveggja fylkinga; annarrar frjálslyndrar og hinnar íhaldssamrar. Bush bauð Roberts starfið símleiðis í hádeginu á þriðjudag og tilkynnti síðan þjóðinni um ákvörðun sína í sjónvarpsávarpi um kvöldið. Bush sagði að Roberts myndi "framfylgja stjórnarskránni í þaula lagalega en ekki gerast löggjafi úr dómarasætinu". Roberts, sem er fimmtugur að aldri, er dómari í áfrýjunardómstól District of Columbia en var áður lögmaður og flutti sem slíkur alls 39 mál fyrir Hæstarétti. Næsta skref í útnefningarferlinu eru vitnaleiðslur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, en þær munu væntanlega hefjast öðru hvoru megin mánaðamótanna ágúst-september. Talsmenn demókrata á þingi boðuðu að í staðfestingaryfirheyrslunum myndu þeir fara vel ofan í saumana á ferli Roberts. Engu að síður er þess vænst að áform Bush gangi eftir um að greidd verði atkvæði í þinginu um staðfestingu Roberts í embætti tímanlega fyrir 3. október næstkomandi, en þá hefst nýtt starfsmisseri dómstólsins. Allt frá því Bush tók fyrst við forsetaembættinu fyrir fjórum og hálfu ári hafa ráðgjafar hans beðið eftir tækifæri til að skipa nýjan dómara í Hæstarétt. Tækifærið gafst fyrst er O'Connor tilkynnti 1. júlí síðastliðinn að hún hygðist fara á eftirlaun. Þá blandaði forsetinn sér persónulega í málið og setti saman lista yfir ellefu manns sem til greina kæmu í embættið. Bush hitti Roberts á föstudag og komst sem sagt í gær að þeirri niðurstöðu að hann væri rétti maðurinn í starfið.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira