Innlent

Öllum starfsmönnum sagt upp

Fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum hefur verið lokað og var öllum 45 starfsmönnum þess sagt upp nú fyrir stundu. Á fundi með starfsmönnum í dag sögðust stjórnendur ætla að hjálpa starfsmönnum að finna nýja vinnu og munu þeir hitta starfsmenn í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lokunina hafa verið yfirvofandi í töluverðan tíma. Reynt hafi verið að bjarga fyrirtækinu en það ekki gengið eftir. Því hafi verið ákveðið í samráði við viðskiptabanka fyrirtækisins og hollenska eigendur þess að hætta allri vinnslu. Hljóðið í starfsmönnum eftir fundinn var misjafnt. Sumir sögðust vera bjartsýnir og að þeir hefðu þegar fengið vilyrði um nýja vinnu. Aðrir voru svartsýnari og bentu á að þau störf sem nefnd hefðu verið væru erfiðsvinnur sem aðeins hentuðu karlmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×