Innlent

Átak í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í fyrradag tillögu sem kom frá Samfylkingunni um átak til að auka notkun fólks á aldrinum tólf til átján ára á strætó. Á átakið að hefjast í lok ágúst og standa í í það minnsta einn mánuð. Meðal annars á að bjóða fólki á þessum aldri sérstök kjör. Sérstaklega er lagt til að að þau geti sótt um fríkort í strætó í til dæmis einn mánuð. Var tillögunni vísað til bæjarráðs til áframhaldandi vinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×