Innlent

Forstjóri Landbúnaðarstofnunar

Guðni Ágústsson hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Alls sóttu 23 um starfið. Jón er næringarlífeðlisfræðingur og hefur síðustu ár starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Landbúnaðarstofnun er ný stofnun sem mun hafa með höndum störf yfirdýralæknis, veiðimálastjóra, aðfangaeftirlitsins, kjötmatsmanns, plöntueftirlitsins og ýmis stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands hafa farið með til þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×