
Erlent
Mótmælendur skotnir af lögreglu
Að minnsta kosti ellefu mótmælendur voru drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Jemen í dag. Verið var að mótmæla hækkun bensínverðs í landinu sem tvöfaldaðist í verði nýverið í kjölfar aðgerða ríkisstjórnar Jemens í efnahagsmálum. Að sögn vitna höfðu mótmælendurnir kastað grjóti í lögreglumenn og kveikt elda víða um höfuðborgina og svaraði lögreglan með því að skjóta á mannfjöldann.
Fleiri fréttir
×