Fleiri fréttir

Fá tæpar 300 krónur á tímann

Verkalýðsfélag Akraness leggur í dag fram kæru á hendur Sputnikbátum vegna starfa fimm Pólverja sem formaður félagsins segir að fái tæpar 300 krónur í laun á tímann. Ágreiningur er um hvort mennirnir stundi hefðbundna launavinnu eða starfi samkvæmt samningi um þjónustuviðskipti.

Á bátum í skólann

Miklar rigningar sem fylgt hafa í kjölfar fellibylsins Dennis á karabíska hafinu hafa orðið til þess að grunnskólabörn í Seaview skólanum á Jamaika hafa þurft að fara á bátum í skólann síðustu daga.

120 rafiðnarmenn til landsins

Eitt hundrað og tuttugu rafiðnaðarmenn frá Slóveníu og Króatíu eru væntanlegir til landsins til að reisa nýja línu frá Sultartanga inn í Hvalfjörð vegna stækkunar Norðuráls. Þetta eru rafiðnaðarmenn sem sjá um að reisa möstrin og strekkja út línurnar og járniðnaðarmenn sem sjá um samsetningar á möstrunum.

Íslenskir jeppar í friðargæslu

Íslenskir fjallajeppar verða notaðir við friðargæslu í Afganistan. Bandaríkjamenn vilja að íslenskir friðargæsluliðar og kollegar þeirra taki við störfum í Suður-Afganistan þar sem talíbanar eru skæðir og drepi menn, þurfi þess.

Enginn mótmælenda kærður

Enginn þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúka í gær verða kærðir vegna málsins. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó að frekari mótmæli af þessu tagi verði ekki liðin.

Ósátt við starfsmatið

Félagar í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu kjarasamning við bæinn með 55 prósentum atkvæða í kosningu þar sem 160 af 766 félagsmönnum greiddu atkvæði.

Hungurverkfall á Guantanamo

Um 180 afganskir fangar í Guantanamo eru komnir í hungurverkfall til að mótmæla illri meðferð í fangelsinu og knýja á um lausn sína segja tveir fangar sem var sleppt í gær.

Sigmundur Ernir í stað Páls

Páll Magnússon segist ósammála grundvallarstefnu fjölmiðlafyrirtækisins 365 og hefur látið af störfum hjá félaginu. Hann ætlar að sækja um stöðu útvarpsstjóra í dag. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2.

Ógnað í yfirheyrslum

"Ég var óörugg um mína stöðu enda fékk ég aldrei upplýsingar um hvað gerðist næst," segir Arna Ösp Magnúsardóttir, tvítugur Palestínufari. Arna er komin til Lundúna eftir handtöku ísraelskra yfirvalda á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael á mánudag.

Freista þess að komast til Nablus

"Það er óvíst að við komumst til Nablus vegna ástandsins sem hér ríkir," segir Margrét Scheving Thorsteinsson, ein sex íslenskra ungmenna sem stödd eru í Palestínu. Vaxandi spennu hefur gætt í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.

Umferðartafir í nótt

Talsverðar umferðartafir urðu á Vesturlandsvegi á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í nótt vegna vinnu við tvöföldun vegarins. Honum var lokað klukkan tvö í nótt en umferð hleypt á í af og til í alla nótt.Vegurinn var opnaður á ný klukkan sjö í morgun.

Leyniþjónustan grunlaus

Breska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Þetta kemur fram í dagblaðinu New York Times í dag, þar sem vitnað er í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið.

Tíu drepnir í Írak

Írakskir uppreisnarmenn myrtu í morgun tíu manns sem voru á leiðinni í herstöð Bandaríkjamanna í borginni Bakúba. Árásarmennirnir voru á tveim bílum og sátu fyrir lítilli rútu, sem var á leiðinni í herstöðina. Þeir skutu alla sem voru í rútunni til bana, en auk þess létust þrír óbreyttir borgarar þegar rútan rann stjórnlaus á bíl þeirra í kjölfar skotárásarinnar.

Haitang enn á ferð

Átta hundruð þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum í suð-austurhluta Kína, þar sem óttast er að hvirfilbylurinn Haitang fari yfir á næstu klukkutímunum. Þrír létust af völdum bylsins á Taiwan og fjölmargir slösuðust.

Mótmæli á Gaza

Tugþúsundir ísraelskra lögreglumanna eru nú í viðbragðsstöðu á Gaza svæðinu, þar sem fjölmenn mótmælaganga á að hefjast í dag. Þúsundir mótmælenda stefna inn á landnemabyggðir Gyðinga, til að láta í ljós óánægju með fyrirhugaðan brottfluttning Ísraela frá Gaza, sem á að hefjast um miðjan ágúst.

Vændislisti

Lögreglan í Kópavogi yfirheyrði í gær karlmann á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa selt lista með nöfnum og símanúmerum fimm vændiskvenna. Maðurinn er grunaður um að hafa selt listann í gegnum heimasíðurnar einkamál.is og private.is á sex þúsund krónur.

Fimm handteknir fyrir ýmis afbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók fimm menn í bíl í gær, en þeir eru allir grunaðir um ýmis afbrot að undanförnu. Rannsóknadeild lögreglunnar yfirheyrði mennina fram undir miðnætti  og sleppti tveimur að þeim loknum. Þrír verða yfirheyrðir nánar í dag. Ekki liggur fyrir um hvaða afbrot þeir eru grunaðir, en þeir munu flestir eða allir eiga nokkurn afbrotaferil að baki.

Stuðningur við Íraksstríðið ástæða

Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverka árásunum á Lundúni. Samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian telur minna en þriðjungur Breta að árásirnar hafi ekkert með Íraksstríðið að gera. Þá telja þrír af hverjum fjórum líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð.

Discovery á loft eftir viku

Geimferjunni Discovery verður í fyrsta lagi skotið á loft í næstu viku. Nú er liðin vika síðan hætt var við að skjóta henni á loft, þar sem skynjari í eldsneytistanki reyndist bilaður. Enn er verið að rannsaka orsakir bilunarinnar og hvers vegna hennar varð ekki fyrr vart.

Drengir kveiktu í bíl

Tveir fjórtán ára drengir sluppu með skrekkinn þegar þeir voru að fikta með eld inni í yfirgefnum bíl við Hagasmára á móts við Smáralilnd í gærkvöldi. Þeir misstu eldinn úr böndunum með þeim afleiðingum að bíllinn varð alelda á skammri stundu, en þeir sluppu ómeiddir út eftir að hafa reynt að slökkva eldinn.

Útbreiðsla fuglaflensunnar

Tuttugu manns hafa látið lífið eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Víetnam frá því í desember á síðasta ári. Alls hafa fjörutíu látist úr flensunni í landinu. Til að reyna að uppræta flensuna ætla stjórnvöld nú að bólusetja meira en fjögur hundruð milljónir fugla, meðal annars endur.

Vaxandi vinsældir Angelu Merkel

Sífellt meira kapp færist í kosningabaráttuna í Þýskalandi og ýmislegt bendir til þess að flokksformaður og kanslaraframbjóðandi Kristilegra demókrata eigi vaxandi vinsældum að fagna.

Össur segir ekki nei

Össur Skarphéðinsson segir að mikil umfjöllun sín um málefni R- listans á sama tíma og aðrir aðstandendur listans þegja þunnu hljóði, sé ekki til marks um það að hann  ætli að snúa sér aftur að borgarmálunum og telur afar ólíklegt að nafn hans komi upp sem borgarstjóraefni listans, en útilokar það þó ekki með öllu.

Yfirheyrður vegna sölu vændislista

Maður, sem er grunaður um að hafa selt lista með nöfnum fimm vændiskvenna á Netinu  var yfirheyrður af lögreglunni í Kópavogi í gær. Maðurinn  er grunaður um að hafa selt listann í gegnum heimasíðurnar private.is og einkamal.is á sex þúsund krónur.

Tengja árásir stríðsrekstri

Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun.

Með stærstu háspennulínum í heimi

Fjögur íslensk fyrirtæki koma að byggingu rúmlega sjö megavatta vatnsaflsvirkjunar á Grænlandi fyrir grænlensku orkuveituna. Það eru fyrirtækin Ístak, Landsvirkjun, Línuhönnun og Afl sem koma að byggingu virkjunarinnar sem staðsett verður á Suður Grænlandi.

Framkvæmdastjóri Suðurness ósáttur

Framtíð fiskvinnslufyrirtækisins Suðurness í Reykjanesbæ ræðst í dag þegar hollenskur eigandi fyrirtæksins fundar með starfsmönnum. Rúmlega fjörtíu manns munu missa vinnuna í haust hætti fyrirtækið rekstri.

Verðbólga minnst á Íslandi

Verðbólga á Íslandi reyndist aðeins 0,3% í júní samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í morgun, en verðbólga hefur minnkað mikið síðustu mánuðina á þennan mælikvarða. Til samanburðar var verðbólga 2,0% að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu og innan þess er hún nú minnst á Íslandi.

Mótmæli við Kárahnjúka

Fimmtán manns, flestir útlendingar, fóru inn á stíflusvæðið hjá Kárahnjúkavirkun í hádeginu í dag og stöðvuðu umferð að svæðinu í mótmælaskyni við framkvæmdirnar. Þeir hlekkjuðu sig við vinnuvélar og lögðu bílum þvert yfir veginn að Steypustöðinni til að vörubílar kæmust hvorki að né frá stíflusvæðinu.

Blóðbankann vantar O mínus

Birgðir Blóðbankans af O-mínus blóði eru af skornum skammti. Blóðbankinn hefur biðlað til blóðgjafa í þessum flokki að koma og gefa blóð en O-mínus blóð er notað í neyðarblóð sem gengur í alla aðra blóðflokka og því er mikilvægt að birgðir bankans séu ávallt miklar. Sigríður Ósk, hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum segir bankann vanta 60 einingar af O-mínus blóði sem fyrst en hver blóðgjafi gefur sem svarar einni einingu.

Eyjamenn vilja Pompei norðursins

Íbúar Vestmannaeyja virðast jákvæðir fyrir verkefninu Pompei norðursins, sem er uppgröftur húsa og fleiri gosminja sem grófust í undir ösku í Heimaeyjargosinu 1973. Þetta kemur fram í Eyjafréttum í dag. Mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnun á vefsíðu Eyjafrétta líst vel á verkefnið sem nú er í fullum gangi. Alls voru rúmlega 71% fylgjandi verkefninu, 19% leist illa á það og tæplega 10% höfðu ekki skoðun á málinu.

Friðargæsluliðar til Afghanistan

Íslenskir friðargæsluliðar halda til þjálfunar hjá norska hernum í lok júlímánaðar vegna fyrirhugaðrar þátttöku í starfi endurreisnar- og uppbyggingarsveita á vegum friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Þjálfuninni lýkur í byrjun september og fer fyrsti hópurinn til Norður-Afganistan um miðjan þann mánuð.

Mótmælendur lausir

Þrettán mótmælendur voru handteknir og færðir til skýrslutöku á lögreglustöðinni við Kárahnjúka fyrr í dag. Þeim hefur öllum verið sleppt. 

Heimsfundur menningarráðherra

Fyrsti heimsfundur menningarráðherra úr röðum kvenna verður haldinn í Reykjavík dagana 29.-30. ágúst. Boðað hefur verið til fundarins í tilefni 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, í apríl síðastliðnum. Að fundinum standa íslensk stjórnvöld í samstarfi við Heimsráð kvenleiðtoga en Vigdís var einn stofnenda og fyrsti formaður ráðsins.

Langvarandi þurrkar í Suður-Evrópu

Langvarandi þurrkarr valda vaxandi vandræðum í Evrópu. Steikjandi hiti gerir illt verra, og óttast er að þetta geti valdið mannskaða líkt og fyrir tveimur árum, þegar tugþúsundir fórust.

Einn Hallormsstaðarskógur á ári

"Við í Skógræktinni ræktum því sem nemur einum Hallormsstaðarskógi á ári," segir Jón Loftsson skógræktarstjóri. Hann segir að á síðustu árum hafi 20 þúsund hektarar lands verið ræktaðir en þó sé aðeins 1,3% af flatarmáli Íslands neðan við fjögurhundruð metra hæð yfir sjávarmáli skógi vaxið.

Þríburabarnafæðingum fækkar

Frá því tæknifrjóvganir hófust árið 1990 hefur fjöldi þríburafæðinga þrefaldast eða jafnvel fjórfaldast að sögn Reynis Tómasar Geirssonar sviðsstjóra lækninga á kvennasviði Landspítala Háskólasjúkrahús.

Ný verksmiðja við Mývatn

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu iðnaðarráðherra að verja allt að tvöhundruð milljónum til að kaupa hlutabréf í pappabrettaverksmiðju við Mývatn. Verksmiðjan verður í húsi gömlu kísílgúrverksmiðjunnar sem hætti starfsemi í fyrra.

Sendiráð á Indlandi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra kynnti áform um að opna sendiráð í Indlandi á ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðræður standa yfir við Indverja en vonast er til að sendiráðið geti orðið að veruleika um áramót.

Sjónarhornið á vændiskaupandann

Fimmtíu til níutíu prósent þeirra kvenna sem leiðast út í vændi hafa verið misnotaðar í æsku, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Goðsögnin um hamingjusömu gleðikonuna er lífseig og snýst um að konan sem selji líkama sinn geri það af fúsum og frjálsum vilja.

Friðsamleg mótmæli

Þrettán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúka í dag. Vinna við stíflusvæðið lá niðri í tvær og hálfa klukkustund, þegar þeir hlekkjuðu sig við vörubíla og vinnuvélar. Þá lokuðu þeir aðalveginum frá vinnusvæðinu að steypustöðinni með því að leggja fólksbílum yfir þveran veginn.

Stefán Jón neitar

Stefán Jón Hafstein neitar því alfarið að það hafi verið rætt formlega innan raða Samfylkingarinnar að bjóða fram undir merkjum R-Listans, án Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Össur Skarphéðinsson segir Stefán hafa setið við hlið sér á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar þetta var rætt og góður rómur gerður að.

Hundruð milljóna í kostnað

"Ég er ekki með tölurnar í hausnum en þetta eru einhver hundruð milljóna," segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, þegar hann er spurður um uppsafnaðan kostnað við Hvalstöðina í Hvalfirði og hvalbátana frá því hvalveiðar lögðust af.

Fjöldi nýrra fjósa í byggingu

"Það eru sautján ný fjós í byggingu sem ég veit af," segir Lárus Pétursson, umsjónarmaður innréttinga hjá Landstólpa ehf. "Þá eru fimmtán bændur að breyta eldri fjósum og langoftast verið að stækka þau í leiðinni." Lárus segir þessi fjós oftast vera lausagöngufjós með 60-70 bása eða hátt í það.

Ekki búið að funda með öryrkjum

Fulltrúar Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða hafa enn ekki fundað vegna bréfs sem um 1.300 öryrkjar fengu á dögunum þar sem þeir voru krafðir um skattframtöl síðustu þriggja ára fyrir örorkumat. Öryrkjabandalag Íslands óskaði eftir slíkum fundi í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir