Erlent

Milljónir Kínverja flýja

Milljón Kínverja hefur neyðst til að flýja hvirfilbylinn Haitang en öskurok og grenjandi rigning hefur valdið miklu tjóni í Suðaustur-Kína. Í það minnsta einn er sagður hafa týnt lífi. Stormurinn var þó ekki jafn öflugur og þegar hann reið yfir Taívan fyrr í vikunni. Þó hafa flóð valdið rafmagnsleysi og á köflum hefur vatnið staðið svo hátt að það náði meðalfólki í öxl. Þrjátíu þúsund dýr hafa drepist vegna Haitang og sextán þúsund hektarar af ræktarlandi eru í rúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×