Innlent

Maðurinn fundinn

Karlmaður á níræðisaldri, sem leitað hefur verið að í Þjórsárdal síðan um miðja nótt, fannst heill á húfi sakmmt frá Sandá um klukkan ellefu. Hann var í útilegu í Þjórsárdal og skrapp einn í göngutúr í gærkvöld. Þegar hann skilaði sér ekki á tilsettum tíma hóf samferðafólk leit að honum en án árangurs og kallaði þá eftir aðstoð björgunarsveita. Skömmu síðar hófu 20 björgunarmenn leit en síðan bættist þeim fjögurra sporhunda liðsauki. Síðan hefur björgunarmönnum fjölgað jafnt og þétt og skiptu þeir orðið mörgum tugum og fleiri voru á leiðinni þegar maðurinn fannst. Þá var í ráði að þyrla Landhelgisgæslunnar hæfi leit í hádeginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×