Fleiri fréttir

Evrópuþingið samþykkir stækkun ESB

Evrópuþingið samþykkti í gær fyrir sitt leyti að Rúmenía og Búlgaría fái aðild að sambandinu á árinu 2007. Samþykktin var þó gerð með þeim fyrirvara að í báðum löndum verði ýmsum umbótum hrint í framkvæmd áður en aðildarsamningarnir ganga í gildi.

Slæðubannið hefur reynst vel

"Slæðubannið" svokallaða, lög sem sett voru í Frakklandi fyrir einu ári sem banna áberandi trúartákn í ríkisskólum, er leið til lausnar á aðlögun múslima og annarra innflytjendahópa að þjóðfélagi þar sem gildi eins og einstaklingsfrelsi og jafnrétti allra borgara eru í hávegum höfð. Þetta segir stjórnmálaheimspekingurinn Blandine Kriegel.

Mafíustarfsemi hérlendis könnuð

Mafíustarfsemi frá Eystrasaltslöndunum teygir anga sína til Íslands. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að lögreglan hafi séð Litháa hér í brotastarfsemi, dæmi séu um innflutning fíkniefna og eftirlýstur maður bíði framsals.

Forsetinn í Eyjafjarðarsveit

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, voru í opinberri heimsókn í Eyjafjarðarsveit í gær en dagana tvo þar á undan sóttu forsetahjónin Akureyringa heim. Fánar voru víða dregnir að húni í og hittu forsetahjónin fjölmarga íbúa sveitarfélagsins að máli en gestirnir fóru vítt og breitt um sveitina. 

Könguló, fluga og bátar á frímerki

Könguló og húsafluga eru myndefni á tveimur frímerkjum sem Íslandspóstur gefur út á morgun. Sama dag koma út fjögur frímerki í heftum sem sýna íslenska vertíðarbáta frá miðbiki síðustu aldar.

Erfið byrjun nýja formannsins

Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins.

Sautján drepnir í loftárásum

Sautján Írakar létust í loftárásum Bandaríkjamanna á þorpið al-Rummana í Írak í gær. Uppreisnarmenn í þorpinu gerðu nokkrar árásir á herlið Bandaríkjamanna sem svaraði með því að gera loftárásir á þorpið úr þyrlum. Fimmtán Írakar særðust í árásunum, en í þeim voru að minnsta kosti þrjú hús lögð alveg í rúst.

Flýðu heimili sín vegna eldgoss

Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín á eyjunni Súmötru á Indónesíu í morgun þegar eldfjall á svæðinu byrjaði að gjósa. Eldgosinu fylgdu nokkrir jarðskjálftar og mældist sá sterkasti 5,8 á Richter. Að sögn vitna greip mikil hræðsla um sig meðal íbúa í nágrenninu sem fengið hafa sinn skerf af náttúruhamförum undanfarið.

Fartölvum stolið í tölvufyrirtæki

Brotist var inn í tölvufyrirtæki við Hringbraut í Keflavík um klukkkan þrjú í nótt og þaðan stolið nokkrum fartölvum. Þjófurinn eða þjófarnir hafa verið eldsnöggir því að þjófavarnakerfi fór í gang um leið og þeir brutu rúðu til að komast inn og voru öryggisvörður og lögreglumenn komnir á vettvang eftir andartak en þá voru þjófarnir á bak og burt.

Rumsfeld óvænt til Íraks

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom óvænt til Íraks í morgun og mun í dag funda með nýjum stjórnarherrum í landinu. Í morgun sagðist Rumsfeld ætla að leggja á það áherslu við bæði  Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, og Jalal Talabani forseta að ekki mætti fresta því að koma nýrri stjórnarskrá í gagnið í Írak og eins yrði að halda kosningar í landinu í desember.

Valgerður áfrýjar dómnum

Valgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hyggst áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur en í fyrradag féll dómur henni í óhag í skaðabótamáli hennar gegn ríkinu.

Samningamanni rænt í Bagdad

Uppreisnarmenn í Írak rændu í gær bandarískum samningamanni í Bagdad. Þar með eru að minnsta kostið sextán útlendingar í haldi uppreisnarmanna í Írak nú um stundir, meðal annars þrír rúmenskir blaðamenn sem rænt var fyrir skömmu. Alls hefur meira en tvö hundruð útlendingum verið rænt síðan ráðist var inn í Írak í mars árið 2003.

Enn munur á hillu- og kassaverði

Enn kom fram nokkur mismunur á milli hilluverðs og kassaverðs í verðkönnun <em>Morgunblaðsins</em> í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Bestar voru merkingarnar í Kaskó. Innkaupakarfan var ódýrust í Bónus, rétt liðlega fjögur þúsund krónur, næst í Kaskó, þá Nettó og Krónan var með hæsta verðið, tæpar fimm þúsund krónur fyrir körfuna.

Humarvertíðin fer illa af stað

Humarvertíðin fer óvenju illa af stað, einkum við austanverða suðurströndina. Vegna lélegra aflabragða eru færri bátar byrjaðir að veiða en til stóð þar sem eigendur þeirra telja það ekki svara kostnaði að róa fyrir jafn lítinn afla og raunin er.

Heilaæxli fylgi ekki farsímanotkun

Notkun farsíma eykur ekki líkurnar á heilaæxli samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Danmörku. Rannsóknin náði til rúmlega þúsund manna og leiddi í ljós að ekki er fylgni á milli notkunar farsíma og krabbameins í heila. Rannsakendur benda þó á að enn hafi ekki verið gerðar langtímarannsóknir á áhrifum farsíma þar sem tæknin hafi ekki verið nógu lengi við lýði.

Réðust gegn manni á Capitol-hæð

Lögreglumenn í Washington réðust í gær að grunsamlegum manni sem hafði staðið með tvær ferðatöskur utan við þinghúsið í Washington á Capitol-hæð um nokkra hríð og vildi fá að hitta George Bush forseta. Svæðið í kringum þinghúsið var rýmt um tíma um miðjan daginn í gær af ótta við að í ferðatöskunum væri sprengiefni.

Fann hassmola á víðavangi

Komið er í ljós að torkennilegur moli, sem átta ára drengur í Keflavík fann á víðavangi í fyrradag, er hass. Molinn var vafinn í umbúðafilmu og fannst móður drengsins hann eitthvað torkennilegur og fór með hann til lögreglu. Hann reyndist tæp fimm grömm að þyngd.

Veiða timbur í Lofoten

Húsbyggjendur í Lofoten í Norður-Noregi þurfa ekki lengur að hafa fyrir því að róa til fiskjar, verka hann og koma honum í verð til að eiga fyrir timbri heldur veiða þeir timbrið beint. Þar er nú allt umflotið í úrvalstimbri og má hver hirða sem hann getur enda stafar bátum hætta af timbrinu sem marar í hálfu kafi um allan sjó.

Um 150 manns enn undir rústum

Björgunarsveitarmenn í Bangladess börðust í morgun við að reyna að bjarga allt að 150 manns sem eru enn fastir undir rústum verksmiðjubyggingar sem hrundi í gær. Að minnsta kosti 26 lík hafa þegar fundist í rústunum en í gær og nótt tókst að bjarga nærri eitt hundrað manns undan rústunum.

Frakkar andvígir stjórnarskrá ESB

Ellefu síðustu skoðanakannanir benda allar til þess að meirihluti almennings í Frakklandi ætli að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins. Fyrir aðeins um tveim mánuðum var stuðningur við stjórnarskrána um sextíu prósent í Frakklandi en hann hefur hríðfallið undanfarið. Kosið verður um stjórnarskrána þann 29. maí.

Lögsækir ekki Bandaríkjamenn

Bobby Fischer hefur fallið frá lögsókn á hendur bandarískum stjórnvöldum sem þingfest var fyrir hann í San Diego í Bandaríkjunum daginn sem hann var látinn laus í Japan og hélt til Íslands.

Aukin neytendavernd

Fjarskiptafyrirtæki sem býður internetþjónustu er skylt að skýra áskrifendum sínum frá því hvenær þeir greiða fyrir niðurhal erlendis frá.

Og fjarskipti gæti jafnræðis

Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði í gær að Og fjarskiptum bæri að gæta jafnræðis í verði á samtengigjöldum á milli eigin deilda, Símans og erlendra fjarskiptafyrirtækja. Samtengigjöld eru gjöld sem fyrirtæki greiða hvert öðru fyrir að ljúka símtölum í þeirra kerfi.

Sviðsetja slys í Hvalfjarðargöngum

Almannavarnaæfing verður í Hvalfjarðargöngum á laugardaginn kemur og verða göngin því lokuð á milli 8 og 15 af þeim sökum. Í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Speli kemur fram að ætlunin sé að sviðsetja árekstur þar sem koma við sögu rúta og tveir fólksbílar neðst í göngunum.

Pólverjar frá Írak fyrir árslok

Pólskar hersveitir í Írak verða kallaðar heim fyrir lok árs, að sögn varnarmálaráðherra Póllands. Pólverjar höfðu látið í það skína að von væri á þessum tíðindum en þau koma sér engu að síður illa fyrir hersetuveldin í Írak. Bandaríkjamenn hafa þó engu að síður í hyggju að fækka í liði sínu í landinu.

Hvatti til að landtöku yrði hætt

George Bush Bandaríkjaforseti snupraði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fréttamannafundi í gær og olli undrun þegar hann hvatti til þess að landnámi á Vesturbakkanum yrði hætt.

Fékk um 75 þúsund fyrir álit

Forsætisráðuneytið greiddi Eiríki Tómassyni, lagaprófessor við Háskóla Íslands, 74.700 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, fyrir lögfræðiálit sem hann vann fyrir ráðuneytið um lögmæti þess að styðja innrásina í Írak án samþykkis utanríkismálanefndar.

Seldi veiðileyfi á spottprís

Stangveiðifélag Reykjavíkur seldi í ógáti allar stangirnar á opnunardaginn í Laxá í Kjós á Netinu og keypti einn og sami maðurinn allan pakkann sigri hrósandi.

Þróunin önnur en í nágrannalöndum

Aðeins fimm greindust með HIV-smit á síðasta ári en síðustu fimmtán árin hafa ekki greinst jafn fáir. Sóttvarnarlæknir segir þróunina hér aðra en í nágrannalöndunum.

Mannskæð veira í Angóla

Mannskæður og óhuggulegur vírus, svokallaður Marburg-vírus, veldur miklu mannfalli í Angóla. Fáum dögum eftir smit deyr fólk og engin lækning finnst.

Óvenju gróf líkamsárás

Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrrdag mál á hendur manni sem sakaður er um að hafa valdið öðrum manni miklu líkamstjóni á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut fjölmarga djúpa skurði á andlit og háls.

Ríkið frekast á bensín og áfengi

Ef meta ætti hvar íslenska ríkið grefur hvað dýpst í vasa þegna sinna er bensín- og áfengisverð það fyrsta sem kemur upp í huga þeirra Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings hjá Alþýðusambandinu og Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna.

Opið í Bláfjöllum í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað klukkan tvö og verður opið til klukkan níu í kvöld. Lyfturnar við Bláfjallaskála og eldri stólalyftan í Kóngsgili verða opnar allan tímann en Gosinn á suðursvæðinu verður opnaður klukkan fimm. Fjörmjólkurmótið mun fara fram í dag og á morgun við lyftuna Jón Bjarna og verður hún því ekki opin almenningi á meðan mótið stendur.

Fjórum börnum haldið í gíslingu

Maður vopnaður hnífi heldur fjórum börnum í gíslingu í kjallara húss í bænum Ennepetal í vesturhluta Þýskalands. Hann mun hafa tekið þau í gíslingu í rútu rétt fyrir hádegi í dag og svo haldið í kjallarann þar sem hann er enn. Lögregla segir að maðurin sé á fimmtugsaldri og hugsanlega af írönsku bergi brotinn. Hann hafi farið fram að fjölskylda hans fengi að koma til hans í Þýskalandi.

Modernus að gefast upp á blogginu

Modernus, sem rekur samræmda vefmælingu íhugar að hætta mælingu á íslenskum bloggvefjum, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Modernuss. Orðrétt segir á vef fyrirtækisins; "Eftir stendur að ekkert lát er á bloggæðinu svonefnda og að fyrr eða síðar kemur að því að of dýrt verður fyrir Modernus að mæla allar þessar síður, nema auknar tekjur komi til - því miður."

Mátti ráðstafa opnunardegi laxár

Forsvarsmenn Stangveiðifélags Reykjavíkur segja að opnunardagurinn í Laxá í Kjós hafi óvart farið í sölu í vefsölukerfi félagsins og kaupandinn hafi vinsamlega verið beðinn um að falla frá kaupum sínum á öllum stöngunum enda stendur til að nýta daginn til formlegrar opnunar með Veiðifélagi Kjósarhrepps. Því hafi hins vegar verið ranglega haldið fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að stangveiðifélagið hefði ekki ráðstöfunarrétt yfir opnunardeginum.

Gripu fyrrverandi Baath-leiðtoga

Íröksk stjórnvöld greindu frá því í dag að öryggissveitir hefðu handsamað mann sem var áður háttsettur innan Baath-flokks Saddams Husseins. Maðurinn heitir Fadhil Ibrahim Mahmud Al-Mashadani og er talinn hafa skipulagt og fjármagnað fjölmargara árásir uppreisnarsveita í Írak.

Evrópufræði kennd í Háskólanum

Háskóli Íslands hefur í fyrsta sinn hlotið styrk úr Jean Monnet áætlun Evrópusambandsins til að kenna námskeið um nýjungar í Evrópusamrunanum. Styrknum fylgir mikil viðurkenning fyrir Háskóla Íslands en hann er aðeins ætlaður þeim menntastofnunum sem þykja í fararbroddi í rannsóknum og kennslu Evrópufræða.

Ákærður fyrir barsmíðar með glasi

Maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að slá annan mann í andlitið með bjórglasi á Kaffi Austurstræti. Sá sem varð fyrir árásinni skaðaðist á auga og í andliti. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Styður hugmyndir um kaup Símans

Þingflokkur Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við hugmynd Agnesar Bragadóttur blaðamanns um að almenningur á Íslandi stofni félag kjölfestufjárfestis og geri í sameiningu tilboð í 45% eignahlut Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Lofa Súdönum fé til uppbyggingar

Súdönum hefur verið heitið fjórum komma fimm milljörðum dollara, um 275 milljörðum króna, á næstu þremur árum til endurreisnar í landinu eftir tuttugu og eins árs borgarastyrjöld. Þetta kom fram í lok tveggja daga ráðstefnu um framtíð Súdans sem haldin var í Osló, en alls tóku 60 þjóðir þátt í henni.

Flestir jákvæðari en neikvæðari

"Persónulega er ég bjartsýn á að sameiningin verði samþykkt enda heyrist mér flestir jákvæðari en neikvæðari," segir Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri sameiningarnefndar sveitarfélaga á vesturlandi. Fyrir dyrum standa kosningar íbúa þeirra fimm hreppa sem um ræðir en kosið er þann 23. apríl.

Vilja að Ágúst verði varaformaður

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna hvetur Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, til að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundinum í maí. Aðspurður segist Ágúst Ólafur vera jákvæður og ánægður með stuðnig unga fólksins. Hann segist ætla að taka ákvörðun fljótlega en fyrst þurfi hann að hugsa málið.

Og Vodafone skal gæta jafnræðis

Fyrirtækið Og Vodafone skal gæta jafnræðis að því er varðar svokallaða lúkningu símtala inn á farsímanet sitt samkvæmt ákvörðun Póst og fjarskiptastofnunar. Hefur fyrirtækið 30 daga til að sýna fram á með gögnum að fyrirmælunum hafi verið fylgt eftir að öðrum kosti verður gripið til annarra ráðstafana.

Sjá næstu 50 fréttir