Fleiri fréttir Tekur undir gagnrýni á stjórn SL Stjórn Meistarafélags húsasmiða tekur undir þá gagnrýni sem stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur sætt vegna starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins. Félagið telur milljónirnar 43 sem samið var um við starfslok framkvæmdastjórans vissulega vera sláandi háa tölu en þó nánast skiptimynt í samanburð við þá milljarða sem tapast hafa vegna lélegrar stjórnunar sjóðsins. 12.4.2005 00:01 Kona sem lifði af Hún sætti harkalegu kynferðisofbeldi af hendi stjúpföður síns frá fjögurra ára aldri. Þar kom að hún þurfti að velja á milli sín og fjölskyldu sinnar. Hún valdi sig. </font /></b /> 12.4.2005 00:01 Klamydía eykst aftur <font face="Helv"> </font>Klamydíutilfellum fjölgaði á milli ára 2003 - 2004. Þar með virðist þessi sjúkdómur heldur á uppleið aftur, eftir að úr tíðni hans hafði dregið á árinu 2003. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknisembættisins. 12.4.2005 00:01 Dansað á Bóhem án atvinnuleyfis Þrjár tékkneskar stúlkur hafa dansað á Bóhem, voru teknar án atvinnuleyfis og færðar til yfirheyrslu. Stúlkurnar voru kallaðar til skýrslutöku hjá lögreglu fyrir helgina og mættu svo fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til að staðfesta framburð sinn. Stúlkurnar viðurkenndu að hafa verið fengnar til landsins til að vinna við súludans á Bóhem. </font /></b /> 12.4.2005 00:01 Með rafrænan sjónvarpsvísi Fjarskiptafyrirtækið Hive ætlar að vera með vikulegan rafrænan dagskrárvísi í tengslum við sjónvarpsútsendingar sínar sem hefjast á netinu í vor. 12.4.2005 00:01 Frelsuðu fjórar stúlkur í gíslingu Lögregla í Þýskalandi hefur yfirbugað fimmtugan Írana sem rændi fjórum stúlkum og hélt þeim í gíslingu í bænum Ennepetal í norðvesturhluta landsins í dag. Maðurinn tók stúlkurnar í gíslingu í rútu fullri af skólabörnum skömmu fyrir hádegi og fór með þær í kjallara húss þar í bæ. Óttast var um líf stúlknanna þar sem maðurinn var vopnaður hnífi. 12.4.2005 00:01 Á batavegi eftir sjóslys Sjómaðurinn, sem slasaðist um borð í Snorra Sturlusyni aðfaranótt sunnudags og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu varnarliðsins, er á batavegi. Hann útskrifaðist af gjörgæsludeild í morgun og er nú á almennri skurðdeild. Búast má við að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. 12.4.2005 00:01 Hefur engin áhrif á okkar störf Ákvörðun um framtíðarstaðsetningu Háskólans í Reykjavík gæti verið tekin upp úr næstu helgi, en háskólaráð skólans hefur ásett sér að ákvörðun ráðsins, um hvort skólinn flytji í Vatnsmýrina í Reykjavík eða Urriðaholt í Garðabær, verði ljós í lok næstu viku. 12.4.2005 00:01 Kostar hundruð milljóna Verðstríðið á matvörumarkaði hefur fram að þessu kostað nokkur hundruð milljóna króna í heildina, varlega áætlað. Forsvarsmenn Krónunnar og Bónuss segja að verðstríðið sé enn í fullum gangi og verðið mjög lágt þó að bullið sé úr sögunni. 12.4.2005 00:01 Mælt með viðræðum við Serba Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælt með því að hafnar verði samingaviðræður við Serbíu og Svartfjallaland sem á endanum gætu leitt til inngöngu landins í bandalagið. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að serbnesk stjórnvöld hafa sýnt Stríðsglæpadómstólnum í Haag aukinn samstarfsvilja og framselt 13 menn sem grunaðir eru um stríðsglæpi í styrjöldinni á Balkanskaga á tíunda áratugnum. 12.4.2005 00:01 Landssímamálið aftur í dóm Hæstiréttur tekur Landssímamálið fyrir í dag. Ríkissaksóknari sagði fyrir héraðsdómi að vörn þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar í Landssímamálinu væri ótrúverðug. Þeir byggðu upp viðskiptaveldi á viðskiptaþekkingu sinni úr Verzlunarskólanum og undruðust ekki er fé streymdi úr sjóðum Símans án allra ábyrgða og undirskrifta.</font /></b /> 12.4.2005 00:01 Einelti tíðara í yngri bekkjum Helmingi fleiri nemendur í grunnskólum landsins verða fyrir einelti í 4. - 7. bekk, heldur en 8. - 10. bekk, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem kynntar voru í gær. Þær eru byggðar á svörum 6053 nemenda. 12.4.2005 00:01 Skip Hafrannsóknarstofnun í slipp Bæði rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson RE 30 og Árni Friðriksson RE 200 liggja nú í þurrkví hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfjarðarhöfn. Unnin eru hefðbundin verkefni við skipin, þvottur, málning og öxuldráttur. 12.4.2005 00:01 Fær styrk til Evrópukennslu Háskóli Íslands hefur hlotið styrk til næstu fimm ára frá Jean Monnet áætlun ESB í Evrópufræðum til að kenna námskeiðið Nýjungar í Evrópusamrunanum. Námskeiðið er hluti af nýju meistaranámi stjórnmálafræðiskorar í alþjóðasamskiptum sem hefst í haust. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland hlýtur styrk úr þessari áætlun ESB. 12.4.2005 00:01 Samruni mjólkurframleiðenda Mjólkursamsalan í Reykjavík (MS) og Mjólkurbú Flóamanna hafa sameinast undir einn hatt. Ný stjórn sameinaðs félags verður kosin 29. apríl næstkomandi, að sögn Magnúsar Sigurðssonar, stjórnarformanns MS. 12.4.2005 00:01 Dæmdur fyrir dópsmygl í Danmörku Íslendingur á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkinefnasmygl. Til stóð að flytja fíkniefnin til Íslands. 12.4.2005 00:01 Líkamspartar í tösku Sænska lögreglan telur að líkamspartarnir sem fundust í Stokkhólmi um helgina séu af sömu manneskju og þeir sem fundust í höfuðborginni í lok síðasta mánaðar. Í gær hvatti hún almenning til að aðstoða við rannsókn málsins. 12.4.2005 00:01 Bush kominn með iPod George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur eignast nýtt leikfang: stafræna vasadiskóið iPod. Þegar stund skapast á milli stríða notar Bush tækifærið og stundar líkamsrækt með dúndrandi dægurtónlist í eyrunum. 12.4.2005 00:01 Pólverjar hugsa sér til hreyfings Stjórnvöld í Póllandi áforma að draga herlið sitt frá Írak snemma næsta árs þegar ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaraðstoð við írösku ríkisstjórnina rennur úr gildi. 1.700 pólskir hermenn eru nú í Írak en stór hluti Pólverja er andsnúinn stríðsrekstrinum. 12.4.2005 00:01 Mótmælendur loka skóla Andstæðingar Ariels Sharon forsætisráðherra Ísraels lokuðu skólum í mótmælaskyni við áform um að leggja niður landnemabyggðir á Gaza-ströndinni. Sharon situr þó fastur við sinn keip um að stækka byggðir á Vesturbakkanum þrátt fyrir áminningu Bandaríkjaforseta. 12.4.2005 00:01 Almenningur vill kaupa Símann Á sjötta hundrað manns höfðu fyrr í kvöld skráð sig fyrir um 575 milljónum króna til kaupa á hlutabréfum í Símanum. Skráði fólk nafn sitt og upphæð á vefsíðu þar sem stefnan er sett á að vera meðal þriggja fjárfesta í Símanum. 12.4.2005 00:01 Negroponte yfirheyrður Bandaríkjaþing hóf í gær yfirheyrslur sínar yfir John Negroponte, sendiherra í Írak., en George W. Bush forseti hefur tilnefnt hann sem yfirmann yfir leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. 12.4.2005 00:01 Enn og aftur hamfarir á Súmötru Eins og á það væri bætandi hófst í morgun eldgos á Súmötru, skammt frá þeim slóðum sem urðu illa úti í jarðskjálftum og flóðbylgjunni um jólin. 12.4.2005 00:01 Réttarhöld halda áfram í Angers Réttarhöld fara nú fram í Angers í Frakklandi yfir 66 manns sem eru ákærð fyrir stórfellda kynferðislega misnotkun á 45 börnum. Dómarar heyrðu í gær vitnisburð þriggja fórnarlambanna. 12.4.2005 00:01 Styðja ekki samgönguáætlun Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. 12.4.2005 00:01 Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. 12.4.2005 00:01 Bush snupraði Sharon Snuprur en ekki stuðningur var það sem Ariel Sharon fékk á fundi með Bush Bandaríkjaforseta í gær. Bush lagði hart að Sharon að fylgja friðarvegvísinum og leggja bann við landnámi á svæðum Palestínumanna. 12.4.2005 00:01 Sagði þingmenn bera inn gróusögur Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. 12.4.2005 00:01 Ósætti meðal stjórnarliða Tveir stjórnarliðar segjast ekki styðja samgönguáætlun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Annar vegna þess að loforð séu svikin, hinn vegna þess að fjármunum til framkvæmda sé misskipt. 12.4.2005 00:01 Fær hljóðlátustu farþegavél heims Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. 12.4.2005 00:01 Vilja styrkja stöðu hjóna Hið opinbera hvetur fólk til að skilja, segja fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem flytja þingsályktunartilögu um að styrkja stöðu hjóna og sambúðarfólks. 12.4.2005 00:01 Nýr formaður danskra jafnaðarmanna Hin 38 ára gamla Helle Thorning-Schmidt sigraði í formannskjöri í danska Jafnaðarmannaflokknum sem leitt var til lykta í gær. Hún er fyrst kvenna til að gegna formennsku í flokknum í 134 ára sögu hans. 12.4.2005 00:01 Stúlkur frelsaðar úr gíslingu Liðsmenn sérsveitar þýsku lögreglunnar yfirbuguðu í gær mann, sem hafði rænt fjórum stúlkum úr skólabíl, vopnaður hnífum, og haldið þeim í fimm tíma í gíslingu í húsi í Ennepetal, smábæ nálægt Düsseldorf. 12.4.2005 00:01 Segir Japana þurfa að vinna traust Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, gaf í skyn í gær að Japanir verðskulduðu ekki að fá varanlegt sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Japan ættu eftir að vinna traust grannþjóðanna áður en þau öxluðu nýja ábyrgð á alþjóðavettvangi. 12.4.2005 00:01 Átök á Vesturbakkanum Til átaka kom í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun þegar ísraelskir hermenn gerðu áhlaup á nokkrar byggingar. Hermennirnir komu á tuttugu herbílum og þyrlu, umkringdu byggingarnar og skipuðu íbúum að fara út. Sögðust þeir leita palestínskra uppreisnarmanna. 11.4.2005 00:01 Meirihluti Norðmanna hlynntur ESB Meirihluti Norðmanna er nú hlynntur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnum sem gerð var fyrir norska ríkissjónvarpið og dagblaðið <em>Aftenposten</em>. 58 prósent Norðmanna vilja ganga í ESB og hefur stuðningur við það ekki mælst meiri síðan í maí í fyrra. Norðmenn hafa sem kunngt er tvisvar hafnað inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst árið 1971 og svo aftur árið 1994. 11.4.2005 00:01 Saddam kann að sleppa við dauðadóm Saddam Hussein kann að sleppa við dauðarefsingu. Að sögn embættismanns innan ríkisstjórnar Íraks eru í gangi samningaviðræður við súnníta í Írak sem hafa farið þess á leit við stjórnvöld að Saddam verði dæmdur í lífstíðarfangelsi en fái að halda lífi. Á móti myndu þeir beita sér fyrir því að uppreisnarmenn létu af árásum sínum. 11.4.2005 00:01 Fimm handteknir fyrir innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók samtals fimm innbrotsþjófa í tengslum við tvö innbrot í nótt þar sem þeir reyndu að stela verðmætum fyrir hundruð þúsunda króna. 11.4.2005 00:01 Hermönnum fækkað innan árs Bandarískum hermönnum í Írak verður líklega fækkað verulega þegar í byrjun næsta árs. Dagblaðið <em>New York Time</em>s hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum innan Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þeir segja að árásum uppreisnarmanna hafi fækkað verulega undanfarna mánuði og þá hafi meira en 150 þúsund írakskir þjóðvarðliðar þegar hlotið næga þjálfun til þess að hefja störf. 11.4.2005 00:01 Reykingar hafa áhrif á barnabörn Barnabörn kvenna sem reykja á meðgöngu eru meira en helmingi líklegri til þess að fá asma heldur en önnur börn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við læknaháskóla í Kaliforníu gerðu. Svo virðist sem breytingar á erfðaefni kunni að eiga sér stað hjá afkomendum kvenna sem reykja á meðgöngu. 11.4.2005 00:01 Forsetahjónin á Akureyri Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Dorritar Moussaieff forsetafrúar til Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins hófst klukkan hálfníu í morgun en þá tóku framámenn innan Akureyrarbæjar á móti þeim á flugvellinum. Forsetahjónin heimsækja ýmsa skóla og stofnanir og í kvöld verður fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni þangað sem öllum bæjarbúum er boðið. 11.4.2005 00:01 Snarpur skjálfti í Japan Jarðskjálfti upp á 6,1 á Richter varð rétt utan við Tókýó snemma í morgun en ekki hafa borist neinar fregnir af slysum eða verulegu eignatjóni. Loka þurfti tveim flugbrautum á Narita-flugvelli um stund en þær voru fljótlega opnaðar aftur. Yfirvöld í Tókýó hafa varað við að snarpir eftirskjálftar kunni að fylgja í kjölfar skjálftans í morgun. 11.4.2005 00:01 Hyggjast leyfa silíkon aftur Er silíkon hættulegt eða skaðlaust? Enn á ný er um þetta deilt í Bandaríkjunum þar sem stjórnvöld hafa nú í hyggju að aflétta banni við flestum tegundum sílíkonaðgerða sem verið hefur í gildi síðan árið 1992. Hópur vísindamanna hefur þegar mótmælt þessum áformum stjórnvalda og enn stefnir í harðvítugar deilur um hugsanlegar hættur af völdum silíkons og silíkonaðgerða. 11.4.2005 00:01 Dóms að vænta í apríllok Irena Kolesnikova, dómari í máli Míkhaíls Khodorkovskís, stofnanda og forstjóra Yukos-orkurisans í Rússlandi, tók sér í morgun frest til 27. apríl til að kveða upp dóm yfir honum. Hann er sakaður um skattsvik og fleiri refsiverð brot og hafa saksóknarar í málinu krafist að minnsta kosti tíu ára fangelsisdóms yfir honum. 11.4.2005 00:01 Vilja annars konar stóriðju Á nýafstöðnum aðalfundi Samfylkingarinnar í Eyjafirði þar sem ályktað var um atvinnumál og byggðaþróun vekur athygli að ekki er minnst á nýtt álver. Í ályktuninni segir að efla skuli stóriðju við Eyjafjörð í formi menntunar, ferðaþjónustu, heilbrigðismála og matvælaiðnaðar svo sem bláskeljaræktunar en ekki er minnst á álver. 11.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tekur undir gagnrýni á stjórn SL Stjórn Meistarafélags húsasmiða tekur undir þá gagnrýni sem stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur sætt vegna starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins. Félagið telur milljónirnar 43 sem samið var um við starfslok framkvæmdastjórans vissulega vera sláandi háa tölu en þó nánast skiptimynt í samanburð við þá milljarða sem tapast hafa vegna lélegrar stjórnunar sjóðsins. 12.4.2005 00:01
Kona sem lifði af Hún sætti harkalegu kynferðisofbeldi af hendi stjúpföður síns frá fjögurra ára aldri. Þar kom að hún þurfti að velja á milli sín og fjölskyldu sinnar. Hún valdi sig. </font /></b /> 12.4.2005 00:01
Klamydía eykst aftur <font face="Helv"> </font>Klamydíutilfellum fjölgaði á milli ára 2003 - 2004. Þar með virðist þessi sjúkdómur heldur á uppleið aftur, eftir að úr tíðni hans hafði dregið á árinu 2003. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknisembættisins. 12.4.2005 00:01
Dansað á Bóhem án atvinnuleyfis Þrjár tékkneskar stúlkur hafa dansað á Bóhem, voru teknar án atvinnuleyfis og færðar til yfirheyrslu. Stúlkurnar voru kallaðar til skýrslutöku hjá lögreglu fyrir helgina og mættu svo fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til að staðfesta framburð sinn. Stúlkurnar viðurkenndu að hafa verið fengnar til landsins til að vinna við súludans á Bóhem. </font /></b /> 12.4.2005 00:01
Með rafrænan sjónvarpsvísi Fjarskiptafyrirtækið Hive ætlar að vera með vikulegan rafrænan dagskrárvísi í tengslum við sjónvarpsútsendingar sínar sem hefjast á netinu í vor. 12.4.2005 00:01
Frelsuðu fjórar stúlkur í gíslingu Lögregla í Þýskalandi hefur yfirbugað fimmtugan Írana sem rændi fjórum stúlkum og hélt þeim í gíslingu í bænum Ennepetal í norðvesturhluta landsins í dag. Maðurinn tók stúlkurnar í gíslingu í rútu fullri af skólabörnum skömmu fyrir hádegi og fór með þær í kjallara húss þar í bæ. Óttast var um líf stúlknanna þar sem maðurinn var vopnaður hnífi. 12.4.2005 00:01
Á batavegi eftir sjóslys Sjómaðurinn, sem slasaðist um borð í Snorra Sturlusyni aðfaranótt sunnudags og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu varnarliðsins, er á batavegi. Hann útskrifaðist af gjörgæsludeild í morgun og er nú á almennri skurðdeild. Búast má við að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. 12.4.2005 00:01
Hefur engin áhrif á okkar störf Ákvörðun um framtíðarstaðsetningu Háskólans í Reykjavík gæti verið tekin upp úr næstu helgi, en háskólaráð skólans hefur ásett sér að ákvörðun ráðsins, um hvort skólinn flytji í Vatnsmýrina í Reykjavík eða Urriðaholt í Garðabær, verði ljós í lok næstu viku. 12.4.2005 00:01
Kostar hundruð milljóna Verðstríðið á matvörumarkaði hefur fram að þessu kostað nokkur hundruð milljóna króna í heildina, varlega áætlað. Forsvarsmenn Krónunnar og Bónuss segja að verðstríðið sé enn í fullum gangi og verðið mjög lágt þó að bullið sé úr sögunni. 12.4.2005 00:01
Mælt með viðræðum við Serba Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælt með því að hafnar verði samingaviðræður við Serbíu og Svartfjallaland sem á endanum gætu leitt til inngöngu landins í bandalagið. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að serbnesk stjórnvöld hafa sýnt Stríðsglæpadómstólnum í Haag aukinn samstarfsvilja og framselt 13 menn sem grunaðir eru um stríðsglæpi í styrjöldinni á Balkanskaga á tíunda áratugnum. 12.4.2005 00:01
Landssímamálið aftur í dóm Hæstiréttur tekur Landssímamálið fyrir í dag. Ríkissaksóknari sagði fyrir héraðsdómi að vörn þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar í Landssímamálinu væri ótrúverðug. Þeir byggðu upp viðskiptaveldi á viðskiptaþekkingu sinni úr Verzlunarskólanum og undruðust ekki er fé streymdi úr sjóðum Símans án allra ábyrgða og undirskrifta.</font /></b /> 12.4.2005 00:01
Einelti tíðara í yngri bekkjum Helmingi fleiri nemendur í grunnskólum landsins verða fyrir einelti í 4. - 7. bekk, heldur en 8. - 10. bekk, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem kynntar voru í gær. Þær eru byggðar á svörum 6053 nemenda. 12.4.2005 00:01
Skip Hafrannsóknarstofnun í slipp Bæði rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson RE 30 og Árni Friðriksson RE 200 liggja nú í þurrkví hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfjarðarhöfn. Unnin eru hefðbundin verkefni við skipin, þvottur, málning og öxuldráttur. 12.4.2005 00:01
Fær styrk til Evrópukennslu Háskóli Íslands hefur hlotið styrk til næstu fimm ára frá Jean Monnet áætlun ESB í Evrópufræðum til að kenna námskeiðið Nýjungar í Evrópusamrunanum. Námskeiðið er hluti af nýju meistaranámi stjórnmálafræðiskorar í alþjóðasamskiptum sem hefst í haust. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland hlýtur styrk úr þessari áætlun ESB. 12.4.2005 00:01
Samruni mjólkurframleiðenda Mjólkursamsalan í Reykjavík (MS) og Mjólkurbú Flóamanna hafa sameinast undir einn hatt. Ný stjórn sameinaðs félags verður kosin 29. apríl næstkomandi, að sögn Magnúsar Sigurðssonar, stjórnarformanns MS. 12.4.2005 00:01
Dæmdur fyrir dópsmygl í Danmörku Íslendingur á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkinefnasmygl. Til stóð að flytja fíkniefnin til Íslands. 12.4.2005 00:01
Líkamspartar í tösku Sænska lögreglan telur að líkamspartarnir sem fundust í Stokkhólmi um helgina séu af sömu manneskju og þeir sem fundust í höfuðborginni í lok síðasta mánaðar. Í gær hvatti hún almenning til að aðstoða við rannsókn málsins. 12.4.2005 00:01
Bush kominn með iPod George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur eignast nýtt leikfang: stafræna vasadiskóið iPod. Þegar stund skapast á milli stríða notar Bush tækifærið og stundar líkamsrækt með dúndrandi dægurtónlist í eyrunum. 12.4.2005 00:01
Pólverjar hugsa sér til hreyfings Stjórnvöld í Póllandi áforma að draga herlið sitt frá Írak snemma næsta árs þegar ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaraðstoð við írösku ríkisstjórnina rennur úr gildi. 1.700 pólskir hermenn eru nú í Írak en stór hluti Pólverja er andsnúinn stríðsrekstrinum. 12.4.2005 00:01
Mótmælendur loka skóla Andstæðingar Ariels Sharon forsætisráðherra Ísraels lokuðu skólum í mótmælaskyni við áform um að leggja niður landnemabyggðir á Gaza-ströndinni. Sharon situr þó fastur við sinn keip um að stækka byggðir á Vesturbakkanum þrátt fyrir áminningu Bandaríkjaforseta. 12.4.2005 00:01
Almenningur vill kaupa Símann Á sjötta hundrað manns höfðu fyrr í kvöld skráð sig fyrir um 575 milljónum króna til kaupa á hlutabréfum í Símanum. Skráði fólk nafn sitt og upphæð á vefsíðu þar sem stefnan er sett á að vera meðal þriggja fjárfesta í Símanum. 12.4.2005 00:01
Negroponte yfirheyrður Bandaríkjaþing hóf í gær yfirheyrslur sínar yfir John Negroponte, sendiherra í Írak., en George W. Bush forseti hefur tilnefnt hann sem yfirmann yfir leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. 12.4.2005 00:01
Enn og aftur hamfarir á Súmötru Eins og á það væri bætandi hófst í morgun eldgos á Súmötru, skammt frá þeim slóðum sem urðu illa úti í jarðskjálftum og flóðbylgjunni um jólin. 12.4.2005 00:01
Réttarhöld halda áfram í Angers Réttarhöld fara nú fram í Angers í Frakklandi yfir 66 manns sem eru ákærð fyrir stórfellda kynferðislega misnotkun á 45 börnum. Dómarar heyrðu í gær vitnisburð þriggja fórnarlambanna. 12.4.2005 00:01
Styðja ekki samgönguáætlun Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. 12.4.2005 00:01
Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. 12.4.2005 00:01
Bush snupraði Sharon Snuprur en ekki stuðningur var það sem Ariel Sharon fékk á fundi með Bush Bandaríkjaforseta í gær. Bush lagði hart að Sharon að fylgja friðarvegvísinum og leggja bann við landnámi á svæðum Palestínumanna. 12.4.2005 00:01
Sagði þingmenn bera inn gróusögur Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. 12.4.2005 00:01
Ósætti meðal stjórnarliða Tveir stjórnarliðar segjast ekki styðja samgönguáætlun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Annar vegna þess að loforð séu svikin, hinn vegna þess að fjármunum til framkvæmda sé misskipt. 12.4.2005 00:01
Fær hljóðlátustu farþegavél heims Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. 12.4.2005 00:01
Vilja styrkja stöðu hjóna Hið opinbera hvetur fólk til að skilja, segja fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem flytja þingsályktunartilögu um að styrkja stöðu hjóna og sambúðarfólks. 12.4.2005 00:01
Nýr formaður danskra jafnaðarmanna Hin 38 ára gamla Helle Thorning-Schmidt sigraði í formannskjöri í danska Jafnaðarmannaflokknum sem leitt var til lykta í gær. Hún er fyrst kvenna til að gegna formennsku í flokknum í 134 ára sögu hans. 12.4.2005 00:01
Stúlkur frelsaðar úr gíslingu Liðsmenn sérsveitar þýsku lögreglunnar yfirbuguðu í gær mann, sem hafði rænt fjórum stúlkum úr skólabíl, vopnaður hnífum, og haldið þeim í fimm tíma í gíslingu í húsi í Ennepetal, smábæ nálægt Düsseldorf. 12.4.2005 00:01
Segir Japana þurfa að vinna traust Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, gaf í skyn í gær að Japanir verðskulduðu ekki að fá varanlegt sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Japan ættu eftir að vinna traust grannþjóðanna áður en þau öxluðu nýja ábyrgð á alþjóðavettvangi. 12.4.2005 00:01
Átök á Vesturbakkanum Til átaka kom í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun þegar ísraelskir hermenn gerðu áhlaup á nokkrar byggingar. Hermennirnir komu á tuttugu herbílum og þyrlu, umkringdu byggingarnar og skipuðu íbúum að fara út. Sögðust þeir leita palestínskra uppreisnarmanna. 11.4.2005 00:01
Meirihluti Norðmanna hlynntur ESB Meirihluti Norðmanna er nú hlynntur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnum sem gerð var fyrir norska ríkissjónvarpið og dagblaðið <em>Aftenposten</em>. 58 prósent Norðmanna vilja ganga í ESB og hefur stuðningur við það ekki mælst meiri síðan í maí í fyrra. Norðmenn hafa sem kunngt er tvisvar hafnað inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst árið 1971 og svo aftur árið 1994. 11.4.2005 00:01
Saddam kann að sleppa við dauðadóm Saddam Hussein kann að sleppa við dauðarefsingu. Að sögn embættismanns innan ríkisstjórnar Íraks eru í gangi samningaviðræður við súnníta í Írak sem hafa farið þess á leit við stjórnvöld að Saddam verði dæmdur í lífstíðarfangelsi en fái að halda lífi. Á móti myndu þeir beita sér fyrir því að uppreisnarmenn létu af árásum sínum. 11.4.2005 00:01
Fimm handteknir fyrir innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók samtals fimm innbrotsþjófa í tengslum við tvö innbrot í nótt þar sem þeir reyndu að stela verðmætum fyrir hundruð þúsunda króna. 11.4.2005 00:01
Hermönnum fækkað innan árs Bandarískum hermönnum í Írak verður líklega fækkað verulega þegar í byrjun næsta árs. Dagblaðið <em>New York Time</em>s hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum innan Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þeir segja að árásum uppreisnarmanna hafi fækkað verulega undanfarna mánuði og þá hafi meira en 150 þúsund írakskir þjóðvarðliðar þegar hlotið næga þjálfun til þess að hefja störf. 11.4.2005 00:01
Reykingar hafa áhrif á barnabörn Barnabörn kvenna sem reykja á meðgöngu eru meira en helmingi líklegri til þess að fá asma heldur en önnur börn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við læknaháskóla í Kaliforníu gerðu. Svo virðist sem breytingar á erfðaefni kunni að eiga sér stað hjá afkomendum kvenna sem reykja á meðgöngu. 11.4.2005 00:01
Forsetahjónin á Akureyri Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Dorritar Moussaieff forsetafrúar til Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins hófst klukkan hálfníu í morgun en þá tóku framámenn innan Akureyrarbæjar á móti þeim á flugvellinum. Forsetahjónin heimsækja ýmsa skóla og stofnanir og í kvöld verður fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni þangað sem öllum bæjarbúum er boðið. 11.4.2005 00:01
Snarpur skjálfti í Japan Jarðskjálfti upp á 6,1 á Richter varð rétt utan við Tókýó snemma í morgun en ekki hafa borist neinar fregnir af slysum eða verulegu eignatjóni. Loka þurfti tveim flugbrautum á Narita-flugvelli um stund en þær voru fljótlega opnaðar aftur. Yfirvöld í Tókýó hafa varað við að snarpir eftirskjálftar kunni að fylgja í kjölfar skjálftans í morgun. 11.4.2005 00:01
Hyggjast leyfa silíkon aftur Er silíkon hættulegt eða skaðlaust? Enn á ný er um þetta deilt í Bandaríkjunum þar sem stjórnvöld hafa nú í hyggju að aflétta banni við flestum tegundum sílíkonaðgerða sem verið hefur í gildi síðan árið 1992. Hópur vísindamanna hefur þegar mótmælt þessum áformum stjórnvalda og enn stefnir í harðvítugar deilur um hugsanlegar hættur af völdum silíkons og silíkonaðgerða. 11.4.2005 00:01
Dóms að vænta í apríllok Irena Kolesnikova, dómari í máli Míkhaíls Khodorkovskís, stofnanda og forstjóra Yukos-orkurisans í Rússlandi, tók sér í morgun frest til 27. apríl til að kveða upp dóm yfir honum. Hann er sakaður um skattsvik og fleiri refsiverð brot og hafa saksóknarar í málinu krafist að minnsta kosti tíu ára fangelsisdóms yfir honum. 11.4.2005 00:01
Vilja annars konar stóriðju Á nýafstöðnum aðalfundi Samfylkingarinnar í Eyjafirði þar sem ályktað var um atvinnumál og byggðaþróun vekur athygli að ekki er minnst á nýtt álver. Í ályktuninni segir að efla skuli stóriðju við Eyjafjörð í formi menntunar, ferðaþjónustu, heilbrigðismála og matvælaiðnaðar svo sem bláskeljaræktunar en ekki er minnst á álver. 11.4.2005 00:01