Erlent

Gripu fyrrverandi Baath-leiðtoga

Íröksk stjórnvöld greindu frá því í dag að öryggissveitir hefðu handsamað mann sem var áður háttsettur innan Baath-flokks Saddams Husseins. Maðurinn heitir Fadhil Ibrahim Mahmud Al-Mashadani og er talinn hafa skipulagt og fjármagnað fjölmargara árásir uppreisnarsveita í Írak. Þá er hann einnig grunaður um að vera tengill fyrrverandi leiðtoga Baath-flokksins, sem sagðir eru í felum í Sýrlandi, og uppreisnarmanna í Írak. Al-Mashadani var forstöðumaður skrifstofu írakska hersins í stjórnartíð Saddams Husseins og hefur verið í felum frá falli stjórnar hans, en hann var gripinn á búgarði norðaustur af Bagdad í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×