Innlent

Humarvertíðin fer illa af stað

Humarvertíðin fer óvenju illa af stað, einkum við austanverða suðurströndina. Vegna lélegra aflabragða eru færri bátar byrjaðir að veiða en til stóð þar sem eigendur þeirra telja það ekki svara kostnaði að róa fyrir jafn lítinn afla og raunin er. Vísindamenn telja humarstofninn þó ekki í hættu og er sennilegasta skýringin sú að óvenju kaldur sjór hefur teygt sig inn á grunnið þar sem humarinn heldur sig en við þær aðstæður er talið að hann skríði síður út úr holum sínum þannig að hægt sé að veiða hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×