Erlent

Frakkar andvígir stjórnarskrá ESB

Ellefu síðustu skoðanakannanir benda allar til þess að meirihluti almennings í Frakklandi ætli að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins. Fyrir aðeins um tveim mánuðum var stuðningur við stjórnarskrána um sextíu prósent í Frakklandi en hann hefur hríðfallið undanfarið. Kosið verður um stjórnarskrána þann 29. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×