Innlent

Fartölvum stolið í tölvufyrirtæki

Brotist var inn í tölvufyrirtæki við Hringbraut í Keflavík um klukkkan þrjú í nótt og þaðan stolið nokkrum fartölvum. Þjófurinn eða þjófarnir hafa verið eldsnöggir því að þjófavarnakerfi fór í gang um leið og þeir brutu rúðu til að komast inn og voru öryggisvörður og lögreglumenn komnir á vettvang eftir andartak en þá voru þjófarnir á bak og burt. Þjófar sækjast mjög eftir fartölvum, stafrænum myndavélum og skjávörpum sem þykja góðir gjaldmiðlar í fíkniefnaheiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×