Erlent

Pólverjar frá Írak fyrir árslok

Pólskar hersveitir í Írak verða kallaðar heim fyrir lok árs, að sögn varnarmálaráðherra Póllands. Pólverjar höfðu látið í það skína að von væri á þessum tíðindum en þau koma sér engu að síður illa fyrir hersetuveldin í Írak. Bandaríkjamenn hafa þó engu að síður í hyggju að fækka í liði sínu í landinu. Fimm Írakar fórust og þrír særðust í borginni Mósúl í morgun þegar sprengja sprakk skammt frá bandarískri hervagnalest. Engar fregnir hafa borist af mannfalli úr röðum hermannanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×