Erlent

Réðust gegn manni á Capitol-hæð

Lögreglumenn í Washington réðust í gær að grunsamlegum manni sem hafði staðið með tvær ferðatöskur utan við þinghúsið í Washington á Capitol-hæð um nokkra hríð og vildi fá að hitta George Bush forseta. Svæðið í kringum þinghúsið var rýmt um tíma um miðjan daginn í gær af ótta við að í ferðatöskunum væri sprengiefni. Lögreglumennirnir náðu að koma aftan að manninum, stökkva á hann og draga hann í burtu. Hann var svo færður til yfirheyrslu og sprengjusérfræðingar skoðuðu töskurnar í þrjá klukkutíma uns þeir sannfærðust loks um að ekki væru í þeim sprengjur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×