Erlent

Evrópuþingið samþykkir stækkun ESB

Evrópuþingið samþykkti í gær fyrir sitt leyti að Rúmenía og Búlgaría fái aðild að sambandinu á árinu 2007. Samþykktin var þó gerð með þeim fyrirvara að í báðum löndum verði ýmsum umbótum hrint í framkvæmd áður en aðildarsamningarnir ganga í gildi. Til stendur að utanríkisráðherrar allra Evrópusambandslandanna 25 og starfsbræður þeirra frá Rúmeníu og Búlgaríu undirriti aðildarsamninga landanna tveggja hinn 25. apríl næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×