Innlent

Mátti ráðstafa opnunardegi laxár

Forsvarsmenn Stangveiðifélags Reykjavíkur segja að opnunardagurinn í Laxá í Kjós hafi óvart farið í sölu í vefsölukerfi félagsins og kaupandinn hafi vinsamlega verið beðinn um að falla frá kaupum sínum á öllum stöngunum enda stendur til að nýta daginn til formlegrar opnunar með Veiðifélagi Kjósarhrepps. Því hafi hins vegar verið ranglega haldið fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að stangveiðifélagið hefði ekki ráðstöfunarrétt yfir opnunardeginum. Þannig eigi samlíking við sölu þýfis ekki við rök að styðjast og leiðréttist það hér með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×