Erfið byrjun nýja formannsins 13. apríl 2005 00:01 Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira