Erlent

Veiða timbur í Lofoten

Húsbyggjendur í Lofoten í Norður-Noregi þurfa ekki lengur að hafa fyrir því að róa til fiskjar, verka hann og koma honum í verð til að eiga fyrir timbri heldur veiða þeir timbrið beint. Þar er nú allt umflotið í úrvalstimbri og má hver hirða sem hann getur enda stafar bátum hætta af timbrinu sem marar í hálfu kafi um allan sjó. Ekki er vitað hvaðan það er ættað en einna helst er talið að það hafi fallið fyrir borð af rússnesku timburflutningaskipi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×