Erlent

Rumsfeld óvænt til Íraks

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom óvænt til Íraks í morgun og mun í dag funda með nýjum stjórnarherrum í landinu. Í morgun sagðist Rumsfeld ætla að leggja á það áherslu við bæði  Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, og Jalal Talabani forseta að ekki mætti fresta því að koma nýrri stjórnarskrá í gagnið í Írak og eins yrði að halda kosningar í landinu í desember. Hann sagði nauðsynlegt að nýta þann meðbyr sem nú ríkti til þess að auka tiltrú almennings á stjórnkerfinu og því væri sérstaklega mikilvægt að berjast gegn spillingu og pólitískum hrossakaupum. Síðar í dag mun Rumsfeld svo ræða við yfirmenn Bandaríkjahers í Írak og halda fjölmennan fund með hluta af herliði Bandaríkjamanna í landinu. Hann vill þó ekkert gefa uppi um það hvenær standi til að byrja að fækka í herliði Bandaríkjamanna í Ír



Fleiri fréttir

Sjá meira


×