Erlent

Fjórum börnum haldið í gíslingu

Maður vopnaður hnífi heldur fjórum börnum í gíslingu í kjallara húss í bænum Ennepetal í vesturhluta Þýskalands. Hann mun hafa tekið þau í gíslingu í rútu rétt fyrir hádegi í dag og svo haldið í kjallarann þar sem hann er enn. Lögregla segir að maðurin sé á fimmtugsaldri og hugsanlega af írönsku bergi brotinn. Hann hafi farið fram að fjölskylda hans fengi að koma til hans í Þýskalandi. Sérsveitir lögreglu hafa umkringt húsið þar sem börnunum er haldið og er nú reynt að semja við manninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×