Innlent

Seldi veiðileyfi á spottprís

Stangveiðifélag Reykjavíkur seldi í ógáti allar stangirnar á opnunardaginn í Laxá í Kjós á Netinu og keypti einn og sami maðurinn allan pakkann sigri hrósandi. Kaupandinn og vinir hans munu þó ekki spranga um bakka Laxár í Kjós á opnunardaginn þrátt fyrir löglegan kaupsamning á stöngunum átta því að Stangveiðifélag Reykjavíkur setti stangirnar inn á Netið fyrir mistök. Fyrirtækið Lax ehf., sem að mestu er í eigu útlendinga, hefur ána á leigu af veiðifélagi veiðiréttareigenda, en hefur heimilað Stangveiðifélaginu að selja nokkra daga í ána í umboðssölu. Þá var uppsett verð fyrir stöng aðeins 17 þúsund krónur á vef Stangveiðifélagsins en samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar er markaðsverð einhvers staðar á bilinu 30 til 50 þúsund á opnunardaginn en hækkar svo þegar laxinn fer að ganga fyrir alvöru. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er kaupandinn heppni eða seinheppni tilbúinn til þess að leysa málið í góðu en ekki liggur fyrir í hverju þau gæði liggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×