Fleiri fréttir Drengir skotnir á Gaza Ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra unglinga á sunnanverðu Gaza-svæðinu í gær, með þeim afleiðingum að þrír unglingar létu lífið. Þetta er mannskæðasta atvikið sem átt hefur sér stað á Gaza síðan lýst var yfir vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna fyrir tveimur mánuðum. 9.4.2005 00:01 Fleiri umdeild handabönd Handabönd þjóðarleiðtoga við útför páfa ætla að draga dilk á eftir sér. Karl Bretaprins segist óvart hafa tekið í höndina á Mugabe, forseta Simbabve, og fær skammir fyrir. Og forseti Ísraels er sakaður um að ljúga því að Íransforseti hafi tekið í höndina á honum. 9.4.2005 00:01 Fjölmiðlanefnd: Líkist ritskoðun Tillaga fjölmiðlanefndar um skilyrði fyrir veitingu útvarpsleyfa líkist ritskoðun og mun stangast á við stjórnarskrá verði hún að lögum, segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður. 9.4.2005 00:01 Tedrykkja yfir brúðkaupinu Brúðkaupi Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles var fagnað víða í dag. Stjórn Hins konunglega fjelags á Íslandi kom til dæmis saman til tedrykkju yfir sjónvarpsútsendingu frá brúðkaupinu. 9.4.2005 00:01 Bæjarstjórinn fær víkingatign Einstaklingar á Akureyri hafa hug á að halda fjölþjóðlega víkingahátíð í bænum í júní, svo fremi að fjármögnun gangi eftir. Bæjarstjórinn verður gerður að heiðursvíkingi. 9.4.2005 00:01 Bóndinn ábyrgur fyrir kindinni Héraðsdómur Reykjavíkur gerði með dómi sínum í gær bónda ábyrgan fyrir kind sem slapp upp á þjóðveg og olli tjóni á bíl sem ók á hana. Lausaganga búfjár er bönnuð þar sem atvikið varð og er bóndinn talinn bera ábyrgð á því að hún slapp upp á veg. 8.4.2005 00:01 Gríðarlegur mannfjöldi í Róm Einhver fjölmennasta jarðarför sögunnar hófst klukkan átta þar sem Jóhannes Páll páfi II verður borinn til hinstu hvílu. Fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar eru viðstödd jarðarförina, auk fjölda annarra þjóðarleiðtoga. 8.4.2005 00:01 Enn jarðskjálftar í Indónesíu Enn á ný urðu nokkrir jarðskjálftar í Indónesíu í gærkvöldi og í nótt. Sterkasti skjálftinn mældist 5,6 á Richter og í kjölfarið fylgdu þrír skjálftar sem allir mældust um eða yfir fimm á Richter, sá síðasti nú undir morgun. Ekki er þó vitað til þess að nein meiðsl hafi orðið á fólki. 8.4.2005 00:01 Átján uppreisnarmenn drepnir Hermenn í Nepal drápu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn í nótt eftir að þeir skutu úr sprengjuvörpum að búðum hermanna í vesturhluta landsins í nótt. Níu hermenn særðust í átökunum en að sögn nepalska hersins hefur tekist að brjóta uppreisnarmennina á bak aftur. 8.4.2005 00:01 Ráðist á flutningabílstjóra í Írak Hópur byssumanna gerði árás á sex tyrkneska flutningabíla rétt norður af borginni Kirkuk í Írak í nótt. Eins bílstjóra er saknað og er jafnvel talið að honum hafi verið rænt. Fjórir bílstjórar særðust og voru fluttir á sjúkrahús. 8.4.2005 00:01 Ekki söguleg sátt í fjölmiðlamáli Því fer fjarri að söguleg sátt ríki um tillögur fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, segir í ályktun Frjálshyggjufélagsins. Þótt ýmis sósíalísk viðhorf hafi verið sætt með nýjum hugmyndum um skerðingu á tjáningarfrelsi frá fjölmiðlanefnd eru frelsisunnendur ekki sáttir, segja félagsmenn. 8.4.2005 00:01 Ný aðstaða Granda Verið er að byggja nýjan hafnarbakka við Sundahöfn. Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi hjá Faxaflóahöfnum, segir að lokið sé við byggingu fyrsta áfanga hafnarbakka við frystihús Granda. 8.4.2005 00:01 Ferðaþjónustan harmar gengið Samtök ferðaþjónustunnar lýstu á aðalfundi áhyggjum af því að tregðu væri farið að gæta í eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Þau bentu jafnframt á að þrátt fyrir að rúmlega 362 þúsund ferðamenn hafi komið á síðasta ári, 13 prósentum fleiri en árinu á undan, hafi gjaldeyristekjurnar aðeins vaxið um fimm prósent. 8.4.2005 00:01 Davíð lagður inn Davíð Oddsson utanríkisráðherra leggst inn á Landspítala - Háskólasjúkrahús í dag til áður ákveðinnar eftirmeðferðar vegna þeirra sjúkdóma sem meðhöndlaðir voru þar sl. sumar og haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Eins og kunnugt er var utanríkisráðherra skorinn upp vegna krabbameins á síðasta ári. 8.4.2005 00:01 Hundrað kennarar ræða sérsamninga Margir grunnskólakennarar vilja skoða sérsamninga á meðan aðrir telja þá ganga þvert á niðurstöðu síðustu kjaraviðræðna, segir skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ. Um hundrað kennarar mættu á málstofu Kennarafélags Reykjavíkur um bókun fimm í kjarasamningnum sem gefur svigrúm til sérsamninga í eitt ár. 8.4.2005 00:01 Láglaunafólk dýrast í Frakklandi Hvergi í heiminum er starfsmaður á lágmarkslaunum jafn dýr fyrir atvinnurekendur eins og í Frakklandi. Þegar allt er tekið með í reikninginn kostar starfsmaður á lágmarkslaunum um 54 prósent af kostnaði við starfsmann með meðaltekjur í Frakklandi. 8.4.2005 00:01 Loðfílaleifar finnast Fornleifafræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum fundu í vikunni mjög heillegar leifar af loðfíl sem talið er að verið hafi uppi fyrir um fimm hundruð þúsund árum. Leifar fílsins fundust á byggingarsvæði og þykja hafa varðveist óvenju vel. 8.4.2005 00:01 Fimm sækja um hjá RÚVAUST Fimm umsækjendur eru um starf forstöðumanns svæðisútvarps RÚV á Austurlandi sem auglýst var nýlega. 8.4.2005 00:01 200 manns látnir á þremur vikum Nú hafa fjórtán manns í viðbót látist í Angóla úr Marburg-veirunni sem er skyld hinni skæðu E-bóla veiru. Alls hafa tæplega 200 manns látist síðan útbreiðsla hennar hófst fyrir þremur vikum. 8.4.2005 00:01 80% háskólamenntaðra flytja Meira en áttatíu prósent af háskólamenntuðu fólki á Jamaíka og í Gvæjana flytjast til hinna auðugu ríkja OECD, þ.e. þeirra sem eru meðlimir í Samtökum olíuframleiðsluríkja. Á Trínidad og Haítí er brottfluttningur meira en sjötíu prósent. 8.4.2005 00:01 50% hærra olíuverð fyrir fiskiskip Meðalverð á olíu til fiskiskipa er fimmtíu prósentum hærra í dollurum talið það sem af er mánuðinum en það var að meðaltali í fyrra og horfa útvegsmenn jafnvel fram á tap af úthafskarfaveiðum og kolmunnaveiðum. 8.4.2005 00:01 Gamalt fólk lamið og bitið Allir öldrunarlæknar á landinu hafa séð dæmi um ofbeldi gagnvart sjúklingum sínum. Algengast sé að reynt sé að hafa af þeim fé. Öldrunarlæknir segir að fólk þurfi að átta sig á að líkamlegu ofbeldi linni ekki þótt eftirlaunaaldri sé náð.</font /></b /> 8.4.2005 00:01 Fjölmennasta jarðarför sögunnar? Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. 8.4.2005 00:01 Fækkun banaslysa minni á Íslandi Fækkun banaslysa hefur verið minni hér á landi síðustu ár en hjá nágrannalöndum okkar samkvæmt nýrri skýrslu Umferðarstofu. Umferðarverkfræðingur segir ýmsar skýringar vera á þessu eins og langt vegakerfi og fáir bílar. 8.4.2005 00:01 Ýmsar skýringar á verðbreytingunum Stóru olíufélögin þrjú, Essó, Skeljungur og Olís, sem nýverið hækkuðu verð á bensíni, drógu svo hækkuninina til baka og hækkuðu svo aftur í gær, gefa upp ýmsar skýringar á þessum verðbreytingum, ýmist að þær megi rekja til verðs á heimsmarkaði eða til markaðsaðstæðna á innanlandsmarkaði. 8.4.2005 00:01 Enginn þarf að taka við styrkjum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á aðalfundi landssambands kúabænda í dag að enginn væri neyddur til að taka við styrkjum frá ríkinu. Jafnframt sagði hann ekki vera bann við framleiðslu á ostum utan framleiðslukerfisins en miklar umræður hafa verið um nýja mjólkursamlagið, Mjólku ehf., sem hyggst framleiða osta án styrkja ríkisins. 8.4.2005 00:01 Stöðvuðu grunsamlega flugvél Flugvél sem stefndi á Rómarborg var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun á meðan útför Jóhannesar Páls páfa II fór fram. Grunur lék á að sprengja væri um borð í vélinni en að sögn talsmanns innan ítalska hersins kom í ljós eftir að leitað var í vélinni að grunurinn reyndist ekki á rökum reistur. 8.4.2005 00:01 Fengu frí vegna útfararinnar Fjöldi kaþólikka hér á landi fylgdist með útför páfa í dag. Öllum kaþólskum starfsmönnum Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað var gefið frí frá störfum í dag vegna útfararinnar og vinnslan er því keyrð á lágmarks afköstum þar sem stór hluti starfsmanna er pólskur. 8.4.2005 00:01 Brýtur blað í sögunni Pálína Ásgeirsdóttir hefur brotið blað í sögu íslenskra hjúkrunarfræðinga hjá Rauða krossinum. Hún verður fyrst þeirra til að setjast í stól yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um mánaðamót og hlakkar til. </font /></b /> 8.4.2005 00:01 Falsaðar happaþrennur til lögreglu Fölsun á happaþrennum er ein leið sem óprúttnir reyna til að svíkja út fjármuni. Þrjár slíkar falsanir voru nýlega kærðar til lögreglunnar í Reykjavík. Mest er um að svikararnir reyni að svíkja út fimm þúsund króna vinninga. </font /></b /> 8.4.2005 00:01 Þrír létust í Kaíró Þrír létust í sprengjuárás á útimarkaði í Kaíró í Egyptalandi í gær. Markaðurinn er vinsæll meðal ferðamanna og í sprengingunni létust bandarískur maður, frönsk kona og sá sem grunaður er um sprenginguna. 8.4.2005 00:01 Ágreiningur um Íbúðalánasjóð "Þegar menn tala um að Íbúðalánasjóður eigi að einbeita sér að einhvers konar félaglegum lánum þá finnst mér skorta upplýsingar um hvað menn eiga við með þessu", segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. 8.4.2005 00:01 Ágreiningur um Íbúðalánasjóð "Þegar menn tala um að Íbúðalánasjóður eigi að einbeita sér að einhvers konar félaglegum lánum þá finnst mér skorta upplýsingar um hvað menn eiga við með þessu", segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. 8.4.2005 00:01 Pólverjar á Íslandi syrgja páfa Gera má ráð fyrir að meginþorri allra Pólverja á Íslandi hafi tekið sér frí frá störfum í gær til að geta fylgst með sjónvarpsútsendingum frá útför Jóhannesar Páls páfa annars. 8.4.2005 00:01 Grefur ekki undan kerfinu Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur að starfsemi og tilvist Mjólku, sem hyggst starfa utan við greiðslumarkskerfið, grafi ekki undan kerfinu hjá kúabændum. 8.4.2005 00:01 Leita veggjakrotara með þyrlum Yfirvöld í Þýskalandi hafa fengið sig fullsödd af þeim sem stunda veggjakrot, eða svokallað „graffiti“, í borgum og bæjum landsins og hafa nú gripið til stórtækra aðgerða. Þýska lögreglan er nefnilega byrjuð að leita uppi veggjakrotarana í skjóli nætur með þyrlum og myndavélum sem hægt að er að nota í myrkri. 8.4.2005 00:01 Vill setja skilyrði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur koma til greina að setja skilyrði um að vextir á lánum kúabænda hjá Lánasjóði landbúnaðarins verði ekki hækkaðir upp fyrir ákveðið mark fyrstu árin eftir sölu skuldabréfanna og að skuldararnir geti fært skuldabréfin annað ef þeir telja vextina ekki nógu hagstæða. 8.4.2005 00:01 Óska Mjólku velfarnaðar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra telur að starfsemi nýja mjólkurbúsins Mjólku standist lög. "Mér sýnist að bændum sé heimilt að standa utan við kerfið. Það er ekkert sem bannar framleiðslu á ostum utan greiðsulmarks," segir hann. 8.4.2005 00:01 Hlýnar á landinu Hlýnað hefur á öllu landinu síðasta sólarhring nema á Norðausturlandi; þar er snjókoma. Ekki er hægt með vissu að segja til um hvort komi annað kuldakast en samkvæmt dagatalinu og ferðum lóunnar er vorið komið. 8.4.2005 00:01 Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. 8.4.2005 00:01 Stjórnvöld samþykki dagskrárstefnu Fjölmiðlanefnd leggur til að ljósvakamiðlum verði gert að fá samþykki opinbers stjórnvalds fyrir dagskrárstefnu sinni og að slíkt samþykki verði skilyrði leyfisveitingar. Stjórnarformaður Og Vodafone kallar þetta „yfir-ritstjórn“ ríkisins og efast um að það standist prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. 8.4.2005 00:01 Milljónir við útför páfa Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. 8.4.2005 00:01 Helstu auðlindir Íslands? Fimm kílómetra djúpar borholur með um sex hundrað gráðu heitri gufu gætu orðið helstu auðlindir Íslands ef tilraunaboranir Landsvirkjunar og samstarfsfyrirtækja ganga vel. 8.4.2005 00:01 6 milljarða niðurskurður Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. 8.4.2005 00:01 Hættulegar aukaverkanir gigtarlyfs Gigtarlyfið Bextra verður tekið af markaði á næstunni vegna gruns um hættulegar aukaverkanir. Fyrir hálfu ári var gigtarlyfið Vioxx innkallað af sömu ástæðu. 8.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Drengir skotnir á Gaza Ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra unglinga á sunnanverðu Gaza-svæðinu í gær, með þeim afleiðingum að þrír unglingar létu lífið. Þetta er mannskæðasta atvikið sem átt hefur sér stað á Gaza síðan lýst var yfir vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna fyrir tveimur mánuðum. 9.4.2005 00:01
Fleiri umdeild handabönd Handabönd þjóðarleiðtoga við útför páfa ætla að draga dilk á eftir sér. Karl Bretaprins segist óvart hafa tekið í höndina á Mugabe, forseta Simbabve, og fær skammir fyrir. Og forseti Ísraels er sakaður um að ljúga því að Íransforseti hafi tekið í höndina á honum. 9.4.2005 00:01
Fjölmiðlanefnd: Líkist ritskoðun Tillaga fjölmiðlanefndar um skilyrði fyrir veitingu útvarpsleyfa líkist ritskoðun og mun stangast á við stjórnarskrá verði hún að lögum, segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður. 9.4.2005 00:01
Tedrykkja yfir brúðkaupinu Brúðkaupi Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles var fagnað víða í dag. Stjórn Hins konunglega fjelags á Íslandi kom til dæmis saman til tedrykkju yfir sjónvarpsútsendingu frá brúðkaupinu. 9.4.2005 00:01
Bæjarstjórinn fær víkingatign Einstaklingar á Akureyri hafa hug á að halda fjölþjóðlega víkingahátíð í bænum í júní, svo fremi að fjármögnun gangi eftir. Bæjarstjórinn verður gerður að heiðursvíkingi. 9.4.2005 00:01
Bóndinn ábyrgur fyrir kindinni Héraðsdómur Reykjavíkur gerði með dómi sínum í gær bónda ábyrgan fyrir kind sem slapp upp á þjóðveg og olli tjóni á bíl sem ók á hana. Lausaganga búfjár er bönnuð þar sem atvikið varð og er bóndinn talinn bera ábyrgð á því að hún slapp upp á veg. 8.4.2005 00:01
Gríðarlegur mannfjöldi í Róm Einhver fjölmennasta jarðarför sögunnar hófst klukkan átta þar sem Jóhannes Páll páfi II verður borinn til hinstu hvílu. Fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar eru viðstödd jarðarförina, auk fjölda annarra þjóðarleiðtoga. 8.4.2005 00:01
Enn jarðskjálftar í Indónesíu Enn á ný urðu nokkrir jarðskjálftar í Indónesíu í gærkvöldi og í nótt. Sterkasti skjálftinn mældist 5,6 á Richter og í kjölfarið fylgdu þrír skjálftar sem allir mældust um eða yfir fimm á Richter, sá síðasti nú undir morgun. Ekki er þó vitað til þess að nein meiðsl hafi orðið á fólki. 8.4.2005 00:01
Átján uppreisnarmenn drepnir Hermenn í Nepal drápu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn í nótt eftir að þeir skutu úr sprengjuvörpum að búðum hermanna í vesturhluta landsins í nótt. Níu hermenn særðust í átökunum en að sögn nepalska hersins hefur tekist að brjóta uppreisnarmennina á bak aftur. 8.4.2005 00:01
Ráðist á flutningabílstjóra í Írak Hópur byssumanna gerði árás á sex tyrkneska flutningabíla rétt norður af borginni Kirkuk í Írak í nótt. Eins bílstjóra er saknað og er jafnvel talið að honum hafi verið rænt. Fjórir bílstjórar særðust og voru fluttir á sjúkrahús. 8.4.2005 00:01
Ekki söguleg sátt í fjölmiðlamáli Því fer fjarri að söguleg sátt ríki um tillögur fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, segir í ályktun Frjálshyggjufélagsins. Þótt ýmis sósíalísk viðhorf hafi verið sætt með nýjum hugmyndum um skerðingu á tjáningarfrelsi frá fjölmiðlanefnd eru frelsisunnendur ekki sáttir, segja félagsmenn. 8.4.2005 00:01
Ný aðstaða Granda Verið er að byggja nýjan hafnarbakka við Sundahöfn. Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi hjá Faxaflóahöfnum, segir að lokið sé við byggingu fyrsta áfanga hafnarbakka við frystihús Granda. 8.4.2005 00:01
Ferðaþjónustan harmar gengið Samtök ferðaþjónustunnar lýstu á aðalfundi áhyggjum af því að tregðu væri farið að gæta í eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Þau bentu jafnframt á að þrátt fyrir að rúmlega 362 þúsund ferðamenn hafi komið á síðasta ári, 13 prósentum fleiri en árinu á undan, hafi gjaldeyristekjurnar aðeins vaxið um fimm prósent. 8.4.2005 00:01
Davíð lagður inn Davíð Oddsson utanríkisráðherra leggst inn á Landspítala - Háskólasjúkrahús í dag til áður ákveðinnar eftirmeðferðar vegna þeirra sjúkdóma sem meðhöndlaðir voru þar sl. sumar og haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Eins og kunnugt er var utanríkisráðherra skorinn upp vegna krabbameins á síðasta ári. 8.4.2005 00:01
Hundrað kennarar ræða sérsamninga Margir grunnskólakennarar vilja skoða sérsamninga á meðan aðrir telja þá ganga þvert á niðurstöðu síðustu kjaraviðræðna, segir skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ. Um hundrað kennarar mættu á málstofu Kennarafélags Reykjavíkur um bókun fimm í kjarasamningnum sem gefur svigrúm til sérsamninga í eitt ár. 8.4.2005 00:01
Láglaunafólk dýrast í Frakklandi Hvergi í heiminum er starfsmaður á lágmarkslaunum jafn dýr fyrir atvinnurekendur eins og í Frakklandi. Þegar allt er tekið með í reikninginn kostar starfsmaður á lágmarkslaunum um 54 prósent af kostnaði við starfsmann með meðaltekjur í Frakklandi. 8.4.2005 00:01
Loðfílaleifar finnast Fornleifafræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum fundu í vikunni mjög heillegar leifar af loðfíl sem talið er að verið hafi uppi fyrir um fimm hundruð þúsund árum. Leifar fílsins fundust á byggingarsvæði og þykja hafa varðveist óvenju vel. 8.4.2005 00:01
Fimm sækja um hjá RÚVAUST Fimm umsækjendur eru um starf forstöðumanns svæðisútvarps RÚV á Austurlandi sem auglýst var nýlega. 8.4.2005 00:01
200 manns látnir á þremur vikum Nú hafa fjórtán manns í viðbót látist í Angóla úr Marburg-veirunni sem er skyld hinni skæðu E-bóla veiru. Alls hafa tæplega 200 manns látist síðan útbreiðsla hennar hófst fyrir þremur vikum. 8.4.2005 00:01
80% háskólamenntaðra flytja Meira en áttatíu prósent af háskólamenntuðu fólki á Jamaíka og í Gvæjana flytjast til hinna auðugu ríkja OECD, þ.e. þeirra sem eru meðlimir í Samtökum olíuframleiðsluríkja. Á Trínidad og Haítí er brottfluttningur meira en sjötíu prósent. 8.4.2005 00:01
50% hærra olíuverð fyrir fiskiskip Meðalverð á olíu til fiskiskipa er fimmtíu prósentum hærra í dollurum talið það sem af er mánuðinum en það var að meðaltali í fyrra og horfa útvegsmenn jafnvel fram á tap af úthafskarfaveiðum og kolmunnaveiðum. 8.4.2005 00:01
Gamalt fólk lamið og bitið Allir öldrunarlæknar á landinu hafa séð dæmi um ofbeldi gagnvart sjúklingum sínum. Algengast sé að reynt sé að hafa af þeim fé. Öldrunarlæknir segir að fólk þurfi að átta sig á að líkamlegu ofbeldi linni ekki þótt eftirlaunaaldri sé náð.</font /></b /> 8.4.2005 00:01
Fjölmennasta jarðarför sögunnar? Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. 8.4.2005 00:01
Fækkun banaslysa minni á Íslandi Fækkun banaslysa hefur verið minni hér á landi síðustu ár en hjá nágrannalöndum okkar samkvæmt nýrri skýrslu Umferðarstofu. Umferðarverkfræðingur segir ýmsar skýringar vera á þessu eins og langt vegakerfi og fáir bílar. 8.4.2005 00:01
Ýmsar skýringar á verðbreytingunum Stóru olíufélögin þrjú, Essó, Skeljungur og Olís, sem nýverið hækkuðu verð á bensíni, drógu svo hækkuninina til baka og hækkuðu svo aftur í gær, gefa upp ýmsar skýringar á þessum verðbreytingum, ýmist að þær megi rekja til verðs á heimsmarkaði eða til markaðsaðstæðna á innanlandsmarkaði. 8.4.2005 00:01
Enginn þarf að taka við styrkjum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á aðalfundi landssambands kúabænda í dag að enginn væri neyddur til að taka við styrkjum frá ríkinu. Jafnframt sagði hann ekki vera bann við framleiðslu á ostum utan framleiðslukerfisins en miklar umræður hafa verið um nýja mjólkursamlagið, Mjólku ehf., sem hyggst framleiða osta án styrkja ríkisins. 8.4.2005 00:01
Stöðvuðu grunsamlega flugvél Flugvél sem stefndi á Rómarborg var neydd til að lenda fyrir utan borgina í morgun á meðan útför Jóhannesar Páls páfa II fór fram. Grunur lék á að sprengja væri um borð í vélinni en að sögn talsmanns innan ítalska hersins kom í ljós eftir að leitað var í vélinni að grunurinn reyndist ekki á rökum reistur. 8.4.2005 00:01
Fengu frí vegna útfararinnar Fjöldi kaþólikka hér á landi fylgdist með útför páfa í dag. Öllum kaþólskum starfsmönnum Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað var gefið frí frá störfum í dag vegna útfararinnar og vinnslan er því keyrð á lágmarks afköstum þar sem stór hluti starfsmanna er pólskur. 8.4.2005 00:01
Brýtur blað í sögunni Pálína Ásgeirsdóttir hefur brotið blað í sögu íslenskra hjúkrunarfræðinga hjá Rauða krossinum. Hún verður fyrst þeirra til að setjast í stól yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um mánaðamót og hlakkar til. </font /></b /> 8.4.2005 00:01
Falsaðar happaþrennur til lögreglu Fölsun á happaþrennum er ein leið sem óprúttnir reyna til að svíkja út fjármuni. Þrjár slíkar falsanir voru nýlega kærðar til lögreglunnar í Reykjavík. Mest er um að svikararnir reyni að svíkja út fimm þúsund króna vinninga. </font /></b /> 8.4.2005 00:01
Þrír létust í Kaíró Þrír létust í sprengjuárás á útimarkaði í Kaíró í Egyptalandi í gær. Markaðurinn er vinsæll meðal ferðamanna og í sprengingunni létust bandarískur maður, frönsk kona og sá sem grunaður er um sprenginguna. 8.4.2005 00:01
Ágreiningur um Íbúðalánasjóð "Þegar menn tala um að Íbúðalánasjóður eigi að einbeita sér að einhvers konar félaglegum lánum þá finnst mér skorta upplýsingar um hvað menn eiga við með þessu", segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. 8.4.2005 00:01
Ágreiningur um Íbúðalánasjóð "Þegar menn tala um að Íbúðalánasjóður eigi að einbeita sér að einhvers konar félaglegum lánum þá finnst mér skorta upplýsingar um hvað menn eiga við með þessu", segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. 8.4.2005 00:01
Pólverjar á Íslandi syrgja páfa Gera má ráð fyrir að meginþorri allra Pólverja á Íslandi hafi tekið sér frí frá störfum í gær til að geta fylgst með sjónvarpsútsendingum frá útför Jóhannesar Páls páfa annars. 8.4.2005 00:01
Grefur ekki undan kerfinu Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur að starfsemi og tilvist Mjólku, sem hyggst starfa utan við greiðslumarkskerfið, grafi ekki undan kerfinu hjá kúabændum. 8.4.2005 00:01
Leita veggjakrotara með þyrlum Yfirvöld í Þýskalandi hafa fengið sig fullsödd af þeim sem stunda veggjakrot, eða svokallað „graffiti“, í borgum og bæjum landsins og hafa nú gripið til stórtækra aðgerða. Þýska lögreglan er nefnilega byrjuð að leita uppi veggjakrotarana í skjóli nætur með þyrlum og myndavélum sem hægt að er að nota í myrkri. 8.4.2005 00:01
Vill setja skilyrði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur koma til greina að setja skilyrði um að vextir á lánum kúabænda hjá Lánasjóði landbúnaðarins verði ekki hækkaðir upp fyrir ákveðið mark fyrstu árin eftir sölu skuldabréfanna og að skuldararnir geti fært skuldabréfin annað ef þeir telja vextina ekki nógu hagstæða. 8.4.2005 00:01
Óska Mjólku velfarnaðar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra telur að starfsemi nýja mjólkurbúsins Mjólku standist lög. "Mér sýnist að bændum sé heimilt að standa utan við kerfið. Það er ekkert sem bannar framleiðslu á ostum utan greiðsulmarks," segir hann. 8.4.2005 00:01
Hlýnar á landinu Hlýnað hefur á öllu landinu síðasta sólarhring nema á Norðausturlandi; þar er snjókoma. Ekki er hægt með vissu að segja til um hvort komi annað kuldakast en samkvæmt dagatalinu og ferðum lóunnar er vorið komið. 8.4.2005 00:01
Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. 8.4.2005 00:01
Stjórnvöld samþykki dagskrárstefnu Fjölmiðlanefnd leggur til að ljósvakamiðlum verði gert að fá samþykki opinbers stjórnvalds fyrir dagskrárstefnu sinni og að slíkt samþykki verði skilyrði leyfisveitingar. Stjórnarformaður Og Vodafone kallar þetta „yfir-ritstjórn“ ríkisins og efast um að það standist prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. 8.4.2005 00:01
Milljónir við útför páfa Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni. 8.4.2005 00:01
Helstu auðlindir Íslands? Fimm kílómetra djúpar borholur með um sex hundrað gráðu heitri gufu gætu orðið helstu auðlindir Íslands ef tilraunaboranir Landsvirkjunar og samstarfsfyrirtækja ganga vel. 8.4.2005 00:01
6 milljarða niðurskurður Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. 8.4.2005 00:01
Hættulegar aukaverkanir gigtarlyfs Gigtarlyfið Bextra verður tekið af markaði á næstunni vegna gruns um hættulegar aukaverkanir. Fyrir hálfu ári var gigtarlyfið Vioxx innkallað af sömu ástæðu. 8.4.2005 00:01