Gamalt fólk lamið og bitið 13. október 2005 19:01 Rannsóknir erlendis sýna að þrír til fimm af hverjum eitt hundrað öldruðum verða fyrir ofbeldi. Það kom fram á ráðstefnu um ofbeldi gegn öldruðum sem haldin var á Akureyri. Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir alla öldrunarlækna á landinu hafa séð dæmi um ofbeldi gegn ölduðum: "Bæði þar sem um er að ræða vanrækslu og jafnvel líkamlegt ofbeldi og sannarlega oft þar sem fólk misnotar sér aðstöðu sína til að hafa fé af gömlu fólki." Ólafur segir ofbeldið fjórflokkað: "Því er skipt upp í líkamleg ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanrækslu og fjárhagslega misbeitingu." Hann segir algengast að reynt sé að hafa fé af fólki. Haft sé í hótunum eða reynt að ná því með klækjum. Þar fari bæði óskyldir og ættingar fram. "Við sjáum einnig dæmi um vanrækslu. Oftast er hún ekki meðvituð heldur hefur umönnunaraðili ekki aðgang að þeim úrræðum sem þurfa. Við sjáum líka dæmi um andlegt ofbeldi. Talað er niður til fólks eða það lagt í einelti. Einnig hittum við eldra fólk sem hefur verið lamið, hrint, slegið til eða bitið," segir Ólafur. Kristjana Sigmundsdóttir, félagsráðgjafi í útskriftaröldrunarteymi hjá Landsspítala-háskólasjúkrahúsi, segir umræðuna um ofbeldi gegn öldruðum einu bestu forvörnina. Viðhorfið gagnvart öldruðum þurfi að breytast. "Taka þarf á forræðishyggjunni sem ríkt hefur gagnvart öldruðum og þessari þunnu himnu umönnunnar og ofbeldis," segir Kristjana: "Ef við ættum okkur draum hefðum við eitthvert teymi eða stöð þangað sem fólk gæti leitað og tilkynnt um ofbeldi sem ekki er tilkynnt til lögreglu. Við gætum þá tekið á því." Ólafur segir eldra fólk ekki lenda oftar í ofbeldi en fólk á öðrum aldri: "Menn hugsa oft ekki út í það en þegar fólk hefur búið í aðstæðum þar sem ofbeldi hefur viðgengist hættir það ekki þó að einhver fer á eftirlaunaaldur." Rætt verður um ofbeldið í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar á mánudag. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Rannsóknir erlendis sýna að þrír til fimm af hverjum eitt hundrað öldruðum verða fyrir ofbeldi. Það kom fram á ráðstefnu um ofbeldi gegn öldruðum sem haldin var á Akureyri. Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir alla öldrunarlækna á landinu hafa séð dæmi um ofbeldi gegn ölduðum: "Bæði þar sem um er að ræða vanrækslu og jafnvel líkamlegt ofbeldi og sannarlega oft þar sem fólk misnotar sér aðstöðu sína til að hafa fé af gömlu fólki." Ólafur segir ofbeldið fjórflokkað: "Því er skipt upp í líkamleg ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanrækslu og fjárhagslega misbeitingu." Hann segir algengast að reynt sé að hafa fé af fólki. Haft sé í hótunum eða reynt að ná því með klækjum. Þar fari bæði óskyldir og ættingar fram. "Við sjáum einnig dæmi um vanrækslu. Oftast er hún ekki meðvituð heldur hefur umönnunaraðili ekki aðgang að þeim úrræðum sem þurfa. Við sjáum líka dæmi um andlegt ofbeldi. Talað er niður til fólks eða það lagt í einelti. Einnig hittum við eldra fólk sem hefur verið lamið, hrint, slegið til eða bitið," segir Ólafur. Kristjana Sigmundsdóttir, félagsráðgjafi í útskriftaröldrunarteymi hjá Landsspítala-háskólasjúkrahúsi, segir umræðuna um ofbeldi gegn öldruðum einu bestu forvörnina. Viðhorfið gagnvart öldruðum þurfi að breytast. "Taka þarf á forræðishyggjunni sem ríkt hefur gagnvart öldruðum og þessari þunnu himnu umönnunnar og ofbeldis," segir Kristjana: "Ef við ættum okkur draum hefðum við eitthvert teymi eða stöð þangað sem fólk gæti leitað og tilkynnt um ofbeldi sem ekki er tilkynnt til lögreglu. Við gætum þá tekið á því." Ólafur segir eldra fólk ekki lenda oftar í ofbeldi en fólk á öðrum aldri: "Menn hugsa oft ekki út í það en þegar fólk hefur búið í aðstæðum þar sem ofbeldi hefur viðgengist hættir það ekki þó að einhver fer á eftirlaunaaldur." Rætt verður um ofbeldið í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar á mánudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira