Erlent

Þrír létust í Kaíró

Þrír létust í sprengjuárás á útimarkaði í Kaíró í Egyptalandi í gær. Markaðurinn er vinsæll meðal ferðamanna og í sprengingunni létust bandarískur maður, frönsk kona og sá sem grunaður er um sprenginguna. Óþekktur hópur sem kallar sig „Stolt íslams“ hefur lýst tilræðinu á hendur sér í tölvupósti sem ekki hefur tekist að rekja. Í póstinum sagði að einn meðlimur hópsins hefði sprengt sig í loft upp í mótmælaskyni við harðstjórn egypskra og bandarískra stjórnvalda í heimshlutanum. Tíu eru enn sárir á sjúkrahúsi eftir árásina en sprengjan var fyllt nöglum. Reynt er að bera kennsla á sprengjumanninn með DNA-rannsóknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×