Innlent

Hlýnar á landinu

Hlýnað hefur á öllu landinu síðasta sólarhring nema á Norðausturlandi; þar er snjókoma. Ekki er hægt með vissu að segja til um hvort komi annað kuldakast en samkvæmt dagatalinu og ferðum lóunnar er vorið komið. Milt veður verður nánast um allt land um helgina en núna er rigning og stillt veður nánast um allt land. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir þó að veður geti kólnað lítllega á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Skíðasvæði eru opin víða norðanlands eins og á Siglufirði og í Hlíðarfjalli þar sem opnar klukkan tvö. Lokað er í Bláfjöllum vegna rigningar og þoku en þar var opið í gær frá klukkan tvö til níu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×