Innlent

Ferðaþjónustan harmar gengið

Samtök ferðaþjónustunnar lýstu á aðalfundi áhyggjum af því að tregðu væri farið að gæta í eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Þau bentu jafnframt á að þrátt fyrir að rúmlega 362 þúsund ferðamenn hafi komið á síðasta ári, 13 prósentum fleiri en árinu á undan, hafi gjaldeyristekjurnar aðeins vaxið um fimm prósent. Samtökin lýstu yfir vonbrigðum sínum með að á sama tíma og gengi krónunnar drægi úr eftirpurn eftir ferðum til Íslands skuli draga úr opinberum framlögum til markaðsmála í ferðaþjónustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×