Fjölmiðlanefnd: Líkist ritskoðun 9. apríl 2005 00:01 Tillaga fjölmiðlanefndar um skilyrði fyrir veitingu útvarpsleyfa líkist ritskoðun og mun stangast á við stjórnarskrá verði hún að lögum, segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður. Fjölmiðlanefnd kynnti skýrslu sína í fyrradag. Hróbjartur segir að honum lítist við fyrstu sýn nokkuð vel á afrakstur nefndarstarfsins, verkefnið hafi verið umfangsmikið og áreiðanlega ekki auðvelt. Verið sé að takmarka mannréttindi þar sem nú ríki algert frelsi sem verði skert verulega. Þá sé mikilvægt að löggjafinn geri þær takmarkanir með málefnalegum hætti, vitanlega á grundvelli lögmæts markmiðs og gæti meðalhófs. „Mér sýnist það heilt yfir vera í skýrslunni, þó ef frá er talið það skilyrði að hið opinbera þurfi að samþykkja dagskrárstefnu ljósvakamiðla,“ segir Hróbjartur. Skilyrðið sem hér um ræðir er eftirfarandi: Í útvarpslögum segir: „Útvarpsstöðvar skulu gera útvarpsréttarnefnd grein fyrir þeirri dagskrárstefnu sem fyrirhuguð er, svo og fyrirhugaðri grundvallarbreytingu á áður kynntri dagskrá.“ Tillaga fjölmiðlanefndar hljóðar svo: „Nefndin gerir það að tillögu sinni að það verði skilyrði leyfisveitingar til útvarpsrekstrar að dagskrárstefna liggi fyrir og samþykkja þurfi meiriháttar breytingar á henni.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins og einn fjölmiðlanefndarmanna, segir á heimasíðu sinni um þetta mál: „Ég get fullyrt með hönd á hjarta að ekkert hefur verið fjær okkur sem starfað höfum í þessari nefnd, en að reyna að koma á einhvers konar takmörkunum á tjáningarfrelsi eða ritskoðun.“ Magnús segir að aðeins sé verið að endurspegla ákvæði í núverandi lögum. Hróbjartur telur tillögu fjölmiðlanefndar hins vegar ganga lengra. Í núverandi lögum sé talað um að gerð sé grein fyrir dagskrárstefnunni en í tillögu nefndarinnar sé talað um samþykki hins opinbera áður en leyfi fæst. Hróbjartur vitnar til þess þegar Hæstiréttur sýknaði Halldór Laxness og fleiri fyrir að hafa gefið Hrafnkötlu út með nútímastafsetningu, með þeim rökum að útgáfa rita sem væri háð leyfi ríkisins jafngilti ritskoðun. Hann telur þetta nálgast það að vera ritskoðun. Fjöldi lögfræðinga tjáði sig um hið fræga fjölmiðlafrumvarp í fyrra en þeir sem fréttastofa hafði samband við í dag áttu flestir eftir að kynna sér innihald skýrslunnar og hafa því ekki enn myndað sér skoðun á tillögunum. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Tillaga fjölmiðlanefndar um skilyrði fyrir veitingu útvarpsleyfa líkist ritskoðun og mun stangast á við stjórnarskrá verði hún að lögum, segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður. Fjölmiðlanefnd kynnti skýrslu sína í fyrradag. Hróbjartur segir að honum lítist við fyrstu sýn nokkuð vel á afrakstur nefndarstarfsins, verkefnið hafi verið umfangsmikið og áreiðanlega ekki auðvelt. Verið sé að takmarka mannréttindi þar sem nú ríki algert frelsi sem verði skert verulega. Þá sé mikilvægt að löggjafinn geri þær takmarkanir með málefnalegum hætti, vitanlega á grundvelli lögmæts markmiðs og gæti meðalhófs. „Mér sýnist það heilt yfir vera í skýrslunni, þó ef frá er talið það skilyrði að hið opinbera þurfi að samþykkja dagskrárstefnu ljósvakamiðla,“ segir Hróbjartur. Skilyrðið sem hér um ræðir er eftirfarandi: Í útvarpslögum segir: „Útvarpsstöðvar skulu gera útvarpsréttarnefnd grein fyrir þeirri dagskrárstefnu sem fyrirhuguð er, svo og fyrirhugaðri grundvallarbreytingu á áður kynntri dagskrá.“ Tillaga fjölmiðlanefndar hljóðar svo: „Nefndin gerir það að tillögu sinni að það verði skilyrði leyfisveitingar til útvarpsrekstrar að dagskrárstefna liggi fyrir og samþykkja þurfi meiriháttar breytingar á henni.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins og einn fjölmiðlanefndarmanna, segir á heimasíðu sinni um þetta mál: „Ég get fullyrt með hönd á hjarta að ekkert hefur verið fjær okkur sem starfað höfum í þessari nefnd, en að reyna að koma á einhvers konar takmörkunum á tjáningarfrelsi eða ritskoðun.“ Magnús segir að aðeins sé verið að endurspegla ákvæði í núverandi lögum. Hróbjartur telur tillögu fjölmiðlanefndar hins vegar ganga lengra. Í núverandi lögum sé talað um að gerð sé grein fyrir dagskrárstefnunni en í tillögu nefndarinnar sé talað um samþykki hins opinbera áður en leyfi fæst. Hróbjartur vitnar til þess þegar Hæstiréttur sýknaði Halldór Laxness og fleiri fyrir að hafa gefið Hrafnkötlu út með nútímastafsetningu, með þeim rökum að útgáfa rita sem væri háð leyfi ríkisins jafngilti ritskoðun. Hann telur þetta nálgast það að vera ritskoðun. Fjöldi lögfræðinga tjáði sig um hið fræga fjölmiðlafrumvarp í fyrra en þeir sem fréttastofa hafði samband við í dag áttu flestir eftir að kynna sér innihald skýrslunnar og hafa því ekki enn myndað sér skoðun á tillögunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira