Fjölmennasta jarðarför sögunnar? 13. október 2005 19:01 Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira