Erlent

Leita veggjakrotara með þyrlum

Yfirvöld í Þýskalandi hafa fengið sig fullsödd af þeim sem stunda veggjakrot, eða svokallað „graffiti“, í borgum og bæjum landsins og hafa nú gripið til stórtækra aðgerða. Þýska lögreglan er nefnilega byrjuð að leita uppi veggjakrotarana í skjóli nætur með þyrlum og myndavélum sem hægt að er að nota í myrkri og hefur þetta strax gefið góða raun í höfuðborginni, Berlín. Aðferðin hefur verið harðlega gagnrýnd á þýska þinginu og segja andstæðingar hennar að þessi „James Bond aðferð“ sé langt út fyrir allan þjófabálk og líkjast helst hausaveiðum. Stuðningsmenn lögregluaðgerðarinnar segja þetta eina svarið til að stemma stigu við síauknu veggjakroti í borgum og bæjum landsins sem kosti þjóðfélagið milljarða króna á hverju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×