Erlent

Loðfílaleifar finnast

Fornleifafræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum fundu í vikunni mjög heillegar leifar af loðfíl sem talið er að verið hafi uppi fyrir um fimm hundruð þúsund árum. Leifar fílsins fundust á byggingarsvæði og þykja hafa varðveist óvenju vel. Þannig voru til að mynda báðar augntennur dýrsins alveg heilar. Talið er að dýrið hafi verið nærri fjögurra metra hátt og tennurnar sem fundust voru hvor um sig tæpir tveir metrar að lengd. Þó að dýrið sé of gamalt til þess að hægt sé að ákvarða aldur þess með geislakolum gæti fundurinn reynst mjög mikilvægur sökum þess hve vel leifar fílsins hafa varðveist, í öll þessi fimm hundruð þúsund ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×