Erlent

Drengir skotnir á Gaza

Ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra unglinga á sunnanverðu Gaza-svæðinu í gær, með þeim afleiðingum að þrír unglingar létu lífið. Þetta er mannskæðasta atvikið sem átt hefur sér stað á Gaza síðan lýst var yfir vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna fyrir tveimur mánuðum. Atvikið varð í Rafah-flóttamannabúðunum, næst landamærunum að Egyptalandi. Það bætir á spennuna sem orsakast hefur af áformaðri göngu herskárra gyðinga á stað í Jerúsalem sem er helgur í augum trúaðra Palestínumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×