Hættulegar aukaverkanir gigtarlyfs 13. október 2005 19:01 Gigtarlyfið Bextra verður tekið af markaði á næstunni vegna gruns um hættulegar aukaverkanir. Fyrir hálfu ári var gigtarlyfið Vioxx innkallað af sömu ástæðu. Eftir viðræður Lyfjastofnunar Evrópu og Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna við Pfizer-lyfjaframleiðandann var ákveðið að hætta sölu og dreifingu á Bextra. Lyfið kom á markað hérlendis í október árið 2003 og var selt fyrir 15,4 milljónir króna í fyrra. Ekki er unnt að fá upplýsingar um nákvæman fjölda notenda hér á landi en fjöldi dagskammta á hverja þúsund íbúa er 1,54 sem gefur þá hugmynd að notendur gætu verið eitthvað á annað þúsund á hverjum degi. Hættulegar aukaverkanir Bextra eru fyrst og fremst slæm áhrif á hjarta- og æðakerfi. Bextra er ekki fyrsta gigtarlyfið sem tekið er af markaði vegna þessa því Vioxx var tekið af markaði í október í fyrra og búið er að gefa út viðvörun vegna gigtarlyfsins Celebra. Aðspurður hvers vegna ekki sé vitað um umræddar aukaverkanir áður en lyfin eru sett á markað segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir að áður en þau fari á markaðinn séu gerðar rannsóknir með þau á nokkur þúsund sjúklingum að jafnaði. Það sé hins vegar oft ekki nægilegt, enn fleiri sjúklingar verði að taka lyfin í miklu magni og þannig varð ekki ljóst með aukaverkanir Vioxx fyrr en sjúklingar höfðu tekið lyfið í eitt og hálft ár. Matthías segir suma sjúklinga sem eiga erfitt með að þola gömlu lyfin einfaldlega kjósa að taka þessi lyf áfram, þrátt fyrir áhættuna, þar sem þau auki lífsgæði þeirra. „Aðalatriðið er að engum upplýsingum sé leynt fyrir sjúklingum heldur ræði læknirinn og sjúklingur bæði það gagn og ógagn sem lyfin geta valdið,“ segir Matthías. Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Gigtarlyfið Bextra verður tekið af markaði á næstunni vegna gruns um hættulegar aukaverkanir. Fyrir hálfu ári var gigtarlyfið Vioxx innkallað af sömu ástæðu. Eftir viðræður Lyfjastofnunar Evrópu og Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna við Pfizer-lyfjaframleiðandann var ákveðið að hætta sölu og dreifingu á Bextra. Lyfið kom á markað hérlendis í október árið 2003 og var selt fyrir 15,4 milljónir króna í fyrra. Ekki er unnt að fá upplýsingar um nákvæman fjölda notenda hér á landi en fjöldi dagskammta á hverja þúsund íbúa er 1,54 sem gefur þá hugmynd að notendur gætu verið eitthvað á annað þúsund á hverjum degi. Hættulegar aukaverkanir Bextra eru fyrst og fremst slæm áhrif á hjarta- og æðakerfi. Bextra er ekki fyrsta gigtarlyfið sem tekið er af markaði vegna þessa því Vioxx var tekið af markaði í október í fyrra og búið er að gefa út viðvörun vegna gigtarlyfsins Celebra. Aðspurður hvers vegna ekki sé vitað um umræddar aukaverkanir áður en lyfin eru sett á markað segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir að áður en þau fari á markaðinn séu gerðar rannsóknir með þau á nokkur þúsund sjúklingum að jafnaði. Það sé hins vegar oft ekki nægilegt, enn fleiri sjúklingar verði að taka lyfin í miklu magni og þannig varð ekki ljóst með aukaverkanir Vioxx fyrr en sjúklingar höfðu tekið lyfið í eitt og hálft ár. Matthías segir suma sjúklinga sem eiga erfitt með að þola gömlu lyfin einfaldlega kjósa að taka þessi lyf áfram, þrátt fyrir áhættuna, þar sem þau auki lífsgæði þeirra. „Aðalatriðið er að engum upplýsingum sé leynt fyrir sjúklingum heldur ræði læknirinn og sjúklingur bæði það gagn og ógagn sem lyfin geta valdið,“ segir Matthías.
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira