Innlent

Ágreiningur um Íbúðalánasjóð

Þetta eru svör Árna við þeim ummælum Geirs Haarde fjármálaráðherra á ráðstefnu Sambands banka og verðbréfafyrirtækja um að framvindan á íbúðalánamarkaðnum vekti upp spurningar um eðlilega verkaskiptingu milli Íbúðalánasjóðs og bankanna. Telur Geir eðlilegt að hlutur sjóðsins beinist í framtíðinni í meira mæli að félagslegum þáttum og þeim landshlutum sem markaðurinn sýnir minni áhuga. Árni segist alls ekki útiloka það að hlutverk Íbúðalánasjóðs muni breytast í framtíðinni en telur þessa umræðu ekki tímabæra. "Í mínum huga snýst þetta um eitt lykilatriði og um það mun ég standa vörð, að okkur ber skylda til þess, að fólk hvar sem það er, eigi þess kost að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sem hagkvæmast verð, segir Árni Magnússon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×