Fleiri fréttir Munur á vatnsgjaldi eftir búsetu Kópavogsbúar þurfa að borga um tvöfalt meira fyrir neysluvatn en Reykvíkingar. 15.2.2005 00:01 Rafik Hariri ráðinn af dögum Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons. 15.2.2005 00:01 Kennslukona giftist nemanda sínum Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk. 15.2.2005 00:01 Nýtt illvígt afbrigði HIV veiru Læknar í New York hafa fundið nýtt afbrigði af HIV-veirunni sem engin lyf vinna á. Þeir sem fá veiruna virðast veikjast mun fyrr af alnæmi en hinir sem smitast af hefðbundnum stofni. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum tíðindum, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. 15.2.2005 00:01 Bush boðar hörku George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra. 15.2.2005 00:01 Rauði Ken hneykslar gyðinga Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. 15.2.2005 00:01 Heitasta árið framundan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b /> 15.2.2005 00:01 Óttast frekari árásir í Líbanon Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. 15.2.2005 00:01 Íslendingur í haldi í Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Öll áhöfnin bjargaðist. Skipbrotsmenn voru fluttir til Sómalíu og hafa Íslendingurinn og Norðmennirnir ekki enn fengið að halda heimleiðis, en aðrir úr áhöfninni voru heimamenn. 15.2.2005 00:01 Hótað að myrða nemendur Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann. 15.2.2005 00:01 Mikið manntjón í eldsvoða Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing. 15.2.2005 00:01 Slapp vel eftir hátt fall Iðnaðarmaður féll hátt á fjórða metra ofan af húsi á Ísafirði í gær en slapp ótrúlega vel. Hann var fluttur á sjúkrahúsið og kom þá í ljós að hann var ekkert brotinn en síðan hefur hann gengist undir rannsóknir til að kanna hvort hann hafi meiðst eitthvað innvortis. 15.2.2005 00:01 Margir stöðvaðir fyrir hraðakstur Lögreglan í Kópavogi stöðvaði hátt í þrjátíu ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir of hraðan akstur í bænum. Sá sem hraðast fór mældist á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 70 kílómetrar. Auk þessa voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir annars konar umferðalagabrot. Sektir vegna hraðabrotanna hlaupa að líkindum á hundruðum þúsunda króna. 15.2.2005 00:01 Hálf milljón kemst ekki til vinnu Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega. 15.2.2005 00:01 Aðeins búið að veiða helming kvóta Þrátt fyrir góða loðnuveiði eru loðnuskipin ekki búin að veiða nema um það bil helming af 780 þúsund tonna kvóta á þessari vertíð. Ótíð og fremur dræm veiði upp á síðkastið hefur dregið kraftinn úr veiðunum en sjómenn vonast til að nýjar göngur komi upp á landgrunnið sem hægt verði að veiða. 15.2.2005 00:01 Yfir 200 létust í námuslysi í Kína Meira en tvö hundruð manns létust í sprengingu í námu í norðurhluta Kína í gær. Rúmlega tuttugu slösuðust og þrettán eru enn fastir inni í námunni. Óhöpp af þessu tagi eru gríðarlega algeng í Kína og þannig létust meira en 4000 manns í sambærilegum sprengingum á síðasta ári í landinu. 15.2.2005 00:01 Enn fækkar fólki á Vestfjörðum 225 manns fluttu af höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í fyrra, sem er mun meira en áður. Það nægði þó ekki til að stöðva fólksfækkun á Vestfjörðum því 346 Vestfirðingar fluttu á höfuðborgasvæðið. Ef aðeins er litið á brottflutninginn frá Vestfjörðum þá lætur nærri að tíu prósent Vestfirðinga hafi flutt í aðra landshluta í fyrra. 15.2.2005 00:01 Vita ekki hvað mjólkin kostar Nærri átta af hverjum tíu unglingum í Bretlandi hafa ekki hugmynd um hvað mjólkurpottur kostar en flestir þekkja þeir þó verðið á nýjum MP-3 spilara. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar þar sem einnig kemur fram að meira en helmingur breskra ungmenna hefur meiri áhyggjur af útliti sínu en fjárhag. 15.2.2005 00:01 Sementsskip strandar í Álaborg Norskt sementsflutningaskip, skráð á Marshall-eyjum, strandaði með fullfermi á leið út úr höfninni í Álaborg í nótt og situr þar fast. Tólf manna áhöfn skipsins, sem að öllum líkindum var á leið til Íslands, er ekki í hættu en göt munu hafa komið á skrokk skipsins og er óttast að olía kunni að fara að leka úr því ef það næst ekki brátt á flot aftur. 15.2.2005 00:01 Ríflega 200 týndu lífi Rúmlega tvö hundruð námaverkamenn fórust í mikilli gassprengingu í kínverskri kolanámu í fyrrakvöld. Auk hinna látnu slösuðust tugir manna og í það minnsta þrettán eru enn fastir í jörðinni. 15.2.2005 00:01 Innflytjendur HIV-prófaðir Ef tillögur breskra íhaldsmanna ná fram að ganga munu allir innflytjendur sem koma til Bretlands frá löndum utan Evrópu undirgangast sjúkdómapróf. 15.2.2005 00:01 Tíu þúsund börn munaðarlaus Allt að tíu þúsund börn í Aceh-héraði í Indónesíu eru munaðarlaus í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mun lægri tala en óttast var í upphafi, en alls fórust um 240 þúsund íbúar í héraðinu eða er enn saknað. Lítill hluti munaðarlausu barnanna á engan að þar sem heilu ættirnar þurrkuðust út. 15.2.2005 00:01 Ánægjulegir endurfundir Örvæntingarfullri leit indónesískrar konu að tíu ára gömlum syni sínum sem týndist eftir hamfaraflóðin á annan dag jóla er loksins lokið. Tilviljun réði því að mæðginin sameinuðust á ný. 15.2.2005 00:01 Annar maður með nýtt HIV-afbrigði? Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York. 15.2.2005 00:01 Einn lést í sprengingu í Írak Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust við eftirlit þegar sprengja sprakk nærri þeim í Bakúba í Írak í gærkvöld. Talið er að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir, en alls hafa rúmlega 1100 bandarískir hermenn fallið í valinn í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir tæpum tveimur árum. 15.2.2005 00:01 Kreppa og reiði í stað friðar Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi er í dag stjórnmálakreppa og reiði. 15.2.2005 00:01 Sökk undan ströndum Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er en mennirnir hafa ítrekað þurft að mæta fyrir rétt. 15.2.2005 00:01 Ákærð fyrir stórfellt smygl Sjö manns, fimm karlmenn og tvær konur, eru ákærðir fyrir smygl á eitt þúsund e-töflum og 130 grömmum af kókaíni í janúar í fyrra. Efnið kom með pósti til landsins. 15.2.2005 00:01 Þorskhængar syngja og dansa Norskir fiskifræðingar hafa komist að því að þorskhængar syngja og dansa til að laða til sín hrygnur, sem vilja að þeir svilji hrogn þeirra. 15.2.2005 00:01 Rætt um endurkomu Kristins Stjórn þingflokks Framsóknarflokksins hefur átt í viðræðum við Kristin H. Gunnarsson að undanförnu um að hann endurheimti fyrri stöðu í nefndum Alþingis. Búist er við að það dragi til tíðinda á sérstökum þingflokksfundi í kvöld. Formaður þingflokksins segir þó eingöngu um reglubundinn kvöldverðarfund þingflokksins að ræða. 15.2.2005 00:01 Kristall Plús fer á markað Umhverfisstofnun hefur leyft Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni að setja vítamínbætt sódavatn á markað, en Lýðheilsustöð hafði gert athugasemdir við það. 15.2.2005 00:01 Þjóðin syrgir látinn leiðtoga Ekki er vitað með vissu hverjir réðu Rafik Hariri bana í Beirút í fyrradag en ekki er útilokað að sýrlensk stjórnvöld eða skjólstæðingar þeirra beri þar ábyrgð. Þjóðarsorg ríkir í Líbanon. 15.2.2005 00:01 60 manns fórust í moskubruna Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar. 15.2.2005 00:01 Benda á fjármálaráðherra Verð á áfengi hér á landi er ekki svo hátt vegna hárrar álagningar heildsala heldur vegna ofurskattlagningar á áfengi. Þetta segir Félag íslenskrar stjórkaupmanna í yfirlýsingu sem send hefur verið út vegna ummæla Geirs H. Haarde fjármálaráðherra 11. febrúar þar sem hann hvatti áfengisheildsala til að lækka álagningu á áfengi. 15.2.2005 00:01 Mistök í útkalli á Vestfjörðum Sjúkrabíll frá Ísafirði var kallaður til fyrir mistök þegar óskað var eftir aðstoð eftir að 73 ára maður í Bolungarvík hafði hnigið niður meðvitundarlaus. Sjúkrabíllinn frá Ísafirði var fimmtán mínútur á leiðinni en það hefði tekið sjúkrabíl úr Bolungarvík mun styttri tíma að komast á staðinn. Þegar sjúkrabíllinn kom að var maðurinn látinn. Greint er frá þessu á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði. 15.2.2005 00:01 Áfengisgjald skýrir ekki hátt verð Hátt áfengisgjald hér á landi skýrir ekki eitt og sér hátt verð á léttvíni og bjór á íslenskum veitingahúsum heldur er álagning veitingamanna á bilinu 130 til 360 prósent. Samgönguráðherra lét taka saman skýrslu um verð á áfengi vegna umræðu um það að áfengisgjaldið skekki samkeppnisstöðu Íslands sem ferðamannalands. 15.2.2005 00:01 Leitað að námumönnum á lífi Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa. 15.2.2005 00:01 Aukafjárveiting vegna hamfara Ríkisstjórnin hefur samþykkt sérstaka aukafjárveitingu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Framlagið er tíu milljónir króna og er í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa reitt af hendi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. 15.2.2005 00:01 Atvinnuleysi minnkar á landinu Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun fjölgaði atvinnulausum örlítið í janúar frá því í desember. Þegar búið er að leiðrétta atvinnuleysistölur fyrir árstíðabundnum sveiflum sést hins vegar að atvinnuleysi er í raun að minnka um þessar mundir og hefur árstíðaleiðrétt atvinnuleysi ekki verið minna síðan í júlí 2002. 15.2.2005 00:01 Bannað að auglýsa lægra verð Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð samkeppnisráðs um að Orkunni sé óheimit að auglýsa að hún bjóði lægra eldsneytisverð en aðrar bensínstöðvar. Atlantsolía, Ego og Olíuverzlun Íslands kvörtuðu til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Orkunnar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir að Orkunni hafi ekki tekist að sanna þær fullyrðingar að fyrirtækið bjóði jafnan lægra eldsneytisverð en aðrir. 15.2.2005 00:01 Ósakhæf vegna geðveilu Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi. 15.2.2005 00:01 Hreint og klárt lögbrot Þær aðstæður sem föngum í fangelsinu á Akureyri er gert að búa við eru hreint og klárt lögbrot að áliti Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns. Hún segir að úrbótum í málefnum fanga hafi lítið miðað, en nú kveði við nýjan tón hjá nýjum fangelsismálastjóra. </font /></b /> 15.2.2005 00:01 Bóndi beri ekki skít á freðna jörð Umhverfisráð hefur veitt neikvæða umsögn um beiðni hænsnabónda á Kjalarnesi um að fá að dreifa húsdýraáburði á freðna jörð. 15.2.2005 00:01 Hátt í 100 miltisbrandsstaðir Hátt í hundrað tilkynningar um staði sem taldir eru miltisbrandssýktir hafa borist Sigurði Sigurðarsyni dýralækni sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. 15.2.2005 00:01 Átök vegna samkynhneigðra mörgæsa Tvær karlkyns mörgæsir í dýragarði í Bremerhaven í Þýskalandi hafa vakið harðar deilur um réttindi samkynhneigðra þar í landi. Mörgæsakarlanir urðu ástfangnir og mega nú ekki hvor af öðrum sjá. Yfirmenn dýragarðsins hafa brugðist við með þeim hætti að fá kvenmörgæsir frá dýragarði í Svíþjóð til að freista karlanna. 15.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Munur á vatnsgjaldi eftir búsetu Kópavogsbúar þurfa að borga um tvöfalt meira fyrir neysluvatn en Reykvíkingar. 15.2.2005 00:01
Rafik Hariri ráðinn af dögum Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons. 15.2.2005 00:01
Kennslukona giftist nemanda sínum Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk. 15.2.2005 00:01
Nýtt illvígt afbrigði HIV veiru Læknar í New York hafa fundið nýtt afbrigði af HIV-veirunni sem engin lyf vinna á. Þeir sem fá veiruna virðast veikjast mun fyrr af alnæmi en hinir sem smitast af hefðbundnum stofni. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum tíðindum, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. 15.2.2005 00:01
Bush boðar hörku George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra. 15.2.2005 00:01
Rauði Ken hneykslar gyðinga Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. 15.2.2005 00:01
Heitasta árið framundan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b /> 15.2.2005 00:01
Óttast frekari árásir í Líbanon Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. 15.2.2005 00:01
Íslendingur í haldi í Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Öll áhöfnin bjargaðist. Skipbrotsmenn voru fluttir til Sómalíu og hafa Íslendingurinn og Norðmennirnir ekki enn fengið að halda heimleiðis, en aðrir úr áhöfninni voru heimamenn. 15.2.2005 00:01
Hótað að myrða nemendur Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann. 15.2.2005 00:01
Mikið manntjón í eldsvoða Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing. 15.2.2005 00:01
Slapp vel eftir hátt fall Iðnaðarmaður féll hátt á fjórða metra ofan af húsi á Ísafirði í gær en slapp ótrúlega vel. Hann var fluttur á sjúkrahúsið og kom þá í ljós að hann var ekkert brotinn en síðan hefur hann gengist undir rannsóknir til að kanna hvort hann hafi meiðst eitthvað innvortis. 15.2.2005 00:01
Margir stöðvaðir fyrir hraðakstur Lögreglan í Kópavogi stöðvaði hátt í þrjátíu ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir of hraðan akstur í bænum. Sá sem hraðast fór mældist á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 70 kílómetrar. Auk þessa voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir annars konar umferðalagabrot. Sektir vegna hraðabrotanna hlaupa að líkindum á hundruðum þúsunda króna. 15.2.2005 00:01
Hálf milljón kemst ekki til vinnu Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega. 15.2.2005 00:01
Aðeins búið að veiða helming kvóta Þrátt fyrir góða loðnuveiði eru loðnuskipin ekki búin að veiða nema um það bil helming af 780 þúsund tonna kvóta á þessari vertíð. Ótíð og fremur dræm veiði upp á síðkastið hefur dregið kraftinn úr veiðunum en sjómenn vonast til að nýjar göngur komi upp á landgrunnið sem hægt verði að veiða. 15.2.2005 00:01
Yfir 200 létust í námuslysi í Kína Meira en tvö hundruð manns létust í sprengingu í námu í norðurhluta Kína í gær. Rúmlega tuttugu slösuðust og þrettán eru enn fastir inni í námunni. Óhöpp af þessu tagi eru gríðarlega algeng í Kína og þannig létust meira en 4000 manns í sambærilegum sprengingum á síðasta ári í landinu. 15.2.2005 00:01
Enn fækkar fólki á Vestfjörðum 225 manns fluttu af höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í fyrra, sem er mun meira en áður. Það nægði þó ekki til að stöðva fólksfækkun á Vestfjörðum því 346 Vestfirðingar fluttu á höfuðborgasvæðið. Ef aðeins er litið á brottflutninginn frá Vestfjörðum þá lætur nærri að tíu prósent Vestfirðinga hafi flutt í aðra landshluta í fyrra. 15.2.2005 00:01
Vita ekki hvað mjólkin kostar Nærri átta af hverjum tíu unglingum í Bretlandi hafa ekki hugmynd um hvað mjólkurpottur kostar en flestir þekkja þeir þó verðið á nýjum MP-3 spilara. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar þar sem einnig kemur fram að meira en helmingur breskra ungmenna hefur meiri áhyggjur af útliti sínu en fjárhag. 15.2.2005 00:01
Sementsskip strandar í Álaborg Norskt sementsflutningaskip, skráð á Marshall-eyjum, strandaði með fullfermi á leið út úr höfninni í Álaborg í nótt og situr þar fast. Tólf manna áhöfn skipsins, sem að öllum líkindum var á leið til Íslands, er ekki í hættu en göt munu hafa komið á skrokk skipsins og er óttast að olía kunni að fara að leka úr því ef það næst ekki brátt á flot aftur. 15.2.2005 00:01
Ríflega 200 týndu lífi Rúmlega tvö hundruð námaverkamenn fórust í mikilli gassprengingu í kínverskri kolanámu í fyrrakvöld. Auk hinna látnu slösuðust tugir manna og í það minnsta þrettán eru enn fastir í jörðinni. 15.2.2005 00:01
Innflytjendur HIV-prófaðir Ef tillögur breskra íhaldsmanna ná fram að ganga munu allir innflytjendur sem koma til Bretlands frá löndum utan Evrópu undirgangast sjúkdómapróf. 15.2.2005 00:01
Tíu þúsund börn munaðarlaus Allt að tíu þúsund börn í Aceh-héraði í Indónesíu eru munaðarlaus í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mun lægri tala en óttast var í upphafi, en alls fórust um 240 þúsund íbúar í héraðinu eða er enn saknað. Lítill hluti munaðarlausu barnanna á engan að þar sem heilu ættirnar þurrkuðust út. 15.2.2005 00:01
Ánægjulegir endurfundir Örvæntingarfullri leit indónesískrar konu að tíu ára gömlum syni sínum sem týndist eftir hamfaraflóðin á annan dag jóla er loksins lokið. Tilviljun réði því að mæðginin sameinuðust á ný. 15.2.2005 00:01
Annar maður með nýtt HIV-afbrigði? Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York. 15.2.2005 00:01
Einn lést í sprengingu í Írak Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust við eftirlit þegar sprengja sprakk nærri þeim í Bakúba í Írak í gærkvöld. Talið er að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir, en alls hafa rúmlega 1100 bandarískir hermenn fallið í valinn í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir tæpum tveimur árum. 15.2.2005 00:01
Kreppa og reiði í stað friðar Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi er í dag stjórnmálakreppa og reiði. 15.2.2005 00:01
Sökk undan ströndum Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er en mennirnir hafa ítrekað þurft að mæta fyrir rétt. 15.2.2005 00:01
Ákærð fyrir stórfellt smygl Sjö manns, fimm karlmenn og tvær konur, eru ákærðir fyrir smygl á eitt þúsund e-töflum og 130 grömmum af kókaíni í janúar í fyrra. Efnið kom með pósti til landsins. 15.2.2005 00:01
Þorskhængar syngja og dansa Norskir fiskifræðingar hafa komist að því að þorskhængar syngja og dansa til að laða til sín hrygnur, sem vilja að þeir svilji hrogn þeirra. 15.2.2005 00:01
Rætt um endurkomu Kristins Stjórn þingflokks Framsóknarflokksins hefur átt í viðræðum við Kristin H. Gunnarsson að undanförnu um að hann endurheimti fyrri stöðu í nefndum Alþingis. Búist er við að það dragi til tíðinda á sérstökum þingflokksfundi í kvöld. Formaður þingflokksins segir þó eingöngu um reglubundinn kvöldverðarfund þingflokksins að ræða. 15.2.2005 00:01
Kristall Plús fer á markað Umhverfisstofnun hefur leyft Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni að setja vítamínbætt sódavatn á markað, en Lýðheilsustöð hafði gert athugasemdir við það. 15.2.2005 00:01
Þjóðin syrgir látinn leiðtoga Ekki er vitað með vissu hverjir réðu Rafik Hariri bana í Beirút í fyrradag en ekki er útilokað að sýrlensk stjórnvöld eða skjólstæðingar þeirra beri þar ábyrgð. Þjóðarsorg ríkir í Líbanon. 15.2.2005 00:01
60 manns fórust í moskubruna Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar. 15.2.2005 00:01
Benda á fjármálaráðherra Verð á áfengi hér á landi er ekki svo hátt vegna hárrar álagningar heildsala heldur vegna ofurskattlagningar á áfengi. Þetta segir Félag íslenskrar stjórkaupmanna í yfirlýsingu sem send hefur verið út vegna ummæla Geirs H. Haarde fjármálaráðherra 11. febrúar þar sem hann hvatti áfengisheildsala til að lækka álagningu á áfengi. 15.2.2005 00:01
Mistök í útkalli á Vestfjörðum Sjúkrabíll frá Ísafirði var kallaður til fyrir mistök þegar óskað var eftir aðstoð eftir að 73 ára maður í Bolungarvík hafði hnigið niður meðvitundarlaus. Sjúkrabíllinn frá Ísafirði var fimmtán mínútur á leiðinni en það hefði tekið sjúkrabíl úr Bolungarvík mun styttri tíma að komast á staðinn. Þegar sjúkrabíllinn kom að var maðurinn látinn. Greint er frá þessu á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði. 15.2.2005 00:01
Áfengisgjald skýrir ekki hátt verð Hátt áfengisgjald hér á landi skýrir ekki eitt og sér hátt verð á léttvíni og bjór á íslenskum veitingahúsum heldur er álagning veitingamanna á bilinu 130 til 360 prósent. Samgönguráðherra lét taka saman skýrslu um verð á áfengi vegna umræðu um það að áfengisgjaldið skekki samkeppnisstöðu Íslands sem ferðamannalands. 15.2.2005 00:01
Leitað að námumönnum á lífi Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa. 15.2.2005 00:01
Aukafjárveiting vegna hamfara Ríkisstjórnin hefur samþykkt sérstaka aukafjárveitingu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Framlagið er tíu milljónir króna og er í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa reitt af hendi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. 15.2.2005 00:01
Atvinnuleysi minnkar á landinu Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun fjölgaði atvinnulausum örlítið í janúar frá því í desember. Þegar búið er að leiðrétta atvinnuleysistölur fyrir árstíðabundnum sveiflum sést hins vegar að atvinnuleysi er í raun að minnka um þessar mundir og hefur árstíðaleiðrétt atvinnuleysi ekki verið minna síðan í júlí 2002. 15.2.2005 00:01
Bannað að auglýsa lægra verð Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð samkeppnisráðs um að Orkunni sé óheimit að auglýsa að hún bjóði lægra eldsneytisverð en aðrar bensínstöðvar. Atlantsolía, Ego og Olíuverzlun Íslands kvörtuðu til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Orkunnar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir að Orkunni hafi ekki tekist að sanna þær fullyrðingar að fyrirtækið bjóði jafnan lægra eldsneytisverð en aðrir. 15.2.2005 00:01
Ósakhæf vegna geðveilu Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi. 15.2.2005 00:01
Hreint og klárt lögbrot Þær aðstæður sem föngum í fangelsinu á Akureyri er gert að búa við eru hreint og klárt lögbrot að áliti Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns. Hún segir að úrbótum í málefnum fanga hafi lítið miðað, en nú kveði við nýjan tón hjá nýjum fangelsismálastjóra. </font /></b /> 15.2.2005 00:01
Bóndi beri ekki skít á freðna jörð Umhverfisráð hefur veitt neikvæða umsögn um beiðni hænsnabónda á Kjalarnesi um að fá að dreifa húsdýraáburði á freðna jörð. 15.2.2005 00:01
Hátt í 100 miltisbrandsstaðir Hátt í hundrað tilkynningar um staði sem taldir eru miltisbrandssýktir hafa borist Sigurði Sigurðarsyni dýralækni sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. 15.2.2005 00:01
Átök vegna samkynhneigðra mörgæsa Tvær karlkyns mörgæsir í dýragarði í Bremerhaven í Þýskalandi hafa vakið harðar deilur um réttindi samkynhneigðra þar í landi. Mörgæsakarlanir urðu ástfangnir og mega nú ekki hvor af öðrum sjá. Yfirmenn dýragarðsins hafa brugðist við með þeim hætti að fá kvenmörgæsir frá dýragarði í Svíþjóð til að freista karlanna. 15.2.2005 00:01