Innlent

Áfengisgjald skýrir ekki hátt verð

Hátt áfengisgjald hér á landi skýrir ekki eitt og sér hátt verð á léttvíni og bjór á íslenskum veitingahúsum heldur er álagning veitingamanna á bilinu 130 til 360 prósent. Samgönguráðherra lét taka saman skýrslu um verð á áfengi vegna umræðu um það að áfengisgjaldið skekki samkeppnisstöðu Íslands sem ferðamannalands. Samkvæmt niðurstöðunum er hlutfall áfengisgjalds í útsöluverðinu ellefu til tólf prósent en hlutdeild veitingahúsa allt að sextíu prósent af verðinu. Samkvæmt skýrslunni er því ekki nóg að fella niður áfengisgjaldið til að lækka áfengisverð á veitingahúsum til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×