Fleiri fréttir

Búa í hjólhýsum eða á loftum

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að upplýst hafi verið að fyrirtæki "geymi" erlenda verkamenn, sem komið hafa ólöglega til starfa á Íslandi, í hjólhýsum, ósamþykktu húsnæði í verksmiðjuhverfum, uppi á loftum yfir verkstæðum þar sem þeir hafa verið starfandi eða jafnvel á byggingarstað.

Kaupa heilu blokkirnar

Ný stétt fasteignaheildsala hefur myndast upp á síðkastið. Fjárfestar hafa komið auga aukin tækifæri á húsnæðismarkaði og séð sér hag í því að kaupa húsnæði og selja á tímapunkti þar sem þeir telja sig fá mest fyrir snúð sinn.

Pólitísk tíðindi við Tjörnina?

Pólitískra tíðinda gæti verið að vænta úr tólf manna matarveislu við Tjörnina í kvöld. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að snæða saman og ræða málefni flokksins, þar á meðal stöðu Kristins H. Gunnarssonar sem útilokaður var frá nefndarstarfi í haust. Sáttatónn virðist vera kominn í menn.

Þjóðleikhúsið hriplekt

"Það er misjafnt hvar lekur mest, þetta fer allt eftir veðri og vindum," segir Ásdís Þórhallsdóttir, umsjónarmaður Smíðaverkstæðis Þjóðleikhússins, en leikmynd á Smíðaverkstæðinu er á floti eftir talsverða úrkomu undanfarna daga.

Kostar 620 milljónir

Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag sögðu sjálfstæðismenn að kostnaður við landnámsbæinn væri kominn 170 til 263 milljónum fram úr áætlunum. Kostnaður væri nú 620 milljónir.

Spöruðu sextán milljónir

"Með gagnrýnni hugsun á fjárútlátum í rekstri Landmælinga Íslands hefur tekist að spara sextán milljónir, segir Magnús Guðmundsson forstjóri.

Annir vestra tefja varnarviðræður

Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig.

Gripinn með 35 kíló af hassi

Íslendingur á fertugsaldri er í haldi dönsku lögreglunnar vegna tilraunar til að smygla 35 kílóum af hassi. Hann situr í gæsluvarðhaldi ytra.

Hryðjuverk eða samsæri?

Hryðjuverk eða samsæri leyniþjónusta er spurningin sem brennur á íbúum Líbanons í dag. Reiði og tortryggni ríkir vegna morðsins á fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Hreindýraveiðar í tísku

Aldrei fyrr hafa fleiri viljað komast á hreindýraveiðar en nú og verða átta hundruð veiðimenn frá að hverfa. Fólk virðist ekki setja verðið fyrir sig enda hreindýraveiðar í tísku, segir sölumaður leyfanna, sem vill auka kvótann.

Tekinn með 35 kíló af hassi

Rúnar Þór Róbertsson, Kópavogsbúi á fertugsaldri, var í gær handtekinn af lögreglu við landamæri Danmerkur með 35 kíló af hassi í fórum sínum. Rúnar mun hafa verið að koma frá Hollandi. Ekki er vitað hvort Rúnar ætlaði að reyna að smygla hassinu til Íslands eða hvort hann ætlaði að selja það áður en hann kæmi heim.

Fiskikóngur sló tennur úr kollega

Fiskikóngurinn í Fiskbúðinni Vör, Kristján Berg Ásgeirsson, hefur verið dæmdur fyrir að berja annan fisksala á sjötugsaldri. Fórnarlambið missti þrjár tennur auk þess að að merjast illa eftir að Kristján sparkaði í hann liggjandi. Fisksalinn hyggst í einkamál við Kristján vegna heilsubrests í kjölfar árásarinnar.

Ungmenni hugsi um bágstadda

Hvernig manneskja ert þú? Hjálparstarf kirkjunnar spyr íslensk ungmenni að þessu til að minna á að úti í löndum sé fólk síður aflögufært en hér. Þetta gerir stofnunin með svokölluðu Tilfinningakorti.

Í hættu í óveðri á Miðjarðarhafi

Sjö hundruð manns voru hætt komin þegar farþegaskip lenti í stormi á Miðjarðarhafinu og missti vélarafl. Heppni virðist hafa ráðið því að bjarga tókst fleyinu og farþegum þess.

Fimmtán ára í 30 ára fangelsi

Fimmtán ára drengur var í gær fundinn sekur um að hafa myrt afa sinn og ömmu og á 30 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Drengurinn, sem var á þunglyndislyfinu Zoloft, bar því við að aukaverkanir lyfsins hefðu leitt til þess að hann myrti móðurforeldra sína.

Tveir skotnir til bana

Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana nærri byggð landtökumanna á Vesturbakkanum eftir að dimma tók í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði hermenn hafa orðið vara við Palestínumennina þar sem þeir nálguðust Bracha, landtökubyggð Ísraela.

Skoða aðstæður fyrir friðargæslu

Afrískir og arabískir embættismenn skoðuðu þjálfunarbúðir fyrir lögreglumenn og ræddu við borgarstjórann í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þegar þeir komu þangað til að kanna aðstæður áður en ákvörðun verður tekin um að senda friðargæsluliða til landsins sem hefur búið við stjórnleysi í rúman áratug.

Deila um vegatálma

Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar.

Ísrael á krossgötum

Ísraelar þurftu að stíga sársaukafull skref til að vinna að friði, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem með Samtökum erlendra fréttamanna. Hann vísaði til ákvörðunar sinnar um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza og hluta Vesturbakkans.

Skatturinn rannsakar Pinochet

Skattayfirvöld í Chile hafa sett aukinn kraft í rannsókn á skattamálum Augusto Pinochet, fyrrum forseta landsins. Skattayfirvöld hyggjast fara í gegnum skattframtal Pinochet síðustu tuttugu árin til að rannsaka hvort hann hafi svikið undan skatti.

Drukkin af munnskoli

Bandarísk kona var dæmd til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Konan viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum og sagði það vegna þess að hún hefði drukkið þrjú glös af munnskoli sem inniheldur áfengi. Áfengismagn munnskolsins sem konan notaði, Listerine, er 26,9 prósent.

Uppreisn gegn aðbúnaði

Á þriðja hundrað fangar í fangelsi í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, gerðu uppreisn gegn slæmum aðstæðum í fangelsinu og kröfðust þess að fangelsisstjóranum yrði vikið úr starfi.

Tekinn með 35 kíló af hassi

Íslenskur maður á fertugsaldri var tekinn með 35 kíló af hassi í bíl sínum á Jótlandi í Danmörku í síðustu viku.

Læknir þykir líklegastur

Ibrahim al-Jaafari, læknir sem vann stærstan hluta starfsævi sinnar í London, þykir líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Íraks. Adel Abdul Mahdi, annar maður sem þótti líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra, dró sig í hlé í gær.

Al-Kaída enn stórhættuleg

Al-Kaída samtökin eru enn fær um að gera mannskæðar árásir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn fremur að aðeins sé tímaspursmál hvenær samtökunum takist að gera mannskæða árás.

Óviðkomandi með öryggiskóða

Sumir fyrrverandi öryggisverðir Securitas hafa gilda öryggiskóða að fyrirtækjum og heimilum sem keypt hafa þjónustu af fyrirtækinu. Fyrrum öryggisvörður afhenti blaðamanni Fréttablaðsins miða með númeri sem veitti fullan aðgang að því húsi sem blaðið hefur aðsetur í. Kóðanum var hins vegar breytt eftir samtal blaðamanns við forstjóra Securitas.

Þrennt flutt á sjúkrahús

Þrennt var flutt á sjúkrahús eftir að bíll sem fólkið var í fór út af veginum á Akranesvegamótum. Tvennt fékk að fara heim að lokinni skoðun. Einum var hins vegar haldið eftir á sjúkrahúsinu. Sá hafði orðið fyrir höfuðmeiðslum og þótti því rétt að hafa eftirlit með viðkomandi, ekki var þó talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða að sögn lögreglu.

Sjö ákærð í fíkniefnamáli

Fimm menn og tvær konur hafa verið ákærð fyrir þátt sinn í innflutningi á eitt þúsund e-töflum og tæplega 132 grömmum af kókaíni. Flestir hafa játað. Elsti í hópnum er fæddur árið 1963 en sá yngsti árið 1983.

Sannfærður um að deilum sé lokið

Mahmoud Abbas, nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, segist sannfærður um að langvinnum deilum Palestínumanna og Ísraelsmanna sé í raun lokið. Í viðtali við bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> í gær sagði Abbas að málflutningur Ariels Sharons í garð Palestínumanna væri gjörbreyttur og að í sameiningu væru leiðtogarnir tveir staðráðnir í að binda enda á ófriðinn.

Stjórnmálamanni rænt í Írak

Mannræningjar í Írak rændu í gær yfirmanni kristinnar stjórnmálahreyfingar í landinu. Maðurinn var á leið í höfuðstöðvar flokksins þegar honum var rænt. Sjónvarpsstöðin Al-Arabya greindi frá þessu í gær.

Setja á fót norræna sjónvarpsstöð

Íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru í hópi þeirra sem standa að stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Skandinavíu sem á að sjónvarpa norrænu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Að sögn danska blaðsins <em>Politiken</em> standa alls 52 aðilar á Norðurlöndum að stöðinni og verður útsendingartími hennar frá klukkan þrjú á daginn til klukkan eitt eftir miðnætti.

Norður-Kórea ekki kjarnorkuveldi

Það er ekki tímabært að líta á Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi þrátt fyrir nýlegar yfirlýsingar Norður-Kóreumanna um að þeir búi yfir kjarnorkuvopnum. Þetta sagði sameiningarráðherra Suður-Kóreu í morgun. Hann segir að hvorki hafi verið staðfest að Norður-Kóreumenn eigi kjarnorkuvopn né að þau hafi verið prófuð, ef þau séu fyrir hendi sannanlega.

Foreldrar barns 81 fundnir

Búið er að finna rétta foreldra barns 81 sem fannst á lífi í rústum í kjölfar hamfaranna í Suðaustur-Asíu á annan í jólum. Níu konur sögðust vera mæður barnsins og þar sem ekki var hægt að sanna eitt né neitt var gripið til þess ráðs að gera DNA-próf. Nú hefur hið sanna komið í ljós en foreldrarnir þurfa þó að bíða í tvo daga til viðbótar uns þeir fá barnið afhent.

Nýtt afbrigði af HIV-veirunni

Nýtt afbrigði af HIV-veirunni, sem lyf bíta ekki á, fannst í manni í New York í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Það sem sérfræðingar óttast mest við þetta nýja afbrigði er að það virðist leiða mun fljótar til alnæmis en veiran gerir alla jafna. Ámóta afbrigði veirunnar hefur áður fundist en aldrei í þeirri mynd að ekki sé hægt að halda henni niðri með lyfjum.

Kveikt í bíl í Grafarvogi

Íbúar fjölbýlishúss í Grafarvogi vöknuðu upp við vondan draum undir morgun þegar sprengingar gullu við. Þegar nánar var að gáð stóð bíll í björtu báli fyrir utan húsið. Brotist hafði verið inn í bílinn og þar tendruð flugeldaterta sem óðar kveikti í öllu sem brunnið gat í bílnum. Slökkvilið var kvatt á vettvang en þá var bíllinn þegar ónýtur.

Velti bíl út í tjörn á Akureyri

Ungur ökumaður, sem var einn í bíl sínum, komst í hann krappann norður á Akureyri í gærkvöldi þegar hann missti stjórn á bílnum á Drottningarbrautinni með þeim afleiðingum að bíllinn valt út í tjörnina ofan við veginn. Þar sökk bíllinn þar til aðeins sá í dekkin en ökumanni tókst að komast út úr honum og svamla í land.

Mannskæð flóð í Kólumbíu

Neyðarástand ríkir nú í norðurhluta Kólumbíu þar sem meira en tuttugu manns hafa látið lífið í miklum flóðum. Flóðin hafa jafnað meira en fimm þúsund hús við jörðu og 25 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Gríðarlegar rigningar hafa verið víða í Kólumbíu síðan á föstudaginn en að sögn veðurfræðinga er útlit fyrir að þeim muni brátt linna.

Réðst vopnaður inn í barnaskóla

Einn maður lést og tveir særðust þegar sautján ára piltur vopnaður hnífi réðst inn í barnaskóla í borginni Osaka í Japan. Engin börn slösuðust og hefur maðurinn verið handtekinn. Atvikið vekur upp minningar um morð á átta börnum í leikskóla í Japan fyrir fjórum árum. Árásarmaðurinn þá, sem var einnig vopnaður hnífi, var tekinn af lífi fyrir verknaðinn fyrir hálfu ári.

Loðnuflotinn sunnan við land

Loðnuflotinn er nú úti af Ingólfshöfða og Meðallandssandi þar sem loðnan stefnir nú vestur með suðurströndinni. Hún hefur verið nokkuð dreifð síðustu dagana og veiðin verið heldur treg en hún jókst á ný í gær og fékk Víkingur AK til dæmis þúsund tonn í einu kasti í gær.

Vill þjóðarsátt um ríkisstjórn

Lykilmaður innan hreyfingar sjíta segir að ný ríkisstjórn í landinu verði ekki mynduð nema um hana ríki þjóðarsátt. Líklegt er talið að sjítar, sem hlutu nærri helming atkvæða í kosningunum 30. janúar, muni mynda samsteypustjórn með bandalagi Kúrda eða flokki Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar.

Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk

Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna.

Kostnaður meiri en aflaverðmæti

Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti þeirra skipa sem verið er að fylgjast með. Þetta er niðurstaða sænskra blaða- og fréttamanna í Gautaborg sem könnuðu málið.

Særður eftir árás á hermann

Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu.

Vill endurskoða starf innan NATO

Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu.

Kostnaðarsamt eftirlit í Svíþjóð

Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum sjálfum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti sjómannanna, sem verið er að fylgjast með. Framlegð eftirlitsmanna hér á landi er mun meiri.

Sjá næstu 50 fréttir