Innlent

Benda á fjármálaráðherra

Verð á áfengi hér á landi er ekki svo hátt vegna hárrar álagningar heildsala heldur vegna ofurskattlagningar á áfengi. Þetta segir Félag íslenskrar stjórkaupmanna í yfirlýsingu sem send hefur verið út vegna ummæla Geirs H. Haarde fjármálaráðherra 11. febrúar þar sem hann hvatti áfengisheildsala til að lækka álagningu á áfengi. Í yfirlýsingunni eru tekin tvö dæmi um áfengistegundir, sterkt áfengi og rauðvínsflösku, sem er að finna á lista ÁTVR. Samkvæmt Félagi íslenskra stórkaupmanna nemur heildarskattur af flösku með sterku áfengi 86 prósentum af verði hennar og skattur af rauðvínsflöskunni 67 prósentum af verði flöskunnar. Þá bendir félagið á að þrátt fyrir að áfengisgjald hafi ýmist verið lækkað eða sé í þann mund að lækka í nágrannalöndunum hækki þau enn á Íslandi. Í desember 2002 hafi skattar á sterkt áfengi hækkað um 15 prósent og í nóvember 2004 hafi þeir enn hækkað um 7 prósent. Skora innflytjendur áfengis á fjármálaráðherra að lækka skatta á áfengi verulega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×