Innlent

Atvinnuleysi minnkar á landinu

Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun fjölgaði atvinnulausum örlítið í janúar frá því í desember. Þegar búið er að leiðrétta atvinnuleysistölur fyrir árstíðabundnum sveiflum sést hins vegar að atvinnuleysi er í raun að minnka um þessar mundir og hefur árstíðaleiðrétt atvinnuleysi ekki verið minna síðan í júlí 2002. Atvinnulausum ungmennum fækkar verulega milli ára en atvinnulausum í elsta aldursflokknum fjölgar nokkuð. Einnig kemur í ljós að þeim sem verið hafa án vinnu lengur en hálft ár fækkar örlítið. Samt sem áður teljast yfir 1.300 manns hafa verið án atvinnu í langan tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×