Innlent

Bóndi beri ekki skít á freðna jörð

 Umhverfisráðuneytið hafði sent ráðinu beiðni bóndans til umsagnar. "Bóndinn taldi sig hafa sérstakar ástæður til að sækja um undanþágu," sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður umhverfisráðs. "Þær þóttu ekki nægilega þungar á metunum til að við gætum mælt með beiðninni." Á fundi umhverfisráðs, þar sem málið var tekið fyrir, lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna fram bókun, þar sem þeir töldu margt mæla með því að heimila umræddum bónda að dreifa búfjáráburði á freðna jörð. Borgaryfirvöld ættu að hafa í huga að við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur hefði því verið heitið af hálfu borgarinnar að eftir sameiningu yrði hlúð að landbúnaði á Kjalarnesi og honum áfram tryggð ákjósanleg starfsskilyrði. Fulltrúar R- listans lögðu einnig fram bókun þar sem sagði að umhverfisráð væri tilbúið að skoða hvort og hvenær tækifæri væri til að dreifa búfjáráburði utan þess tímabils sem tilgreint er í téðri reglugerð enda ekki útilokað að upp komi þær aðstæður að dreifing búfjáráburðar sé fýsilegur kostur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×