Fleiri fréttir

Sex á sjúkrahús eftir opnun IKEA

Sex voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla sem þeir hlutu við opnun nýrrar IKEA-verslunar í London. Þeir voru þó ekki þeir einu sem slösuðust við opnunina því alls slösuðust 22 í troðningi þrátt fyrir að ekki þyrfti að senda alla á sjúkrahús.

Vopnahléið ótryggt vegna átaka

Vopnahléið sem Ísraelar og Palestínumenn lýstu yfir á þriðjudag er ótryggt eftir að tveir Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna og palestínskir vígamenn skutu úr sprengjuvörpum á byggð ísraelskra landtökumanna á Gaza.

Karl og Camilla giftast

Áralöngum vangaveltum um framtíð Karls prins og Camillu Parker-Bowles var svarað í gær þegar Karl sendi frá sér yfirlýsingu um að þau ætli að ganga í hjónaband 8. apríl. Þau verða gefin saman við borgaralega athöfn en verða að henni lokinni viðstödd bænastund í Kapellu heilags Georgs.</font />

Páfi heim af sjúkrahúsi

Læknar á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm útskrifuðu Jóhannes Pál II páfa í gær af sjúkrahúsinu. Þar hafði hann dvalið í tíu daga eftir að hann var fluttur á sjúkrahús vegna þess að hann var með flensu og átti erfitt með andardrátt.

Skaut kennara og tók barn sem gísl

Vopnaður maður sem tók tíu ára nemanda við grunnskóla í Höfðaborg í gíslingu og skaut og særði kennara var skotinn til bana af lögreglu.

Skutu tuttugu bílstjóra í hnakkann

Lík tuttugu bílstjóra fundust á vegi í Írak í gær. Hryðjuverkamenn höfðu handsamað mennina, bundið hendur þeirra fyrir aftan bak og skotið þá. Alls létust 43 í bardögum og árásum í gær. Þeirra á meðal voru sjö íraskir lögreglumenn sem féllu í tveggja klukkutíma löngum bardaga við vígamenn suður af Bagdad.

Skaut kennara og tók barn sem gísl

Vopnaður maður sem tók tíu ára nemanda við grunnskóla í Höfðaborg í gíslingu og skaut og særði kennara var skotinn til bana af lögreglu.

Rumsfeld sætir ekki rannsókn

Þýskir saksóknarar hyggjast ekki hefja rannsókn á því hvort Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sé ábyrgur vegna fangapyntinga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak.

Gæsluvarðhaldið enn framlengt

Gæsluvarðhald yfir brasilískri konu, sem reyndi að smygla 850 grömmum af kókaíni og um tvö þúsund skömmtum af LSD, var nú í vikunni framlengt til 22. mars.

Áfram í gæsluvarðhaldi

Íslendingi á þrítugsaldri var gert í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, en hann var handtekinn fyrir þátttöku í fíkniefnasmygli í lok janúar. Vegna sama máls situr þýskur maður í gæsluvarðhaldi en hann var tekinn með fjögur kíló af amfetamíni á Keflavíkurflugvelli þann 26. janúar síðastliðinn.

Reynt verði að frysta loðnu

Töpuð útflutningsverðmæti vegna stórbrunans í Grindavík í gær geta numið allt að sjö hundruð milljónum króna. Forstjóri Samherja segir að reynt verði að halda áfram að frysta loðnu í Grindavík.

Pressuball á morgun

Blaðamannaverðlaunin 2004 verða afhent á Pressuballi Blaðamannafélags Íslands á Hótel Borg á morgun. Verðlaununum var komið á fót á síðasta ári og um leið var lífi blásið í Pressuböllin, sem þóttu með fínustu böllum bæjarins í eina tíð. Heilsteikt nautalund verður hryggjarstykkið í þrírétta málsverði. Hljómsveitin Vax leikur fyrir dansi. </font /></b />

Egill, Erlingur og Eyjólfur veikir

Fyrirtækið Eldaskálinn er lokað vegna veikinda starfsmanna. Eigandinn vonar að viðskiptavinir fyrirgefi honum þó hann þurfi að loka.

Fólk lætur lengja sig á Akureyri

Fólki sem finnst eitthvað vanta uppá líkamshæð sína hefur hingað til þurft að sætta sig við fötlun sína. Nú eru stundaðar umfangsmiklar lengingar á fólki á Akureyri.

Sagði vinnubrögð niðurlægjandi

Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru.

Vandamál vegna kynhegðunar

"Þetta er raunverulegt vandamál sem þarf að fjalla um í samfélaginu," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Mikil aukning hefur orðið á því að ungar stúlkur leiti sér hjálpar vegna sárinda í endaþarmi -- afleiðingu endurtekinna endaþarmsmaka.

Rumsfeld reiddist vegna þotna

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra.

25-30 milljarðar vegna geðsjúkdóma

Kostnaður vestrænna samfélaga vegna geðsjúkdóma nemur um þremur til fjórum prósentum af þjóðarframleiðslu samkvæmt útreikningum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Þetta jafngildir því að kostnaður íslenska þjóðfélagsins vegna þeirra sé um 25 til 30 milljarðar á ári. Einungis brot af þessu er kostnaður vegna meðferðar eða endurhæfingar.

Óvenju snjóþungur vetur

Óvenju mikið hefur snjóað það sem af er vetri. Aðeins draumkonur geta sagt til um hvernig veturinn verður þegar allt kemur til alls, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Sjómenn gæðavottaðir

Stýrimanna- og vélskólinn hefur sótt um gæðastaðalinn ISO-9001. Fáist vottun útskrifast nemendur með alþjóðaskírteini.

Talstöðin FM 90,9 í loftið

Ný útvarpsstöð, Talstöðin, hefur útsendingar í dag. Útvarpsstöðin sendir út á tíðininni FM 90,9. 

Sjálfstæðismenn vilja úttekt

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á þeim stjórnkerfisbreytingum sem staðið hafa yfir frá því sumarið árið 2002. Tillaga þessa efnis var lögð fyrir borgarráð í gær en afgreiðslu hennar frestað.

Laug um dauða eiginmannsins

Fjölmiðlar í Colorado í Bandaríkjunum sögðu nýlega sorglega sögu af 24 ára gamalli konu sem lýsti því á harmrænan hátt hvernig eiginmaður hennar lést í átökum í Írak.

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á árunum 1990 til 1994 en þá var stúlkan 9 til 13 ára gömul. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til að greiða 800 þúsund krónur í bætur.

Embættismanni rænt í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun hátt settum embættismanni innan bráðabirgðastjórnarinnar í Írak. Maðurinn var numinn á brott úr bíl sínum í suðurhluta Baghdad. Þá bárust fregnir af því að fréttamaður sjónvarpsstöðvar, sem Bandaríkjamenn fjármagna í Írak, hefði verið myrtur í borginni Basra í morgun.

Níu látnir í kolanámuslysi

Níu manns hafa fundist látnir og sautján er saknað eftir sprengingu í kolanámu í Rússlandi í morgun. Þrjátíu manns voru inni í námunni til þess að kanna orsök reyks sem frá henni barst. Fjórir sluppu með minni háttar meiðsl.

Lykketoft segir af sér

Mogens Lykketoft, oddviti stjórnarandstöðunnar í Danmörku, hefur sagt af sér í kjölfar kosninganna í Danmörku í gær, en þar hélt ríkisstjórn Anders Foghs Rasmussens, formanns Venstre, velli. Undir stjórn Lykketofts fengu Jafnaðarmenn eitt minnsta fylgi í áratugi. Lykketoft sagði afsögn hafa verið sinn eina kost í stöðunni.

Óvíst með frekari leit

Ekkert hefur verið ákveðið um frekari leit að skipverjunum tveimur sem enn er saknað eftir að Jökulfellið sökk norðaustur af Færeyjum í fyrrakvöld. Leitarskilyrði á svæðinu eru slæm vegna veðurs og verður staðan metin aftur þegar líður á daginn.

Rán í öðrum söluturni

Enn var framið vopnað rán í söluturni seint í gærkvöldi og nú í söluturni í Mjódd. Ræninginn var hettuklæddur með sólgleraugu og lét skína í einhvers konar barefli. Að kröfu hans lét afgreiðslumaðurinn hann hafa reiðufé og hvarf hann á braut með það. Hann er ófundinn. Í fyrrakvöld var framið svipað rán í söluturni í Grafarholti og er ræninginn þaðan líka ófundinn.

Enn finnast fórnarlömb í Indónesíu

Meira en þúsund lík hafa fundist að undanförnu í Indónesíu í kjölfar hamfaranna á annan í jólum, að sögn þarlendra stjórnvalda. Þar með er staðfest að meira en 115 þúsund manns hafi látist í landinu í kjölfar hamfaranna. Á bilinu 26 til 140 þúsund manna er enn saknað, en ekki er tímabært að bæta þeirri tölu við tölu látinna, að sögn embættismanna sem eru við störf á hamfarasvæðunum.

Sluppu vel í hörðum árekstri

Ökumenn jeppa og fólksbíls sluppu lítið meiddir þegar bílar þeirra skullu mjög harkalega saman á Norðurlandsvegi í Austur-Húnavatnssýslu í gær. Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir og þykir mildi hversu vel ökumennirnir sluppu, en þeir voru einir í bílum sínum. Áreksturinn varð með þeim hætti að öðrum bílnum var ekið inn á þjóðveginn í veg fyrir hinn bílinn sem þar var á fullri ferð.

Gríðarleg flóð í Venesúela

Neyðarástand ríkir nú víða í Venesúela vegna gríðarlegra flóða undanfarna daga. Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Í höfuðborginni Karakas ríkir nú neyðarástand og þar hafa hús jafnast við jörðu og umferð legið niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína í kjölfar mikilla rigninga.

Tíu slasast í sprengingu í Madríd

Að minnsta kosti tíu manns hafa verið fluttir á sjúkrahús í kjölfar sprengingar sem varð nærri ráðstefnuhöll í Madríd í morgun. Enginn slasaðist þó alvarlega að sögn spænskra fjölmiðla. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu og vöruðu talsmenn samtakanna baskneskt dagblað við hættunni skömmu áður en sprengjan sprakk.

Loðnan fundin undan Ingólfshöfða

Loðnuskipin hafa nú fundið loðnu vestan við Ingólfshöfða eftir að hún hvarf af Austfjarðamiðum í brælunni á mánudag. Þónokkur skip eru þar nú en veður er ekki ákjósanlegt og torfurnar ekki stórar. Það er helst að afli fáist alveg upp undir fjörunni.

Tölvuflögur notar gegn flogveiki

Taugasérfræðingar í Bandaríkjunum kunna að hafa tekið fyrsta skrefið að meðhöndlun flogaveiki án lyfja. <em>The Economist</em> greinir frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem bendir til þess að með því að græða tölvuflögur í taugafrumur sé hægt að hafa hemil á ofvirkni þeirra, sem er orsök flogaveikiskasta.

Íranar leita liðsinnis Japana

Utanríkisráðherra Írans hefur beðið Japana um að miðla málum milli Bandaríkjanna og Írans vegna kjarnorkuáætlunar hinna síðarnefndu. Evrópusambandið hefur undanfarin misseri reynt að ná samningum við Íran um að hætta að framleiða kjarnorkueldsneyti sem hægt er að nota til þess að framleiða kjarnorkusprengjur.

Meira en þrjátíu sárir í Madríd

Nú er ljóst að yfir þrjátíu manns særðust í mikilli sprengingu sem varð á torgi nærri ráðstefnuhöll í Madríd í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu og vöruðu talsmenn samtakanna baskneskt dagblað við hættunni skömmu áður en sprengjan sprakk.

70 prósent telja Ingibjörgu hæfari

Sjötíu prósent samfylkingarfólks telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari en Össur Skarphéðinsson, til að gegna formennsku í Samfylkingunni. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hins vegar hæfari til starfans. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Mannlíf í janúar og birtist í nýjasta tölublaði þess.

Segir frágang farms ófullnægjandi

Allar líkur benda til þess að frágangur á farmi Jökulfells, sem hvolfdi og sökk norðaustur af Færeyjum í fyrrakvöld, hafi verið ófullnægjandi þannig að farmurinn hafi kastast út í aðra síðu skipsins og valdið slysinu.

Rice hótar Írönum refsiaðgerðum

Utanríkisráðherra Írans hefur beðið Japana um að miðla málum milli Bandaríkjanna og Írans vegna kjarnorkuáætlunar hins síðarnefnda. Condoleezza Rice hótar Írönum refsiaðgerðum.

Kvartettinn hittist í Lundúnum

Miðausturlandakvartettinn svokallaði mun hittast í Lundúnum fyrsta mars næstkomandi til að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum og efnahagsaðstoð við Palestínumenn.

Sakfelldur fyrir nefbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á tvítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta sautján ára dreng fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í apríl síðastliðnum. Þá er honum einnig gert að greiða fórnarlambinu hundrað þúsund krónur í skaðabætur.

Sjálfstæðismenn með langmest fylgi

Sjálfstæðismenn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Frjálsrar verslunar. Framsóknarflokkurinn mælist í annað sinn á einni viku með um fimm prósenta fylgi í höfuðborginni.

Vírusar leggist á síma og bílvélar

Vírusar verða ekki bundnir við tölvur í framtíðinni, heldur gætu þeir einnig átt eftir að leggjast á síma og bílvélar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu sem öryggisdeild IBM gerði og verður birt í dag.

Færði kærustunni pítsu með þyrlu

Það er afskaplega rómantískt að nota þyrlu til þess að tryggja að pítsan sem maður er að færa kærustunni sé nógu heit. Og því skyldu menn gera veður út af því?

Sjá næstu 50 fréttir