Innlent

Sjómenn gæðavottaðir

Stýrimanna- og vélskólinn hefur sótt um gæðastaðalinn ISO-9001. Fáist vottun útskrifast nemendur með alþjóðaskírteini. Jón B. Stefánsson skólameistari segir að verði skólinn ekki vottaður geti útskrifaðir nemendur aðeins nýtt réttindi sín innan íslensku lögsögunnar. "Þetta er krafa til að tryggja öryggi á heimshöfunum," segir Jón. Skólinn verði þá sá fyrsti á framhaldsskólastigi í landinu sem fái gæðavottun. Um tvö hundruð nemendur eru á vélstjórnarsviði og um sjötíu á stýrimannasviði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×