Fleiri fréttir Egypskur sendiherra til Ísraels Egyptar hyggjast senda aftur sendiherra til Ísraels innan tíu daga en þeir hafa ekki haft sendiherra í landinu frá því að uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelum hófst fyrir fjórum árum. Þetta undirstrikar enn frekar vænlegri friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, en eins og kunnugt er boðuðu bæði leiðtogar Ísraela og Palestínumanna vopnhlé á fundi í Egyptalandi í gær. 9.2.2005 00:01 Farmurinn líklega orsökin "Rannsókn stendur yfir og á meðan svo er vil ég ekki fara út í getgátur um hvað fór úrskeiðis þegar slysið átti sér stað," segir Claus Thornberg, framkvæmdastjóri Tesma-skipafélagsins, en það félag sá um rekstur og mönnun MS Jökulfells, sem sökk á mánudagskvöldið með þeim afleiðingum að fjórir létust og tveir eru taldir af. 9.2.2005 00:01 Ólga meðal almennings í Bretlandi Methagnaður hjá olíufélögunum Shell og BP í Bretlandi hefur valdið mikilli ólgu meðal þarlendra neytenda sem þykir sýnt að gríðarlegur hagnaðurinn sé bein afleiðing hárrar álagningar fyrirtækjanna á bensín og olíur. 9.2.2005 00:01 Brýn verkefni víðar en á Reykjanes "Réttlætingin fyrir því að frekari tvöföldun Reykjanesbrautarinnar var ákveðin þrátt fyrir að annars staðar sé umferð meiri og þyngri er fyrst og fremst vegna öryggisþátta," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Ákveðið hefur verið að bjóða það verk út í vor meðan vegir á borð við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg bíða seinni tíma. 9.2.2005 00:01 Samkomulag um verð á hjartalyfi Samkomulag hefur náðst milli lyfjaverðsnefndar og lyfjafyrirtækisins Actavis um verðlagningu á nýju hjartalyfi sem kemur á markað innan skamms. 9.2.2005 00:01 Ferðaþjónusta skilar fátækum litlu Vestrænir aðilar, hótelkeðjur og afþreyingarfyrirtæki hvers konar, hirða megnið af því fé sem vestrænir ferðalangar skilja eftir í mörgum af þeim fátækari löndum heims sem eru vinsæl meðal erlendra ferðamanna og er því ferðaþjónusta víða ekki að skila þeim tekjum í ríkiskassann sem margir hafa reitt sig á. 9.2.2005 00:01 Alnæmislyf prófuð á fólki Tilraunalyf gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi eru nú reynd á fólki á Indlandi en Indverjar eru meðal þeirra þjóða þar sem alnæmisfaraldurinn er hvað verstur og er talið að allt að 5,5 milljónir manna séu sýktar. 9.2.2005 00:01 Um 1,5 - 2 milljarðar í fangelsin Stefnt er að því að byggja eitt fangelsi og endurbæta stórlega þrjú til viðbótar fyrir 1,5-2 milljarða króna, að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar. Það er sama fjárhæð og upprunalega var gert ráð fyrir að bygging Hólmsheiðarfangelsis myndi kosta. </font /></b /> 9.2.2005 00:01 Engar nærur takk! Táningar og ungmenni í Virginíu í Bandaríkjunum gætu mörg hver þurft að endurskoða fatasmekk sinn eftir að ríkisþingið samþykkti að sekta alla þá sem létu skína í nærbuxur sínar eða g-strengi á almannafæri. 9.2.2005 00:01 Tveir hópar á eina neyðarmóttöku Ef sú leið verður farin að setja ekki á fót sérhæfða móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis heldur nýta neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana fyrir báða hópana verður að tryggja meira fjármagn í þá móttöku, að mati Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns, sem segir að þegar komi að baráttu gegn heimilisofbeldi þá þurfi hún að njóta forgangs.</font /> 9.2.2005 00:01 Eldur í bræðslu í Grindavík Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í bræðslunni Fiskimjöli og Lýsi í Grindavík, sem er í eigu Samherja, á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Ljóst er að þetta er stórbruni og hefur slökkvilið víða að verið kallað á staðinn en ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli sprengingunni. 9.2.2005 00:01 Snuð tekin af markaði Komið hefur í ljós við eftirlit á Norðurlöndum að þrjár tegundir af snuðum eru það hættulegar að þær verða teknar af markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræðs snuð af gerðunum <em>Baby Nova</em>, <em>Stera</em> og <em>Pussy Cat</em> en þau féllu á prófinu í sameiginlegri, norrænni vöruprófun. Á tveimur þeirra losnaði sjálft snuðið af hringnum og af einu losnaði haldið. 9.2.2005 00:01 Lögregla rannsakar leyfin Atvinnu- og dvalarleyfi Litháa, sem eru að störfum hjá Impregilo á Kárahnjúkum, eru til rannsóknar hjá lögreglu á Egilsstöðum. 9.2.2005 00:01 Ekki huglausir heldur varkárir Herdómstóll á Ítalíu hefur vísað frá máli á hendur fjórum þyrluflugmönnum sem sakaðir voru um hugleysi þegar þeir neituðu að fljúga herþyrlum sínum vegna þess hve ótraustar þær voru. Fjórmenningarnir störfuðu í Írak í fyrra og eftir eina sendiferð á þyrlunum neituðu þeir að fara aftur í loftið og báru því við að eldflaugavarnarbúnaður þyrlnanna væri ófullnægjandi. 9.2.2005 00:01 J. Edgar Hoover á hælum Laxness Forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vélaði um mál Halldórs Laxness í Bandaríkjunum. Bandarísk skjöl, sem voru gerð opinber í desember, sýna að J. Edgar Hoover bæði fékk og sendi skeyti með fyrirspurnum um tekjur Halldórs og ferðir. Í kjölfar afskipta Hoovers af Halldóri var hætt að gefa bækur skáldsins út í Bandaríkjunum. </font /></b /> 9.2.2005 00:01 Strætó kaupir strætó Strætó hefur keypt 30 nýja strætisvagna af Irisbus gerð og fékk fyrstu fimm vagnana afhenta í gær. Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó, reynsluók einum vagnanna um götur Reykjavíkur í gær og lét vel af. 9.2.2005 00:01 Verksmiðja að mestu brunnin Fiskimjölsverksmiðjan Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík er að mestu brunnin, en eldur kviknaði í henni á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Slökkvilið í Grindavík barðist við eldinn ásamt slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Suðurnesja og úr slökkviliðinu af Keflavíkurflugvelli. 9.2.2005 00:01 Listi í sænskum miðlum í dag Stjórnvöld í Svíþjóð birtu í morgun lista yfir meira en 500 manns sem saknað er eða eru látnir eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Þetta gerðu þau í kjölfar úrskurðar stjórnsýsludómstóls, en fréttastofan TT kærði ákvörðun stjórnvalda til dómstólsins á þeim grundvelli að það skaðaði engan að birta nöfnin. 9.2.2005 00:01 Fjórir formenn segja af sér Reiknað er með átökum í danska Jafnaðarmannaflokknum eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér sem formaður flokksins. Hann ýjaði að því að stjórnarflokkarnir hefðu notast við ríkisfé í kosningabaráttunni. Þrír aðrir formenn tilkynntu einnig afsögn sína í gær. 9.2.2005 00:01 Hóta að hefja nýja áætlun Forseti Írans segir að landið geti tekið upp nýja stefnu í kjarnorkumálum sem hefði gríðarlegar afleiðingar ef viðræður við Evrópusambandið bera ekki árangur. 9.2.2005 00:01 Bæjarútgerðin í Hafnarfirði rifin Það stendur bókstaflega varla steinn yfir steini í gömlu bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Hús félagsins eru að hverfa af yfirborði jarðar og áður en langt um líður verða risin þar fjölbýlishús. 9.2.2005 00:01 Lögsækir ríkið fyrir uppsögn Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. 9.2.2005 00:01 Tugir særðust í sprengjuárás "Það sem bjargaði mér var tölvan mín," sagði Manuel Amenteros eftir að sprengja þeytti honum úr sæti sínu á skrifstofu í útjaðri Madrídar í gærmorgun. 43 særðust þegar bíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp frammi fyrir skrifstofubyggingu. 9.2.2005 00:01 Breyta reglum um vinnutíma Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær að rýmka reglur um vinnutímalengd. Breytingin er afar umdeild en rúmlega 300 þúsund manns fóru í mótmælagöngu gegn breytingunni um helgina. 9.2.2005 00:01 Vill banna þjófavarnasírenur Breskur þingmaður hefur lagt fram lagafrumvarp sem setur takmörk fyrir því hversu hátt og hversu lengi megi heyrast í þjófavarnakerfum bíla. 9.2.2005 00:01 Sá konuna í barnaklámsmyndbandi Leit er hafin að tveimur mönnum sem nauðguðu tólf ára stúlku fyrir tuttugu árum síðan að sögn Sky-fréttastofunnar. Stúlkan, sem nú er orðin fullorðin, hélt atvikinu leyndu fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Eiginmaður hennar komst hins vegar að hinu sanna þegar hann sá fyrir tilviljun myndbandsupptöku sem nauðgararnir höfðu gert af nauðguninni. 9.2.2005 00:01 Messufall hjá páfa Jóhannes Páll II páfi var fjarverandi bænahald á öskudegi sem markaði upphaf páskaföstunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því hann var valinn páfi fyrir rúmum 26 árum sem slíkt gerist. 9.2.2005 00:01 Harry Potter selst grimmt Þrátt fyrir að enn séu fimm mánuðir þar til sjötta bókin um Harry Potter kemur út hafa meira en hundrað þúsund manns pantað eintak af henni hjá Bretlandsdeild netbókaverslunarinnar Amazon. 9.2.2005 00:01 Dregið úr ferðatakmörkunum Ísraelar hafa samþykkt að draga úr ferðahömlum á Vesturbakkanum á komandi vikum, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Þetta getur bætt aðstæður Palestínumanna verulega því vegatálmar og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi hafa skert mjög lífsgæði almennings. 9.2.2005 00:01 Handtekinn vegna Bengtsson ránsins Einn hefur verið handtekinn grunaður um að eiga þátt í ráninu á sænska stórforstjóranum Fabian Bengtsson. Að sögn sænska Aftonbladet er hinn grunaði þekktur fyrir ofbeldisverk en lögreglan hefur neitað að upplýsa hver maðurinn er. 9.2.2005 00:01 Eignaðist börn með 59 daga bili Rúmensk kona eignaðist syni með tveggja mánaða millibili. Konan er með tvö leg og þó ein af hverjum 50 þúsund konum sé talin vera með tvö leg telja læknar þetta vera í fyrsta skipti sem kona verður ófrísk að tveimur börnum, sitt í hvoru leginu, samtímis. 9.2.2005 00:01 Ekki bræðsla í verksmiðju Samherja Gríðarlegt tjón varð þegar eldur kom upp í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík nú síðdegis. Nokkuð ljóst er að engin bræðsla verður starfrækt í Grindavík á komandi vertíð. 9.2.2005 00:01 Íslendingur særist illa í Írak Cesar Arnar Sanchez, liðlega tvítugur íslenskur hermaður í Írak, særðist alvarlega í flugskeytaárás í Írak síðustu nótt. Hann hefur verið mánuð í Írak og er þetta önnur sprengjan sem hann verður fyrir á fjórum dögum. 9.2.2005 00:01 Þrýst hart á íslensk stjórnvöld Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. 9.2.2005 00:01 Ekki nóg að sigra í könnunum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. 9.2.2005 00:01 Kvenkyns kennari nauðgaði nemanda Tuttugu og sjö ára kvenkyns leikfimikennari í bænum McMinnville í Tennessee hefur verið ákærð fyrir að nauðga þrettán ára gömlum nemenda sínum. 9.2.2005 00:01 Morðóð systkini Systkini í Indiana í Bandaríkjunum hafa játað að hafa myrt móður sína og ömmu sína og afa. Upp komst um morðin þegar systkinin, sem eru 29 og 18 ára, voru stöðvuð fyrir of hraðan akstur. 9.2.2005 00:01 Minnsta barn í heimi komið heim Kornabarn sem vó tæplega eina mörk við fæðingu og var 23 sentímetrar á lengd er komið heim til sín. 9.2.2005 00:01 Ekki staðið við gefin loforð Margareta Wahlstrom, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ríkisstjórnirnar sem ákveðið hafi að veita fjármunum til hjálpar- og uppbyggingarstarfs eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi aðeins hafa gefið brot af því sem lofað hafi verið. 9.2.2005 00:01 Nýir tímar hjá Háskólasjóði Nýir menn, breyttir tímar, segir Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Hér eftir muni sjóðurinn þjóna hagsmunum háskólans og styðja hann með veglegum fjárframlögum eins og Vestur-Íslendingarnir sem stofnuðu sjóðinn ætluðust til. 9.2.2005 00:01 Engin gögn um innrás "Það má draga þá ályktun að það sé óeðlileg stjórnsýsla að haga málum með þessum hætti," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um skort á skriflegum gögnum frá forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðuneytinu um aðdraganda innrásinnar í Írak og stuðningi Íslands við hana. 9.2.2005 00:01 Auglýsingar úr umferð Auglýsingar Umferðarstofu, þar sem meðal annars barn sést falla fram af svölum, brjóta gegn ákvæðum samkeppnislaga að mati Samkeppnisstofnunar. Mikið hefur verið deilt um ágæti auglýsinganna og barst Samkeppnisstofnun kvörtun frá umboðsmanni barna sem bað stofnunina að kanna hvort þær samræmdust íslenskum lögum. 9.2.2005 00:01 Skilorð fyrir misnotkun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann á sextugsaldri í gær í sex mánaða fangelsi fyrir að beita sonardóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. 9.2.2005 00:01 Veittist að lögreglu Rúmlega þrítugur karlmaður veittist að lögreglumanni í tollsal Leifsstöðvar á þriðjudagskvöld og hótaði honum. Tollverðir höfðu skömmu áður stöðvað manninn vegna gruns um að hann væri að reyna að smygla fíkniefnum innvortis. 9.2.2005 00:01 Fyrirtækinu stolið á mínútu Ljósmyndari við Laugaveginn brá sér á salernið á föstudag illu heilli. Þegar hann sneri aftur innan við mínútu síðar var fyrirtækið horfið. 9.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Egypskur sendiherra til Ísraels Egyptar hyggjast senda aftur sendiherra til Ísraels innan tíu daga en þeir hafa ekki haft sendiherra í landinu frá því að uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelum hófst fyrir fjórum árum. Þetta undirstrikar enn frekar vænlegri friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, en eins og kunnugt er boðuðu bæði leiðtogar Ísraela og Palestínumanna vopnhlé á fundi í Egyptalandi í gær. 9.2.2005 00:01
Farmurinn líklega orsökin "Rannsókn stendur yfir og á meðan svo er vil ég ekki fara út í getgátur um hvað fór úrskeiðis þegar slysið átti sér stað," segir Claus Thornberg, framkvæmdastjóri Tesma-skipafélagsins, en það félag sá um rekstur og mönnun MS Jökulfells, sem sökk á mánudagskvöldið með þeim afleiðingum að fjórir létust og tveir eru taldir af. 9.2.2005 00:01
Ólga meðal almennings í Bretlandi Methagnaður hjá olíufélögunum Shell og BP í Bretlandi hefur valdið mikilli ólgu meðal þarlendra neytenda sem þykir sýnt að gríðarlegur hagnaðurinn sé bein afleiðing hárrar álagningar fyrirtækjanna á bensín og olíur. 9.2.2005 00:01
Brýn verkefni víðar en á Reykjanes "Réttlætingin fyrir því að frekari tvöföldun Reykjanesbrautarinnar var ákveðin þrátt fyrir að annars staðar sé umferð meiri og þyngri er fyrst og fremst vegna öryggisþátta," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Ákveðið hefur verið að bjóða það verk út í vor meðan vegir á borð við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg bíða seinni tíma. 9.2.2005 00:01
Samkomulag um verð á hjartalyfi Samkomulag hefur náðst milli lyfjaverðsnefndar og lyfjafyrirtækisins Actavis um verðlagningu á nýju hjartalyfi sem kemur á markað innan skamms. 9.2.2005 00:01
Ferðaþjónusta skilar fátækum litlu Vestrænir aðilar, hótelkeðjur og afþreyingarfyrirtæki hvers konar, hirða megnið af því fé sem vestrænir ferðalangar skilja eftir í mörgum af þeim fátækari löndum heims sem eru vinsæl meðal erlendra ferðamanna og er því ferðaþjónusta víða ekki að skila þeim tekjum í ríkiskassann sem margir hafa reitt sig á. 9.2.2005 00:01
Alnæmislyf prófuð á fólki Tilraunalyf gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi eru nú reynd á fólki á Indlandi en Indverjar eru meðal þeirra þjóða þar sem alnæmisfaraldurinn er hvað verstur og er talið að allt að 5,5 milljónir manna séu sýktar. 9.2.2005 00:01
Um 1,5 - 2 milljarðar í fangelsin Stefnt er að því að byggja eitt fangelsi og endurbæta stórlega þrjú til viðbótar fyrir 1,5-2 milljarða króna, að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar. Það er sama fjárhæð og upprunalega var gert ráð fyrir að bygging Hólmsheiðarfangelsis myndi kosta. </font /></b /> 9.2.2005 00:01
Engar nærur takk! Táningar og ungmenni í Virginíu í Bandaríkjunum gætu mörg hver þurft að endurskoða fatasmekk sinn eftir að ríkisþingið samþykkti að sekta alla þá sem létu skína í nærbuxur sínar eða g-strengi á almannafæri. 9.2.2005 00:01
Tveir hópar á eina neyðarmóttöku Ef sú leið verður farin að setja ekki á fót sérhæfða móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis heldur nýta neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana fyrir báða hópana verður að tryggja meira fjármagn í þá móttöku, að mati Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns, sem segir að þegar komi að baráttu gegn heimilisofbeldi þá þurfi hún að njóta forgangs.</font /> 9.2.2005 00:01
Eldur í bræðslu í Grindavík Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í bræðslunni Fiskimjöli og Lýsi í Grindavík, sem er í eigu Samherja, á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Ljóst er að þetta er stórbruni og hefur slökkvilið víða að verið kallað á staðinn en ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli sprengingunni. 9.2.2005 00:01
Snuð tekin af markaði Komið hefur í ljós við eftirlit á Norðurlöndum að þrjár tegundir af snuðum eru það hættulegar að þær verða teknar af markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræðs snuð af gerðunum <em>Baby Nova</em>, <em>Stera</em> og <em>Pussy Cat</em> en þau féllu á prófinu í sameiginlegri, norrænni vöruprófun. Á tveimur þeirra losnaði sjálft snuðið af hringnum og af einu losnaði haldið. 9.2.2005 00:01
Lögregla rannsakar leyfin Atvinnu- og dvalarleyfi Litháa, sem eru að störfum hjá Impregilo á Kárahnjúkum, eru til rannsóknar hjá lögreglu á Egilsstöðum. 9.2.2005 00:01
Ekki huglausir heldur varkárir Herdómstóll á Ítalíu hefur vísað frá máli á hendur fjórum þyrluflugmönnum sem sakaðir voru um hugleysi þegar þeir neituðu að fljúga herþyrlum sínum vegna þess hve ótraustar þær voru. Fjórmenningarnir störfuðu í Írak í fyrra og eftir eina sendiferð á þyrlunum neituðu þeir að fara aftur í loftið og báru því við að eldflaugavarnarbúnaður þyrlnanna væri ófullnægjandi. 9.2.2005 00:01
J. Edgar Hoover á hælum Laxness Forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vélaði um mál Halldórs Laxness í Bandaríkjunum. Bandarísk skjöl, sem voru gerð opinber í desember, sýna að J. Edgar Hoover bæði fékk og sendi skeyti með fyrirspurnum um tekjur Halldórs og ferðir. Í kjölfar afskipta Hoovers af Halldóri var hætt að gefa bækur skáldsins út í Bandaríkjunum. </font /></b /> 9.2.2005 00:01
Strætó kaupir strætó Strætó hefur keypt 30 nýja strætisvagna af Irisbus gerð og fékk fyrstu fimm vagnana afhenta í gær. Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó, reynsluók einum vagnanna um götur Reykjavíkur í gær og lét vel af. 9.2.2005 00:01
Verksmiðja að mestu brunnin Fiskimjölsverksmiðjan Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík er að mestu brunnin, en eldur kviknaði í henni á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Slökkvilið í Grindavík barðist við eldinn ásamt slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Suðurnesja og úr slökkviliðinu af Keflavíkurflugvelli. 9.2.2005 00:01
Listi í sænskum miðlum í dag Stjórnvöld í Svíþjóð birtu í morgun lista yfir meira en 500 manns sem saknað er eða eru látnir eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Þetta gerðu þau í kjölfar úrskurðar stjórnsýsludómstóls, en fréttastofan TT kærði ákvörðun stjórnvalda til dómstólsins á þeim grundvelli að það skaðaði engan að birta nöfnin. 9.2.2005 00:01
Fjórir formenn segja af sér Reiknað er með átökum í danska Jafnaðarmannaflokknum eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér sem formaður flokksins. Hann ýjaði að því að stjórnarflokkarnir hefðu notast við ríkisfé í kosningabaráttunni. Þrír aðrir formenn tilkynntu einnig afsögn sína í gær. 9.2.2005 00:01
Hóta að hefja nýja áætlun Forseti Írans segir að landið geti tekið upp nýja stefnu í kjarnorkumálum sem hefði gríðarlegar afleiðingar ef viðræður við Evrópusambandið bera ekki árangur. 9.2.2005 00:01
Bæjarútgerðin í Hafnarfirði rifin Það stendur bókstaflega varla steinn yfir steini í gömlu bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Hús félagsins eru að hverfa af yfirborði jarðar og áður en langt um líður verða risin þar fjölbýlishús. 9.2.2005 00:01
Lögsækir ríkið fyrir uppsögn Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. 9.2.2005 00:01
Tugir særðust í sprengjuárás "Það sem bjargaði mér var tölvan mín," sagði Manuel Amenteros eftir að sprengja þeytti honum úr sæti sínu á skrifstofu í útjaðri Madrídar í gærmorgun. 43 særðust þegar bíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp frammi fyrir skrifstofubyggingu. 9.2.2005 00:01
Breyta reglum um vinnutíma Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær að rýmka reglur um vinnutímalengd. Breytingin er afar umdeild en rúmlega 300 þúsund manns fóru í mótmælagöngu gegn breytingunni um helgina. 9.2.2005 00:01
Vill banna þjófavarnasírenur Breskur þingmaður hefur lagt fram lagafrumvarp sem setur takmörk fyrir því hversu hátt og hversu lengi megi heyrast í þjófavarnakerfum bíla. 9.2.2005 00:01
Sá konuna í barnaklámsmyndbandi Leit er hafin að tveimur mönnum sem nauðguðu tólf ára stúlku fyrir tuttugu árum síðan að sögn Sky-fréttastofunnar. Stúlkan, sem nú er orðin fullorðin, hélt atvikinu leyndu fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Eiginmaður hennar komst hins vegar að hinu sanna þegar hann sá fyrir tilviljun myndbandsupptöku sem nauðgararnir höfðu gert af nauðguninni. 9.2.2005 00:01
Messufall hjá páfa Jóhannes Páll II páfi var fjarverandi bænahald á öskudegi sem markaði upphaf páskaföstunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því hann var valinn páfi fyrir rúmum 26 árum sem slíkt gerist. 9.2.2005 00:01
Harry Potter selst grimmt Þrátt fyrir að enn séu fimm mánuðir þar til sjötta bókin um Harry Potter kemur út hafa meira en hundrað þúsund manns pantað eintak af henni hjá Bretlandsdeild netbókaverslunarinnar Amazon. 9.2.2005 00:01
Dregið úr ferðatakmörkunum Ísraelar hafa samþykkt að draga úr ferðahömlum á Vesturbakkanum á komandi vikum, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Þetta getur bætt aðstæður Palestínumanna verulega því vegatálmar og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi hafa skert mjög lífsgæði almennings. 9.2.2005 00:01
Handtekinn vegna Bengtsson ránsins Einn hefur verið handtekinn grunaður um að eiga þátt í ráninu á sænska stórforstjóranum Fabian Bengtsson. Að sögn sænska Aftonbladet er hinn grunaði þekktur fyrir ofbeldisverk en lögreglan hefur neitað að upplýsa hver maðurinn er. 9.2.2005 00:01
Eignaðist börn með 59 daga bili Rúmensk kona eignaðist syni með tveggja mánaða millibili. Konan er með tvö leg og þó ein af hverjum 50 þúsund konum sé talin vera með tvö leg telja læknar þetta vera í fyrsta skipti sem kona verður ófrísk að tveimur börnum, sitt í hvoru leginu, samtímis. 9.2.2005 00:01
Ekki bræðsla í verksmiðju Samherja Gríðarlegt tjón varð þegar eldur kom upp í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík nú síðdegis. Nokkuð ljóst er að engin bræðsla verður starfrækt í Grindavík á komandi vertíð. 9.2.2005 00:01
Íslendingur særist illa í Írak Cesar Arnar Sanchez, liðlega tvítugur íslenskur hermaður í Írak, særðist alvarlega í flugskeytaárás í Írak síðustu nótt. Hann hefur verið mánuð í Írak og er þetta önnur sprengjan sem hann verður fyrir á fjórum dögum. 9.2.2005 00:01
Þrýst hart á íslensk stjórnvöld Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. 9.2.2005 00:01
Ekki nóg að sigra í könnunum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. 9.2.2005 00:01
Kvenkyns kennari nauðgaði nemanda Tuttugu og sjö ára kvenkyns leikfimikennari í bænum McMinnville í Tennessee hefur verið ákærð fyrir að nauðga þrettán ára gömlum nemenda sínum. 9.2.2005 00:01
Morðóð systkini Systkini í Indiana í Bandaríkjunum hafa játað að hafa myrt móður sína og ömmu sína og afa. Upp komst um morðin þegar systkinin, sem eru 29 og 18 ára, voru stöðvuð fyrir of hraðan akstur. 9.2.2005 00:01
Minnsta barn í heimi komið heim Kornabarn sem vó tæplega eina mörk við fæðingu og var 23 sentímetrar á lengd er komið heim til sín. 9.2.2005 00:01
Ekki staðið við gefin loforð Margareta Wahlstrom, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ríkisstjórnirnar sem ákveðið hafi að veita fjármunum til hjálpar- og uppbyggingarstarfs eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi aðeins hafa gefið brot af því sem lofað hafi verið. 9.2.2005 00:01
Nýir tímar hjá Háskólasjóði Nýir menn, breyttir tímar, segir Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Hér eftir muni sjóðurinn þjóna hagsmunum háskólans og styðja hann með veglegum fjárframlögum eins og Vestur-Íslendingarnir sem stofnuðu sjóðinn ætluðust til. 9.2.2005 00:01
Engin gögn um innrás "Það má draga þá ályktun að það sé óeðlileg stjórnsýsla að haga málum með þessum hætti," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um skort á skriflegum gögnum frá forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðuneytinu um aðdraganda innrásinnar í Írak og stuðningi Íslands við hana. 9.2.2005 00:01
Auglýsingar úr umferð Auglýsingar Umferðarstofu, þar sem meðal annars barn sést falla fram af svölum, brjóta gegn ákvæðum samkeppnislaga að mati Samkeppnisstofnunar. Mikið hefur verið deilt um ágæti auglýsinganna og barst Samkeppnisstofnun kvörtun frá umboðsmanni barna sem bað stofnunina að kanna hvort þær samræmdust íslenskum lögum. 9.2.2005 00:01
Skilorð fyrir misnotkun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann á sextugsaldri í gær í sex mánaða fangelsi fyrir að beita sonardóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. 9.2.2005 00:01
Veittist að lögreglu Rúmlega þrítugur karlmaður veittist að lögreglumanni í tollsal Leifsstöðvar á þriðjudagskvöld og hótaði honum. Tollverðir höfðu skömmu áður stöðvað manninn vegna gruns um að hann væri að reyna að smygla fíkniefnum innvortis. 9.2.2005 00:01
Fyrirtækinu stolið á mínútu Ljósmyndari við Laugaveginn brá sér á salernið á föstudag illu heilli. Þegar hann sneri aftur innan við mínútu síðar var fyrirtækið horfið. 9.2.2005 00:01