Reynt verði að frysta loðnu 10. febrúar 2005 00:01 Töpuð útflutningsverðmæti vegna stórbrunans í Grindavík í gær geta numið allt að sjö hundruð milljónum króna. Forstjóri Samherja segir að reynt verði að halda áfram að frysta loðnu í Grindavík. Skjótt var brugðist við þegar eldurinn kom upp á fjórða tímanum í gær. Slökkvilið Grindavíkur var fyrst á staðinn en naut aðstoðar björgunarsveitarinnar, Brunavarna Suðurnesja og slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það var ljóst að skemmdir yrðu miklar, slíkt var eldhafið. Hættuástand var vegna sýrutanka og annarra hættulegra efna. Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að slökkviliðið hafi haft áhyggjur af sýrutönkunum ásamt svartolíutönkum og rafskautskatli með gufu. Sem betur fer hafi rafvirkinn í húsinu verið í slökkviliðinu og því hafi slökkviliðið getað staðið rétt að málum. Skemmdirnar urðu enn ljósari þegar birti að degi. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, skoðuðu verksummerki í dag í fylgd Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Árni segir að tjónið sé gríðarlegt og ljóst að verksmiðjuna sé ekki hægt að nota aftur á þessari vertíð. Það gæti þýtt að ekki næðust um 60 þúsund tonn af loðnu sem hefði í för með sér að þjóðarbúið yrði af 700 milljónum í útflutningstekjum ef ekki sé hægt að bregðast við. Árni bendir þó á að ekki hafi öll tæki skemmst í brunanum, ekki sé víst hvort stór hluti þeirra sé skemmdur þannig að vonandi borgi það sig að byggja verksmiðjuna aftur upp til framtíðar. Því sé ástandi ekki alveg jafnslæmt og á horfðist en samt nógu slæmt. Verksmiðjan var tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni sem sendi frá sér afkomuviðvörun vegna málsins í dag, en áhrif brunans á afkomu félagsins á þessu ári nema 200 milljónum króna. Að sögn Þorsteins Más var verksmiðjunni skipt í 5 brunahólf. Það stærsta brann en önnur sluppu. Verksmiðjan var með stærri loðnuverksmiðjum landsins, nýbúið var að byggja hana upp og fá 10 ára starfsleyfi. Ljóst er að skemmdirnar í brunanum eru gríðarlegar en engu að síður gera eigendur verksmiðjunnar sér vonir um að hægt verði að nota búnað hennar að einhverju leyti á yfirstandandi vertíð. Þorsteinn Már segir að forráðamenn fyrirtækisins muni einbeita sér að því næstu daga að finna leið til að geta nýtt löndunar- og hrognatökubúnað sem ekki hafi skemmst og reyna þá að frysta eitthvað af hrognum þar sem frystihúsið sé óskemmt. Tjónið er ekki aðeins mikið fyrir eigendur verksmiðjunnar og þjóðarbúið því Grindvíkingar verða fyrir verulegum skakkaföllum vegna brunans. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir mikið áfall að í upphafi loðnuvertíðar skuli verksmiðjan brenna. Hjá fyrirtækinu starfi 15-20 manns og bæjarfélagið hafi haft miklar tekjur af fyrirtækinu. Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Töpuð útflutningsverðmæti vegna stórbrunans í Grindavík í gær geta numið allt að sjö hundruð milljónum króna. Forstjóri Samherja segir að reynt verði að halda áfram að frysta loðnu í Grindavík. Skjótt var brugðist við þegar eldurinn kom upp á fjórða tímanum í gær. Slökkvilið Grindavíkur var fyrst á staðinn en naut aðstoðar björgunarsveitarinnar, Brunavarna Suðurnesja og slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það var ljóst að skemmdir yrðu miklar, slíkt var eldhafið. Hættuástand var vegna sýrutanka og annarra hættulegra efna. Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að slökkviliðið hafi haft áhyggjur af sýrutönkunum ásamt svartolíutönkum og rafskautskatli með gufu. Sem betur fer hafi rafvirkinn í húsinu verið í slökkviliðinu og því hafi slökkviliðið getað staðið rétt að málum. Skemmdirnar urðu enn ljósari þegar birti að degi. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, skoðuðu verksummerki í dag í fylgd Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Árni segir að tjónið sé gríðarlegt og ljóst að verksmiðjuna sé ekki hægt að nota aftur á þessari vertíð. Það gæti þýtt að ekki næðust um 60 þúsund tonn af loðnu sem hefði í för með sér að þjóðarbúið yrði af 700 milljónum í útflutningstekjum ef ekki sé hægt að bregðast við. Árni bendir þó á að ekki hafi öll tæki skemmst í brunanum, ekki sé víst hvort stór hluti þeirra sé skemmdur þannig að vonandi borgi það sig að byggja verksmiðjuna aftur upp til framtíðar. Því sé ástandi ekki alveg jafnslæmt og á horfðist en samt nógu slæmt. Verksmiðjan var tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni sem sendi frá sér afkomuviðvörun vegna málsins í dag, en áhrif brunans á afkomu félagsins á þessu ári nema 200 milljónum króna. Að sögn Þorsteins Más var verksmiðjunni skipt í 5 brunahólf. Það stærsta brann en önnur sluppu. Verksmiðjan var með stærri loðnuverksmiðjum landsins, nýbúið var að byggja hana upp og fá 10 ára starfsleyfi. Ljóst er að skemmdirnar í brunanum eru gríðarlegar en engu að síður gera eigendur verksmiðjunnar sér vonir um að hægt verði að nota búnað hennar að einhverju leyti á yfirstandandi vertíð. Þorsteinn Már segir að forráðamenn fyrirtækisins muni einbeita sér að því næstu daga að finna leið til að geta nýtt löndunar- og hrognatökubúnað sem ekki hafi skemmst og reyna þá að frysta eitthvað af hrognum þar sem frystihúsið sé óskemmt. Tjónið er ekki aðeins mikið fyrir eigendur verksmiðjunnar og þjóðarbúið því Grindvíkingar verða fyrir verulegum skakkaföllum vegna brunans. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir mikið áfall að í upphafi loðnuvertíðar skuli verksmiðjan brenna. Hjá fyrirtækinu starfi 15-20 manns og bæjarfélagið hafi haft miklar tekjur af fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira