Pressuball á morgun 10. febrúar 2005 00:01 Blaðamenn og makar þeirra hafa verið tíðir gestir í fatahreinsunum bæjarins í vikunni enda áhersla lögð á snyrtilegan klæðnað á Pressuballinu. Menn vilja vitaskuld vera sjálfum sér og miðli sínum til sóma og gamall sósublettur getur auðveldlega spillt fyrir. Meðal blaðamanna er Pressuballið auglýst sem "ball ársins" og segir það sitt um væntingarnar. Þó fátt sé til sparað í veisluhöldunum nú er annar blær yfir Pressuballinu en var á sjöunda áratugnum. Þá voru forsetar og ráðherrar meðal gesta og ræðumenn kvöldsins komu jafnan úr hópi stjórnmálamanna eða skálda. Nú er öldin önnur og blaðamenn sækja ekki vatnið yfir lækinn. Ræðumaður kvöldsins verður Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, sem þykir ræðumaður góður. Matseðillinn er glæsilegur, parmaskinka með gæsalifur og olíuediki verður í forrétt, heilsteikt nautalund með sveppum, kartöflum og sósu verður í aðalrétt og að lokum sporðrenna gestir ísþrennu með volgum jarðaberjum og steiktum ananas. Þó ekki sé gert lítið úr ræðumanni kvöldsins, matseðlinum eða dansleiknum á eftir er afhending blaðamannaverðlaunanna hápunktur kvöldsins. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum, fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, bestu umfjöllun ársins og loks blaðamannaverðlaun ársins. Í fyrra hlutu Agnes Bragadóttir, Brynhildur Ólafsdóttir og Reynir Traustason verðlaunin. Að borðhaldi loknu fá gestir sér snúning. Hljómsveitin Vax leikur fyrir dansi en hún hefur gert það gott á dansibölllum að undanförnu. "Dómsmálagiggið gekk vel og Bjössi Bjarna var ánægður," stendur á heimasíðu sveitarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Blaðamenn og makar þeirra hafa verið tíðir gestir í fatahreinsunum bæjarins í vikunni enda áhersla lögð á snyrtilegan klæðnað á Pressuballinu. Menn vilja vitaskuld vera sjálfum sér og miðli sínum til sóma og gamall sósublettur getur auðveldlega spillt fyrir. Meðal blaðamanna er Pressuballið auglýst sem "ball ársins" og segir það sitt um væntingarnar. Þó fátt sé til sparað í veisluhöldunum nú er annar blær yfir Pressuballinu en var á sjöunda áratugnum. Þá voru forsetar og ráðherrar meðal gesta og ræðumenn kvöldsins komu jafnan úr hópi stjórnmálamanna eða skálda. Nú er öldin önnur og blaðamenn sækja ekki vatnið yfir lækinn. Ræðumaður kvöldsins verður Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, sem þykir ræðumaður góður. Matseðillinn er glæsilegur, parmaskinka með gæsalifur og olíuediki verður í forrétt, heilsteikt nautalund með sveppum, kartöflum og sósu verður í aðalrétt og að lokum sporðrenna gestir ísþrennu með volgum jarðaberjum og steiktum ananas. Þó ekki sé gert lítið úr ræðumanni kvöldsins, matseðlinum eða dansleiknum á eftir er afhending blaðamannaverðlaunanna hápunktur kvöldsins. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum, fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, bestu umfjöllun ársins og loks blaðamannaverðlaun ársins. Í fyrra hlutu Agnes Bragadóttir, Brynhildur Ólafsdóttir og Reynir Traustason verðlaunin. Að borðhaldi loknu fá gestir sér snúning. Hljómsveitin Vax leikur fyrir dansi en hún hefur gert það gott á dansibölllum að undanförnu. "Dómsmálagiggið gekk vel og Bjössi Bjarna var ánægður," stendur á heimasíðu sveitarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira