Innlent

Ráð­hús Árborgar sprungið – 10 starfs­menn fluttir í annað hús­næði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
10 starfsmenn Ráðhúss Árborgar munu flytja sig yfir í nýtt húsnæði á næstunni vegna þrengsla í ráðhúsinu.
10 starfsmenn Ráðhúss Árborgar munu flytja sig yfir í nýtt húsnæði á næstunni vegna þrengsla í ráðhúsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjöldi starfsmanna í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi er orðinn það mikill að flytja þarf 10 starfsmenn í annað húsnæði rétt hjá ráðhúsinu því þeir komast ekki fyrir í núverandi húsnæði.

„Húsnæðið í Ráðhúsinu hefur verið vel nýtt undanfarin ár og þrátt fyrir fækkun stöðugilda í ákveðnum deildum hefur fjölgað í öðrum í takti við aukna þjónustuþörf innan sveitarfélagsins. Á það helst við fjölskyldusviðið sem þjónustar marga íbúa á öllum aldri. Í heildina eru um 70 stöðugildi í Ráðhúsinu en það eru starfsmenn bókasafnsins, fjölskyldusviðs, stjórnsýslusviðs og fjármálasviðs. Við gerum ráð fyrir að hluti stjórnsýslu- og fjármálasviðs færi yfir í húsnæðið, sem Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands leigir af Borgarþróun, sem er í eigu Svf. Árborgar,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri.

Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það þýðir að um 10 starfsmenn færa sig yfir en um leið er hægt að endurskipuleggja önnur rými og nýta betur undir starfsstöðvar, fundarherbergi og viðtalsrými. „Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarsömum breytingum þar sem verið er að nýta rými, sem nú þegar eru til staðar,” bætir Bragi við.

Hjá sveitarfélaginu starfa um 1200 starfsmenn á 38 vinnustöðum.

Hjá sveitarfélaginu starfa um 1200 starfsmenn á 38 vinnustöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×