Lífið

Búinn að full­komna geltið og að drepast í bakinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ungir leikarar fara með stór hlutverk í verkinu.
Ungir leikarar fara með stór hlutverk í verkinu.

Galdrakarlinn í Oz hefur átt huga og hjörtu heimsbyggðarinnar í fjöldamörg ár og flestir löngu orðnir kunnugir rauðu skónum, gula múrsteinsveginum, Tinnkarlinum, Ljóni og Fuglahræðu.

Nú er nýjasta útgáfan af þessu sígilda verki, sem kom fyrst út sem bók árið 1900, til sýnis í Borgarleikhúsinu. Tómas Arnar kíkti í heimsókn á eina af síðustu æfingunum fyrir frumsýningu þar sem allt var í óðaönn við að verða tilbúið. Þar voru leikarar á harðahlaupum að undirbúa sig en einnig leikstjóri verksins.

„Það er nefnilega svo fallegt að hugsa þegar saga er orðin meira en hundrað ára gömul og hún á sér svona sterkan stað í hjartanu á fólki,“ segir Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstjóri verksins.

„Maður verður að trúa því að hér hafi orðið einhverjir töfrar til þegar þessi saga var búin til. Þetta á alltaf við líka því þetta fjallar svo mikið bara um hluti sem við þráum öll og þetta mennska sem býr í okkur. Það breytist ekkert þó að kynslóðirnar breytist og áherslurnar í heiminum eru allt aðrar heldur en þegar sagan var skrifuð. Ævintýrið heldur sér alveg. Það eru mörg skilaboð í verkinu og ein af þeim sem mér finnst mikilvægt að muna er að allt sem þú heldur að þig skorti býr allt innra með okkur. Við þurfum bara að rækta það og sá.“

Hvernig lætur maður apa fljúga?

Hún segir að sýningin sé tæknilega flókin.

„Það eru mörg mismunandi flug og margir sem þurfa að fljúga. Það eru auðvitað lifandi ljón í sýningunni. Svo finnst mér alltaf bara skemmtilegast að eiga sér einfalda leikhústöfra þar sem það kemur bara hljómborg. Allt í einu bara trúir maður að það komi töframáttur úr höndunum af því að ljósin og hljóðið eru rétt stillt.“

En hvað er það skemmtilegasta við að stýra þessu risastóra batteríi?

„Það er svo margt. Ég myndi segja að eitt af því sem er búið að vera ótrúlega gaman að fást við er að reyna að finna út úr öllum töfrunum. Hvernig ætlum við að láta apa fljúga og hverjir eru töfrar Glindu og og Grænu nornarinnar. Annað sem ég auðvitað sérstök áhugakona um að mér finnst ótrúlega gaman að vinna með börnum og ég er með stóran og flottan barnaleikhóp hérna í sýningunni. Þetta hljóð þýðir að hringurinn er að fara að snúast.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er einnig rætt við nokkra unga leikara sem fara með hlutverk í sýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.