Innlent

Pall­borðið: Síðasta ein­vígið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mætast í Pallborðinu klukkan 13.
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mætast í Pallborðinu klukkan 13. Vísir

Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun.

Heiða tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og svo við embætti borgarstjóra í febrúar 2025. Pétur hefur komið víða við á sínum starfsferli, var lengst af atvinnumaður í fótbolta en síðustu ár hefur hann komið að þróun uppbyggingarsvæða og rekið nokkur fyrirtæki. 

Pallborðinu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan.

Þar fyrir neðan er svo vakt þar sem blaðamaður skrifar það helsta sem kemur fram í máli frambjóðendanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×